Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 12

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 12
10 1. kafli meðalþurrefnisinnihaldi tíu stakra lúpínuplantna sem voru uppskomar í annarri tilraun sem gerð var samtímis á sama akri. Eftir að uppskerunni hafði verið safnað var öll lúpína innan reitanna slegin niður og fjarlægð. Uppskerumælingar 1988. Reitir voru afmarkaðir á sama hátt og árið áður og þeir slegnir á fimm mismunandi tímum yfir sumarið: 30. maí, 20. júní, 11. júlí, 2. ágúst og 22. ágúst. Sláttur og vigtun var gerð á sama hátt og árið áður. Niðurstöður Vaxtarferill lúpínunnar var svipaður bæði sumurin. Vöxtur byrjaði snemma og uppskeran jókst fram á síðasta sláttutíma (1. mynd). Sumarið 1987 virðist vöxtur hafa farið fyrr af stað en 1988 og lokauppskeran er einnig heldur meiri fyrra sumarið. í lok sumars 1987 nam uppskeran 776 g þv. m~2 en 707 g þv. nr2 1988. Veðurathuganir frá tilraunastöðinni á Korpu sýna að jarðvegshiti var talsvert meiri framan af sumri 1987 en 1988 (2. mynd), sem kann að skýra að einhverju leyti mun í vexti lúpínunnar þessi tvö sumur. 2.6.30.5. 22.6.20.6. 13.7.11.7. 6.8.2.8. 26.8.22.8. Sláttutími (Cutting date) 1. mynd. Uppskera alaskalúpínu eftir sláttutímum á Korpu sumurin 1987 og 1988. Meðaltöl 4 reita og staðalfrávik. Figure 1. Seasonal changes in dry weight of lupine shoots at Korpa during the summers of 1987 and 1988. Values are means (s.d.) ofn=4.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.