Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 57

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 57
Efnasamsetning 55 Beiskjuefni Aðferðir Mælingar á beiskjuefnum (alkalóíðum) í alaskalúpínu fóru fram á tveimur stöðum. Á efnagreiningastofu Rala unnu Sigurður Ingason (1991) og fleiri að þróun aðferðar til mælinga beiskjuefna með útdrætti og gasgreiningu (GC), sem byggði m.a. á aðferðum Kristínar Ingólfsdóttur og Hylands (1990) og Priddis (1983). Valin voru nokkur sýni af lúpínum frá Korpu 1987 og 1991, sem áður var lýst í 1. kafla í þessu hefti. Alls fengust niðurstöður fyrir um 30 sýni (10. viðauki). Það skal tekið fram að innan ramma þessa verkefnis var ekki hægt að fara út í viðamiklar mælingar á beiskju- efnunum á Rala. Þessar mælingar gefa sennilega aðeins grófa mynd af magni og breytileika beiskjuefna í lúpínunni. Fjöldi sýna var ekki nógu mikill til að hægt væri að fá raunhæft mat á heildarstyrk beiskjuefna og greina breytingar á þeim yfir vaxtartímann. Þær ættu hins vegar að gefa til kynna hvaða beiskjuefni finnast helst í alaskalúpínu og í hvaða hlutfalli. Sýni, sem safnað var á Korpu 1987 og 1988, voru send á rannsóknastofu í Bandaríkjunum (Poisonous Plant Research Laboratory, U.S. Department of Agri- culture, Logan, Utah) að tilstuðlan Andrésar Arnalds. Þar var heildarmagn beiskjuefna mælt á tvennan hátt: - í fyrsta lagi með svonefndri NIR-aðferð (innrauð mæling) sem er fljótvirk og ódýr aðferð er byggir á samanburði við staðalsýni. Voru mælingarnar gerðar á 77 sýnum með þeirri aðferð. Það rýrir gildi niðurstaðna NIR-mælinganna að jöfnur sem notaðar voru til að reikna út styrk beiskjuefna í sýnunum byggðu á staðalkúrfum fyrir aðrar lúpínutegundir en alaskalúpínu. Þá er ekki ljóst hvort meðferð sýna, t.d. þurrkun og mölun, var sambærileg en vitað er að hún getur haft mikil áhrif á niðurtöður NIR- mælinga. Þetta atriði þýðir að raunverulegt beiskjuefnainnihald gæti verið annað en gildin sem fengust út úr mælingunum. Skekkjan ætti hins vegar að vera svipuð í öllum sýnunum, þannig að breytingar sem sjást í styrk beiskjuefna milli plöntuhluta eða eftir árstíma ættu að vera raunverulegar. Tíu þessara 77 sýna voru einnig mæld með gasgreiningu á Rala og fæst því samanburður á niðurstöðunum. - í öðru lagi fengust fimm sýni, af ofangreindum 77, mæld á sömu rannsóknastofu með gasgreiningu af Dr. Richard M. Keeler, sem hefur langa reynslu af rannsóknum og mælingum á beiskjuefnum í lúpínum (Keeler o.fl. 1976). Telja verður að niðurstöður Keelers gefi réttustu mynd af magni beiskjuefna í alaskalúpínunni. Þótt um fá sýni sé að ræða gefa þær samanburð við niðurstöður NIR-mælinganna. Öll þessi sýni voru af heilum sprotum frá sumrinu 1987 og var eitt sýni frá hverjum söfnunartíma.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.