Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 9

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 9
Inngangur 7 einæru tegundanna. Fjölærar lúpínur hafa helst verið nýttar sem áburðargjafar við ræktun barrtrjáa á rýru landi og til uppgræðslu lands. í skógrækt hefur Lupinus polyphyllus lengi verið notuð í Þýskalandi og Austur-Evrópu (Mikola o.fl. 1983). Á Nýja-Sjálandi hefur Lupinus arboreus verið ræktuð með góðum árangri í uppgræðslu og skógrækt á sandsvæðum (Gadgil 1971; Sprent & Sprent 1990) og þar í landi hefur Russel-lúpína (blendingur af L. polyhyllus, L. arboreus og L. nootkatensis) einnig verið notuð til uppgræðslu (Scott 1989; Kitessa 1992). í Bretlandi hefur Lupinus arboreus gefist vel við uppgræðslu námuhauga (Palaniappan o.fl. 1979). í heildina tekið er lúpínuræktun í heiminum mjög lítil í samanburði við ræktun annarra belgjurta og eru fá teikn á lofti um að það sé að breytast. Fyrir um 10 árum nam heildaruppskera lúpínufræs aðeins 0,5% af uppskeru alls belgjurtafræs (Williams 1986). Lúpínur voru þá ræktaðar á um tveimur milljónum hektara og var um helmingur ræktunarinnar til fræs en hinn til beitar og áburðar (Lopez-Bellido & Fuentes 1986). Umfangsmest er ræktunin í Ástralíu þar sem lúpínur eru ræktaðar á um einni milljón hektara lands. Ræktunin hefur farið vaxandi þar síðustu áratugi (Loss o.fl. 1993). Önnur lönd þar sem nokkuð kveður að lúpínuræktun eru Pólland og fyrrum Sovétríkin, en þar og annars staðar í Evrópu hefur ræktunin dregist mjög saman (Baylis & Hamblin 1986; Williams 1986). Rannsóknir og ræktunarstarf hér á landi hefur orðið til þess að alaskalúpínan hefur bæst í hóp lúpínutegunda sem teknar hafa verið til ræktunar. Segja má að rannsóknir á alaskalúpínu hefjist árið 1976 á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þá voru gerðar nokkrar athuganir og tilraunir með smitun, sáningu og áburðargjöf við ræktun lúpínunnar, nýtingu hennar til sauðfjárbeitar og kannað var landnám hennar og áhrif á gróður (Andrés Arnalds 1979, 1980). Niðurstöður þessara rannsókna voru dregnar saman í Fjölriti RALA nr. 59, en líta má á þær sem grunn að frekari prófunum og tilraunum. Árið 1985 var þráðurinn tekinn upp að nýju er Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins hófu athuganir og undirbúning að því að rækta alaskalúpínuna til frætekju. Þá um haustið var safnað fræi af lúpínunni í Heiðmörk sem var hreinsað um veturinn. Ennfremur voru gerðar tilraunir til að auka spírun þess og smita með rótarhnýðisbakteríum sem ræktaðar voru á Iðntæknistofnun. Vorið 1986 var síðan sáð í fyrsta fræakurinn og var hann 12 ha að stærð. Akurinn fór að gefa fræ haustið 1988 og stóð hann undir mest allri fræframleiðslunni á næstu árum. Vel hefur gengið að leysa flest vandamál í fræræktinni, hvað varðar hreinsun fræsins, smitun, sáningu, meðferð akranna og frætekju (Jón Guðmundsson 1991). Hefur ræktun lúpínunnar og notkun til landgræðslu aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Hjá Landgræðslu ríkisins er lúpína nú ræktuð til frætekju á yfir 400 ha lands og hjá bændum er lúpína ræktuð á yfir 200 ha. Haustið 1994 nam frætekja af lúpínu um 7500 kg, en þess má geta að um 3 kg af fræi eru notuð í hvern hektara lands við uppgræðslu (Jón Guðmundsson, munnlegar upplýsingar).

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.