Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 4

Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 4
Bláa lónið gefur sumargjöf Bláa Lónið opnar aftur og býður gesti velkomna frá og með 19. júní næstkomandi og gefur í tilefni þess öllum einstaklingum, fjórtán ára og eldri, 5.000 kr. inneign upp í Premium-aðgang Bláa lónsins. Hægt er að nálgast inneignina og allar upplýsingar á vefsíðu Bláa lónsins en nýta má inneignina til og með 31. ágúst 2020. Með Premium-aðgangi njóta gestir Bláa lónsins alls þess besta sem lónið hefur upp á að bjóða og fá meðal annars: • Aðgang í Bláa lónið. • Kísil- og þörungamaska ásamt hraunskrúbbi á Maskabarnum. • Afnot af handklæði, baðsloppi og inniskóm. • Drykk að eigin vali á Lónsbarnum. • Drykk með matseðli á Lava, veitingastað Bláa lónsins. Frítt er fyrir börn þrettán ára og yngri. Gestir fimmtán ára og yngri þurfa að mæta í fylgd með fullorðnum. Bláa lónið verður opið alla virka daga í sumar frá klukkan 12 til 22 og um helgar frá 10 til 22. Vetrarkorthafar Bláa lónsins fá kort sín framlengd út ágúst 2020. Á vefsíðu Bláa lónsins er nú einnig að finna sérkjör fyrir sumarið á Silica og Retreat hótelunum. Með þeim er verið að höfða til innlenda markhópsins sérstaklega með það að markmiði að kynna einstakt vöruframboð félagsins. „Við hlökkum til að bjóða gesti velkomna á ný. Bláa lónið hefur verið lokað síðastliðna þrjá mánuði og hefur tíminn verið nýttur til að sinna viðhaldi og öðrum innviðaverkefnum. Við erum því vel í stakk búin að taka á móti þeim gestum sem til okkar koma í sumar og vonum auðvitað að sem flestir Íslendingar heimsæki Bláa lónið og geri sér glaðan dag. Bláa lónið er eitt af 25 undrum veraldar og einstakt upplifunar- og þjónustufyrirtæki hér á landi. Með þessum sérkjörum og sumargjöfinni erum við að stíga okkar fyrstu skref af mörgum í viðspyrnu ferðaþjónustunnar á Íslandi,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í tilkynningu. Nýlega skrifuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Skúli J. Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís ehf., undir samning um hönnun og kaup á tveimur nýjum vatnsrennibrautum og stigahúsi við Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Rennibrautir frá Sportís urðu fyrir valinu að undangengnu útboði. Rennibrautirnar verða með lýsingu, hærri brautin 74 metri að lengd í um níu metra hæð. Styttri rennibrautin er 28 metrar og í um 4,5 metra hæð. Turninn verður lokaður og tíu metra hár. Hægt verður að stýra lýsingu og hljóði í brautunum til að auka upp- lifun gesta. Áætlað að nýjar renni- brautir verði teknar í notkun í lok september á þessu ári. Í sumar verður farið í framkvæmdir við útisvæði Sundmiðstöðvar við Sunnubraut en þær fela í sér að svæðið vestan við útilaug verður brotið upp og nýtt pottasvæði verður komið fyrir þar. Nýja rennibrautin verður sett upp sunnan við sama svæði. Rennibrautin verður tvöföld og töluvert stærri en núverandi rennibraut og var horft til útlits og upplifunar þegar hún var valin. Uppgönguturn að rennibrautum verður lokaður og upphitaður. Framkvæmdinni verður skipt upp í tvo áfanga. Í fyrri áfanga verður rennibraut fjarlægð, steypt áhorfendasvæði brotin í burtu, byggðir upp tveir heitir pottar og einn kaldur pottur. Í áfanga tvö verður sett upp saunaklefi og vatnsgufa. Einnig nýir útiklefar fyrir karla og konur. Framkvæmdir munu hefjast núna í júní og verktími er áætlaður fjórir mánuðir. Ekki er fyrirhuguð lokun á sundlauginni meðan á framkvæmdum stendur heldur er áætlað að loka af vinnusvæðið t i l að röskun á starfssemi Sundmiðstöðvarinnar verði eins lítil og mögulegt er, segir á vef Reykjanesbæjar. Nýjar vatnsrennibrautir og framkvæmdir við Sundmiðstöð Reykjanesbæjar 4 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.