Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 26

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 26
24 L kafli vors, áður en jarðvegshiti verður það hár að níturbinding eigi sér stað. Þetta geri plöntunum kleift að nýta uppleyst næringarefni, sem mest er af í upphafi vaxtartímans, í snauðum eldfjallajarðvegi sem plönturnar vaxa á. Blómvísar myndast á stönglum alaskalúpínunnar fljótlega eftir að vöxtur byrjar. Blómgunin sjálf hefst síðan í júníbyrjun (9. mynd). Á Vikrum í Þjórsárdal báru 60% - 80% af stönglum hverrar plöntu blóm í byrjun júlí. Hlutfallið hækkaði eftir því sem plönturnar voru stærri (6. viðauki). Blómgun er að mestu lokið um miðjan júlí. Belgmyndun verður fyrst neðst á blómskipan aðalstöngla (17. ljósmynd), oft um mánaðamótin júní-júlí. Belgir halda áfram að þroskast allan vaxtartíma lúpínunnar. Fræfall hefst oftast í byrjun ágúst og heldur áfram langt fram á haust (9. mynd). Fræfall í lúpínubreiðu á Keldnaholti náði hámarki á tímabilinu 20. september til 13. október haustið 1993. í lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk nam fræframleiðsla á sama hausti að meðaltali um 1070 fræjum á fermetra í jaðri breiðu (0-6 m) en 150 fræjum inni í breiðunni þar sem plönturnar voru eldri (Bjarni Diðrik Sigurðsson, óbirt gögn). Þótt hægi mjög á sprettu lúpínunnar, er líður á sumarið, heldur einhver vöxtur áfram fram í fyrstu frost. Neðan við blómskipanina myndast gjarnan hliðarsprotar út úr aðalstöngli sem vaxa upp með henni. Er vetur gengur í garð sölnar lúpínan og fellur. Laufin rotna mjög fljótt og hverfa en eftir liggja trénaðir stönglar sem brotna mun hægar niður (Hólmfríður Sigurðardóttir 1994). Mynda stönglarnar víða mikið sinulag í gömlum lúpínubreiðum. Dæmi eru um að þyngd þessarar sinu nái yfir 900 g þurrefnis m_2 (Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson, óbirt gögn). Á rótarhaus (caudex) lúpínunnar myndast síðari hluta sumars ný brum við stöngul- endana. Sitja þau í sverðinum og blunda með rótinni yfir veturinn þar til vorar á ný. Vaxtar- og þroskaferill lúpínu yfir æviskeiðið Alaskalúpínan er fjölær planta sem fjölgar sér og breiðist út með fræi. Rótarskot af láréttum rótum geta myndast (15. ljósmynd) en þau em sjaldséð og eru sennilega ekki mikilvæg fyrir dreifingu plöntunnar. Eftir spírun fræs að vori nær plantan að mynda einn, u.þ.b. 10 cm háan stöngul, á fyrsta hausti, samkvæmt kímplönturannsóknum á Keldnaholti og í Heiðmörk (Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, óbirt gögn). Á öðm hausti voru þessar plöntur að meðaltali orðnar um 30 cm háar og töldu 1-3 stöngla. Á þriðja ári höfðu þær náð um 60 cm hæð og báru að meðaltali um 3,5 stöngla. Flestar plönturnar blómstruðu þá og báru fræ (11. mynd; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, óbirt gögn). Svipuðum lífsferli hefur verið lýst hjá Lupinus latifolius þar sem hún var rannsökuð í Crater Lake í Oregon (Kerle 1985) og á St. Helens eldfjallinu í Washington (Braatne 1989) í Bandaríkjunum. Hún myndar mjög fáa stöngla fyrstu tvö árin, blómstrar ekkert á fyrsta ári, svolítið á öðru,

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.