Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 61

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 61
Efnasamsetning 59 1984). Mælingar á uppskeru sumarsins 1988 sýndu að blöð alaskalúpínunnar eru mun próteinríkari en stönglamir og eykst sá munur eftir því sem líður á vaxtartímann. í lok ágúst var próteininnihald blaðanna yfir 20%, en stöngla innan við 10% (16. mynd). Alaskalúpínan virðist vera tiltölulega próteinrík miðað við mælingar á öðrum skyldum lúpínutegundum. Russel-lúpína á Nýja-Sjálandi reyndist innihalda um 26% prótein í sprotum í upphafi vaxtartíma og var það fallið niður í 15% að hausti (Kitessa 1992). Samanburður við mælingar á próteini í Lupinus latifolius frá St. Helens eldfjallinu (Braatne 1989) sýnir einnig heldur lægri gildi en í mælingum á alaskalúpínunni. Einæru fóðurlúpínurnar Lupinus angustifolius og L. luteus virðast heldur ekki taka alaskalúpínunni fram að próteininnihaldi (Ólafur Guðmundsson 1986; Ólafur Guð- mundsson & Sveinn Runólfsson 1986; Kitessa 1992). Roth o.fl. (1984) mældu prótein og fleiri orkurík efni í sprotum 107 belgjurtategundum með ræktun þeirra til orkuvinnslu í huga. Alaskalúpína var þar á meðal og var hún ein 11 tegunda sem best voru taldar uppfylla þau skilyrði sem sett voru. Próteininnihald alskalúpínunnar mældist fremur hátt, eða 21%, en af öðrum efnasamböndum mældist 8,6% fjölfenól, 2% jurtaolía og vetniskolefni (hydrocarbon). Trjálúpínan (Lupinus arboreus) var einnig meðal þessara tegunda og reyndist hún innihalda mest prótein, eða 35% af þurrefni (Roth o.fl. 1984). Steinefni Belgjurtir skera sig ekki verulega frá öðrum fóðurjurtum hvað steinefnainnihald varðar. í þeim er þó yfirleitt ívið meira af ösku og steinefnum en t.d. grösum (Ólafur Guðmundsson 1986). Niðurstöður efnagreininga á alaskalúpínunni benda í sömu átt, en þegar þær eru bornar saman við mælingar Gunnars Ólafssonar (1979) á efnainnihaldi túngrasa (sjá einnig Hólmgeir Björnsson og Friðrik Pálmason 1984) kemur í ljós að í sprotum lúpínunnar finnst í flestum tilvikum meira af kalsíum, magnesíum, kalíum og fosfór en í grösunum. Mestur er munurinn á kalsíuminnihaldi. Rannsóknir á einærri fóðurlúpínu (Lupinus angustifolius) hér á landi sýna einnig að hún er ösku- og steinefnarík í samanburði við áboma há og sker kalsíuminnihaldið þar sig sömuleiðis úr (Ólafur Guðmundsson og Sveinn Runólfsson 1988). Braatne (1989) hefur mælt köfnunarefnis- og steinefnainnihald (P, K, Ca, Mg, Na og Fe) frá vori til hausts í lúpínutegundunum Lupinus latifolius og L. lepidus þar sem þær uxu villtar á St. Hellens eldfjallinu. Sprotar L. latifolius eru yfirleitt heldur steinefnaríkari en hjá L. lepidus. Efnainnihald L. latifolius virðist áþekkt því sem er hjá alaskalúpínunni, en þessar tvær tegundir eru náskyldar eins og fram hefur komið. Trénisþættir Verulegur hluti af þurrefni plantna er myndaður af trénisþáttum, sem gegna mikilvægustu hlutverki sem byggingarefni í frumuveggjum. Meðal þessara efna eru

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.