Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 9

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 9
Inngangur 7 einæru tegundanna. Fjölærar lúpínur hafa helst verið nýttar sem áburðargjafar við ræktun barrtrjáa á rýru landi og til uppgræðslu lands. í skógrækt hefur Lupinus polyphyllus lengi verið notuð í Þýskalandi og Austur-Evrópu (Mikola o.fl. 1983). Á Nýja-Sjálandi hefur Lupinus arboreus verið ræktuð með góðum árangri í uppgræðslu og skógrækt á sandsvæðum (Gadgil 1971; Sprent & Sprent 1990) og þar í landi hefur Russel-lúpína (blendingur af L. polyhyllus, L. arboreus og L. nootkatensis) einnig verið notuð til uppgræðslu (Scott 1989; Kitessa 1992). í Bretlandi hefur Lupinus arboreus gefist vel við uppgræðslu námuhauga (Palaniappan o.fl. 1979). í heildina tekið er lúpínuræktun í heiminum mjög lítil í samanburði við ræktun annarra belgjurta og eru fá teikn á lofti um að það sé að breytast. Fyrir um 10 árum nam heildaruppskera lúpínufræs aðeins 0,5% af uppskeru alls belgjurtafræs (Williams 1986). Lúpínur voru þá ræktaðar á um tveimur milljónum hektara og var um helmingur ræktunarinnar til fræs en hinn til beitar og áburðar (Lopez-Bellido & Fuentes 1986). Umfangsmest er ræktunin í Ástralíu þar sem lúpínur eru ræktaðar á um einni milljón hektara lands. Ræktunin hefur farið vaxandi þar síðustu áratugi (Loss o.fl. 1993). Önnur lönd þar sem nokkuð kveður að lúpínuræktun eru Pólland og fyrrum Sovétríkin, en þar og annars staðar í Evrópu hefur ræktunin dregist mjög saman (Baylis & Hamblin 1986; Williams 1986). Rannsóknir og ræktunarstarf hér á landi hefur orðið til þess að alaskalúpínan hefur bæst í hóp lúpínutegunda sem teknar hafa verið til ræktunar. Segja má að rannsóknir á alaskalúpínu hefjist árið 1976 á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þá voru gerðar nokkrar athuganir og tilraunir með smitun, sáningu og áburðargjöf við ræktun lúpínunnar, nýtingu hennar til sauðfjárbeitar og kannað var landnám hennar og áhrif á gróður (Andrés Arnalds 1979, 1980). Niðurstöður þessara rannsókna voru dregnar saman í Fjölriti RALA nr. 59, en líta má á þær sem grunn að frekari prófunum og tilraunum. Árið 1985 var þráðurinn tekinn upp að nýju er Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins hófu athuganir og undirbúning að því að rækta alaskalúpínuna til frætekju. Þá um haustið var safnað fræi af lúpínunni í Heiðmörk sem var hreinsað um veturinn. Ennfremur voru gerðar tilraunir til að auka spírun þess og smita með rótarhnýðisbakteríum sem ræktaðar voru á Iðntæknistofnun. Vorið 1986 var síðan sáð í fyrsta fræakurinn og var hann 12 ha að stærð. Akurinn fór að gefa fræ haustið 1988 og stóð hann undir mest allri fræframleiðslunni á næstu árum. Vel hefur gengið að leysa flest vandamál í fræræktinni, hvað varðar hreinsun fræsins, smitun, sáningu, meðferð akranna og frætekju (Jón Guðmundsson 1991). Hefur ræktun lúpínunnar og notkun til landgræðslu aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Hjá Landgræðslu ríkisins er lúpína nú ræktuð til frætekju á yfir 400 ha lands og hjá bændum er lúpína ræktuð á yfir 200 ha. Haustið 1994 nam frætekja af lúpínu um 7500 kg, en þess má geta að um 3 kg af fræi eru notuð í hvern hektara lands við uppgræðslu (Jón Guðmundsson, munnlegar upplýsingar).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.