Fjölrit RALA - 15.09.2001, Side 15

Fjölrit RALA - 15.09.2001, Side 15
7 Áburður 2000 Kadmín í jarðvegi á íslandi (132-9414) Haustið 1999 var hafist handa um að kanna styrk kadmíns í íslenskum jarðvegi en kadmín er í hópi óæskilegra þungmálma berist það inn í fæðukeðju mannsins. Kadmín hefur verið óhjákvæmilegur fylgifiskur fosfóráburðar til þessa. Verkefiiinu, sem notið hefiir nokkurs fjárstuðnings bæði ffá Áform-átaksverkefni og Framleiðnisjóði, er meðal annars ætlað að styrkja hreinleikaímynd landbúnaðarins í anda reglugerðar landbúnaðarráðuneytisins, þar sem er að finna ákvæði um leyfilegt hámarksmagn kadmins í áburði. Niðurstöður úr langtímatilraununum með fosfóráburð að Sámsstöðum sýna svo ekki verður um villst að kadmín hefur með tímanum safnast upp í jarðveginum við stöðuga notkun fosfóráburðar og á þetta bæði við tún á ffamræstri mýri og sandatún. Áhrif vaxandi fosfóráburðar (kg P/ha) á magn kadmíns (Cd) og „nýtanlegs" fosfórs (P), haustið 1999, i framræstu mýrartúni að Sámsstöðum (tilraun nr. 9-50) og á Geitasandi (tilraun nr. 3-59) í 0-10 sm jarðvegsdýpt, mælt i mg/kg af loftþurrum jarðvegi. kg P/ha á ári 0 13,1 21,9 26,2 30,6 Mýrartún Cd, mg/kg 0,30 0,37 0,43 - 0,48 0,62 P, mg/kg 2 6 - - 29 57 Sandatún Cd, mg/kg 0,23 0,29 - 0,34 - 0,41 P, mg/kg 7 25 - 55 - 115 Úr þessu má lesa að eftir 50 ára samfellda og ríflega notkun fosfóráburðar í hefð-bundinni túnrækt kann magn kadmíns í jarðveginum að hafa tvöfaldast. Þau jarðvegssýni sem skoðuð hafa verið benda til þess að töluverður munur kunni að vera milli landshluta. Þannig reyndist minnsta magn kadmíns í jarðvegi norðanlands 0,12 mg Cd/kg en sunnanlands hins vegar 0,25 mg Cd/kg. Og mesta magn norðanlands var 0,28 mg Cd/kg en 0,46 mg Cd/kg syðra. Þessar niðurstöður eru ekki mjög ffábmgðnar meðaltali hinna Norðurlandanna þótt ívið hærri séu. Rétt er þó að taka ffam að jarðvegur á norðaustur- og austurlandi er alveg ókannaður enn.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.