Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 57

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 57
Efnasamsetning 55 Beiskjuefni Aðferðir Mælingar á beiskjuefnum (alkalóíðum) í alaskalúpínu fóru fram á tveimur stöðum. Á efnagreiningastofu Rala unnu Sigurður Ingason (1991) og fleiri að þróun aðferðar til mælinga beiskjuefna með útdrætti og gasgreiningu (GC), sem byggði m.a. á aðferðum Kristínar Ingólfsdóttur og Hylands (1990) og Priddis (1983). Valin voru nokkur sýni af lúpínum frá Korpu 1987 og 1991, sem áður var lýst í 1. kafla í þessu hefti. Alls fengust niðurstöður fyrir um 30 sýni (10. viðauki). Það skal tekið fram að innan ramma þessa verkefnis var ekki hægt að fara út í viðamiklar mælingar á beiskju- efnunum á Rala. Þessar mælingar gefa sennilega aðeins grófa mynd af magni og breytileika beiskjuefna í lúpínunni. Fjöldi sýna var ekki nógu mikill til að hægt væri að fá raunhæft mat á heildarstyrk beiskjuefna og greina breytingar á þeim yfir vaxtartímann. Þær ættu hins vegar að gefa til kynna hvaða beiskjuefni finnast helst í alaskalúpínu og í hvaða hlutfalli. Sýni, sem safnað var á Korpu 1987 og 1988, voru send á rannsóknastofu í Bandaríkjunum (Poisonous Plant Research Laboratory, U.S. Department of Agri- culture, Logan, Utah) að tilstuðlan Andrésar Arnalds. Þar var heildarmagn beiskjuefna mælt á tvennan hátt: - í fyrsta lagi með svonefndri NIR-aðferð (innrauð mæling) sem er fljótvirk og ódýr aðferð er byggir á samanburði við staðalsýni. Voru mælingarnar gerðar á 77 sýnum með þeirri aðferð. Það rýrir gildi niðurstaðna NIR-mælinganna að jöfnur sem notaðar voru til að reikna út styrk beiskjuefna í sýnunum byggðu á staðalkúrfum fyrir aðrar lúpínutegundir en alaskalúpínu. Þá er ekki ljóst hvort meðferð sýna, t.d. þurrkun og mölun, var sambærileg en vitað er að hún getur haft mikil áhrif á niðurtöður NIR- mælinga. Þetta atriði þýðir að raunverulegt beiskjuefnainnihald gæti verið annað en gildin sem fengust út úr mælingunum. Skekkjan ætti hins vegar að vera svipuð í öllum sýnunum, þannig að breytingar sem sjást í styrk beiskjuefna milli plöntuhluta eða eftir árstíma ættu að vera raunverulegar. Tíu þessara 77 sýna voru einnig mæld með gasgreiningu á Rala og fæst því samanburður á niðurstöðunum. - í öðru lagi fengust fimm sýni, af ofangreindum 77, mæld á sömu rannsóknastofu með gasgreiningu af Dr. Richard M. Keeler, sem hefur langa reynslu af rannsóknum og mælingum á beiskjuefnum í lúpínum (Keeler o.fl. 1976). Telja verður að niðurstöður Keelers gefi réttustu mynd af magni beiskjuefna í alaskalúpínunni. Þótt um fá sýni sé að ræða gefa þær samanburð við niðurstöður NIR-mælinganna. Öll þessi sýni voru af heilum sprotum frá sumrinu 1987 og var eitt sýni frá hverjum söfnunartíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.