Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 12
Miðvikudaginn 22. júlí verður Skötumessan 2020 enn og aftur haldinn í Gerðaskóla í Garðinum. Borð-
hald hefst klukkan 19:00 og að venju er boðið upp á glæsilegt hlaðborð af skötu, saltfiski, plokkfiski og
meðlæti og rómuð skemmtidagskrá að venju flutt af fólki sem leggur Skötumessunni lið.
Þar sem aðsóknin fór langt
fram úr áætlun í fyrra verður
magn seldra miða í forsölu
takmarkað við 450 manns.
Seljist þeir miðar upp verður
engin sala við dyrnar eins og
áður. Forsalan er því trygg-
ing fyrir sæti á Skötumess-
unni.
Vegna COVID-19 hefur verið
haft samband við sóttvarnaryfir-
völd og þau verða með í ráðum
við endanlega framkvæmd fram-
kvæmd kvöldsins en nú er leyfilegt
að vera með samkomu fyrir allt að
500 manns. Boðið verður upp á borð
fyrir þá sem vilja meira pláss. Það
verður þó takmarkaður fjöldi.
Skólamatur sér um matinn eins og
áður og skemmtidagskráin saman-
stendur af hefðbundnum atriðum.
Dói og Baldvin sjá um harmonikku-
leik á meðan fólk er að koma sér
fyrir og síðan rekur hver dagskrár-
liðurinn sig af öðrum og verður það
auglýst nánar þegar nær dregur. Þá
verða styrkir afhentir og að lokum
verða stuttir tónleikar eins og áður.
Skötumessan haldin í Gerðaskóla í júlí
Skötumessan hefur árlega veitt styrki til ýmissra málefna. Hér eru styrkþegar á síðasta ári.
Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag á timarit.is
Vantar þig eitthvað gamalt og gott að lesa í sumarfríinu?
VILT ÞÚ VERÐA EINN
AF ÞEIM?
Árlega mæta rúmlega 450
manns á Skötumessuna og
borða til blessunar eins og
dómkirkjupresturinn orðaði það
svo skemmtilega á Skötumessunni.
Við leggjum öll saman í þetta verkefni og erum líka
öll viðstödd þegar styrkjunum verður útdeilt. Styrkir
kvöldsins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda í þeirri
aðstöðu sem uppi er í þjóðfélaginu.
Ég spyr því þig lesandi góður. Vilt þú ekki verða einn af
þeim sem leggja fötluðum og þeim sem eru hjálpar þurfi
lið. Vinnufélagar og kaffifélagar víða á Suðurnesjum,
nú er tækifæri til þess og við erum öll í sama liðinu og
finnum hvað þetta kvöld getur skiptir miklu máli fyrir
þá sem við styðjum.
Verð aðgöngumiða er 5.000 krónur. Það hjálpar til að
greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrir-
fram eins og vant er en reikningsnúmerið er:
0142-05-70506, kt. 580711-0650
Skötumessan er í annað skipti haldinn í sameiginlegu
sveitarfélagi og því sérstakt tækifæri fyrir íbúa Suður-
nesjabæjar að gera Skötumessuna að sinni árlegu bæjar-
skemmtun, mæta vel og styðja við verkefni í heima-
byggð.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Gerðaskóla mið-
vikudaginn 22. júlí, mæta tímanlega og finna sér sæti
og hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og Baldvin fyrir
kvöldverðinn.
Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.
Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru Fisk-
markaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, Icelandair Cargo,
Suðurnesjabær o. fl.
12 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR
Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.