Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 14

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 14
1. mynd. Tengsl þurrkstigs og forþurrkunartíma heysins. Tengslum þurrkstigs (y) og forþurrkunartíma (x) má lýsa þannig: y = 29,7 + 0,645 x * = 0,49 p < 0,001 Fylgst var með þeim breytingum sem urðu á orkugildi heysins frá slætti og þar til kom að bindingu. Orkugildi heysins (FE/kg þe.) er reiknað eftir meltanleika þurrefnis þess. Meðaltölur orkugildis fyrir allar spildur bæði tilraunaárin voru þessar: viðslátt 0,816 ±0,071 a - við bindingu 0,764 ± 0,059 b - við bindingu 0,762 ± 0,048 Marktækur mismunur var á orkugildi heysins við slátt og bindingu (p<0,05). Liðamunur (a:b) er hins vegar ekki marktækur. Niðurstaðan styður það, sem áður hefur verið bent á (Bjami Guðmundsson 1991), að við forþurrkun á velli verður rýmun fóðurefnanna einkum á fyrstu stundunum eftir sláttinn. Þá var athuguð fylgni orkugildis heysins við slátt (x) og orkugildis þess við bindingu (y). Fylgninni má lýsa þannig: a - liður: y = 0,49 + 0,34x r2 = 0,19 p > 0,05 em b - liður: y = 0,36 + 0,53x r2 = 0,62 p < 0,01 í a-lið reyndist fylgnin ckki marktæk, gagnstætt b-lið þar sem hún reyndist fremur sterk. Hallatölurnar benda til þess að mismunur orkugildis við slátt og bindingu hafi farið vaxandi með orkugildi heysins við sláttinn. Fallið varð m.ö.o. meira í orkuríku heyi (>0,75 FE/kg þe.við slátt) en orkusnauðu. Skýringin kann að liggja í öflugri efnaumsetningu (t.d. öndun) orkuríka (snemmslegna) heysins en hins orkusnauðara - og að í hinu fyrmefnda hafi verið meira af auðleysanlegum efnum. Svipuð áhrif komu fram f rannsókn Þóroddar Sveinssonar (1994). 3.2 Þéttleiki bagga Fyrir verkun heysins og geymslukostnað skiptir máli að heyið falli sem þéttast í baggana. Rúmþyngd heysins f böggunum var mæld strax að bindingu lokinni. Reiknað var aðhvarf rúmþyngdar að þurrkstigi heysins. Notuð voru meðalgildi bagga af hverri spildu hvors 8

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.