Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 14

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 14
12 1. kafli plöntur sem mældar voru 1987 höfðu að meðaltali 27 stöngla, en 1988 var stöngulfjöldinn 20 að meðaltali. Mikill breytileiki var í uppskeru einstakra plantna eins og fram kemur á háu staðalfráviki (3. mynd). Allmikill munur var milli ára og var uppskera á flestum sláttutímum meiri 1987 en 1988. Á síðasta sláttutíma, í lok ágúst, var meðaluppskera á plöntu 445 g þv. árið 1987 en 228 g þv. árið 1988. Uppskerumunurinn stafar fyrst og fremst af mun í stöngulfjölda plantnanna (3. mynd) og hefur ekkert að gera með árferði. Þyngd sprota var að meðaltali meiri vorið 1987 en 1988 og jókst hann nokkurn veginn línulega yfir sumarið bæði árin (5. mynd). Vöxtur á sprota var nokkru meiri seinna sumarið. Að meðaltali var þurrvigt sprota mjög svipuð í lok ágúst bæði árin. Þurrvigt sprota (ofanvaxtar) var í beinu hlutfalli við fjölda stöngla sem plantan bar og var að meðaltali um 500 g þv. hjá 40 stöngla plöntu í lok ágúst (6. mynd). Þurrefnisinnihald plantnanna var um 10-20% og jókst það eftir því sem leið á sumarið. Var aukningin nokkuð jöfn og svipuð bæði árin (4. mynd). Árið 1988 var athuguð skipting uppskeru milli stöngla, blaða og blóma (7. mynd). í byrjun júní voru blöð stærstur hluti uppskerunnar, eða u.þ.b. 50% af þurrvigt. Stönglarnir voru þá um 45%. Er leið á sumarið og plönturnar stækkuðu minnkaði hlutfall blaða en jókst að sama skapi fyrir stöngla. í ágústlok voru blöð ekki nema um 30% af uppskerunni en stönglar 65%. Blóm héldu svipuðu hlutfalli í uppskerunni yfir allt tímabilið, eða um 5% af þurrvigt (7. mynd).

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.