Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.06.2020, Blaðsíða 6
Þann 17. júní ár hvert frá árinu 1945 hefur stærsta fána landsins verið flaggað á fánastönginni sem staðsett er í Skrúðgarðinum í Keflavíkur- hluta Reykjanesbæjar. Fáninn er um 25 fermetrar að flatarmáli og var flaggað í fyrsta sinn 17. júní 1944 á Þingvöllum. Með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur strax að af- loknum hátíðarhöldunum á Þingvöllum. Fánanum var flaggað fram yfir 1970 en þá var skipt um fána. Þeim fána var svo skipt út kringum árið 2010. Í ár er þriðja kynslóð þessa fána flaggað en sá elsti er varðveittur á Byggðasafni Reykjanesbæjar og það er hann sem sést á myndinni hér að neðan. Um fánastöngina hefur verið ritað að hún sé einn af þeim merkilegustu gripum sem sjá má í Reykjanesbæ. Jón Tómasson, stöðvarstjóri, ritaði í 10. tölublað blaðsins Eining frá 1. október 1949 um fánastöngina í Skrúðgarðinum í Keflavík: „Þó er hér einn sá hlutur, sem ég hygg að sé ein- stæður hér á landi, en það er „17. júní stöngin“. Það er ákaflega mikil flaggstöng úr steinsteypu og járni. Framan á fótstallinum er upphleypt mynd af Jóni Sigurðssyni, en landvættirnir eiga að prýða horn stallsins. Á „17 . júní stönginni“ er fáni dreginn að hún aðeins einu sinni á ári – á þjóðhátíðardegi vorum. Umhverfis stöngina á að koma minja- og skrúðgarður og hefur hann verið skipulagður í aðalatriðum, en framkvæmdir ekki hafnar, svo að enn er þar autt svæði, sem um nokkurt skeið hefur verið notað sem íþróttaleik- vangur. Þangað hópast fólkið 17. júní og fáninn er dreginn að húni stangarinnar með mikilli við- höfn. Þó stöngin standi lágt, gnæfir hún yfir alla byggðina og fáninn sést alls staðar að úr bænum. Undir fána „17. júní stangarinnar“ sameinast hugir allra, sem þjóðlegheitum og vorum unga bæ unna. Stöngin var vígð af Séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum á þjóðhátíðardaginn 1945. Hún var síðan lengd og settur undir hana hærri fótstallur. Nú er heildarlengd stangarinnar með fótstalli um 17,5 metrar. Hönnuður fótstallsins var Helgi S. Jónsson og Sævar Helgason gerði landvættirnar eftir teikningum Helga. Framan á miðjum stöpl- inum sem snýr að Suðurgötu eru stafirnir 17. júní 1944 og á þeirri hlið sem snýr inn í garðinn er lágmynd af Jóni Sigurðssyni, gerð af Ríkarði Jóns- syni. Á hverju horni eru súlur sem gnæfa upp fyrir stöpulinn og eiga að minna okkur á festu og óbilandi hugrekki þjóðarinnar og einnig tákna þær keflin sem staðurinn Keflavík heitir eftir. Út frá hverjum stöpli rísa svo landvættir Íslands. Umhverfis stöpulinn er steypt blómaker sem táknar fósturjörðina og þar skal plantað hrein- blárri íslenskri Fjólu með umgjörð úr hreinhvítum lágum kantblómum; tákn hreinleikans og bláhvíta íslenska fánans í upphafi aldarinnar. Upphaflega var eingöngu ætlast til að Íslenski þjóðfáninn dreginn að húni 17. júní ár hvert og ekki við önnur tækifæri. Þessi regla hefur þó þrívegis verið brotin, eða þegar forsetar lýðveldisins hafa komið í opin- bera heimsókn til Keflavíkur.“ Lýðveldisfáninn frá Þingvöllum 1944 fór til Keflavíkur Frá lýðveldishátíðinni 1944 Íslenski fáninn sem flaggað var í fyrsta skipti á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins árið 1944. Árið eftir var fánanum flaggað í skrúðgarðinum í Keflavík. Hér er fáninn á Byggðasafni Reykjanesbæjar. • AF FACEBOOK-SÍÐU BYGGÐASAFNS REYKJANESBÆJAR • 6 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.