Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 17

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 17
3.3.3 Þurrefnistap við geymslu Þurrefnistap við verkun heysins og geymslu í rúlluböggunum var metið sem létting bagganna frá bindingu fram að gjöfum. Er þá gert ráð fyrir að plasthjúpuxinn hafi að ö!lu leyti hindrað vökvaflæði til og frá heyinu en að gasflæði kunni hins vegar að hafa orðið. Við bindingu var heyið f öllum tilvikum það þurrt að ekki gat verið um afrennsli frá því að ræða. Útlit heysins bar það með sér að geijun hafði orðið umfangsiítil. Þungarýmunin ætti því að geta gefrð rökstudda hugmynd um þurrefnistapið við geymslu sem a.m.k. dugir til samanburðar á milli tilraunaliða. Deplaritið á 3. mynd sýnir tengsl reiknaðs þurrefnistaps og þurrkstigs heysins við bindingu. Háarbaggamir eru ekki með í þessu uppgjöri þvf vigtun á nokkram þeirra misfórst svo eftir stóðu of fáar mælingar. Tapið er sáralítið. Dreifing gildanna er nokkur og telst munur á meðaltapi á milli liðanna ekki marktækur; í a-lið reiknaðist tapið hafa verið Q£±0,1% en QJ+0,8% í b-lið: Cu 3 09 O) Im u Þurrefni heysins við bindingu, % 3. mynd. Áhrif þurrkstigs á þurrefnistap við geymslu rúliuheysins. Þar sem ekki var um liðamun að ræða var gildum úr báðum liðum slegið saman til athugunar á aðhvarfi. Reyndist marktæk fylgni vera á milli hins reiknaða taps og þunkstigs heysins. Tengslum breytistærðanna má lýsa þannig: y = 2,14 - 0,035 x r*= 0,48 p < 0,01 Líkingin fellur vel að hinni almennu reglu um aðhvarf geymslutaps heys að þurrkstigi þess (sjá t.d. Bjartnes et al. 1981). Eftir líkingunni verður tapið ekkert (y = 0) við 61% þurrefni, sem tæpast er raunveralegt þótt heyið hafi sýnilega verkast vel. Hér gæti því hugsanlega verið um að ræða línuleg skekkjuáhrif, t.d. tengd vigtun heysins. 3.3.4 Breytingar á fóðurgildi heysins Með því að bera saman efnamælingar á sýnum teknum úr böggunuin við bindingu og sýnum, sem tekin vora úr sömu böggum við gjafir, má fá hugmynd um það hvernig varðveisla fóðurefnanna hefur tekist. í 4. töflu eru meðalniðurstöður tilraunaáranna tveggja hvað varðar meltanleika þurrefnis og hrápróteinmagn þess: 11

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.