Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 18.06.2020, Qupperneq 14
Starfsemi Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum er ansi merkileg og ekki síður nauðsynleg í nútímasamfélagi en hún var stofnuð árið 2010. Stofnendur voru Rauði kross Íslands og Suðurnesjadeild hans, Reykjanesbær, Vinnumálastofnun, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Félag iðn og tæknigreina. Helstu markmið eru að hjálpa ungu fólki á aldrinum 16 til 24 ára að finna sitt áhugavið, öðlast starfsreynslu og auka þar með möguleika á þáttöku í atvinnulífi eða komast í nám. Fleiri mannbætandi þætti mætti nefna meðal markmiða en um tvöhundruð ungmenni hafa verið undir handleiðslu Fjölsmiðjunnar frá opnun og nú nýlega voru tvö ungmenni að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla eftir að hafa hafið þann veg í Fjölsmiðjunni. Í Fjölsmiðjunni er Kompan sem er nytjaverslun og nýjasta afurðin er reiðhjólaverkstæði. Þorvarður Guðmundsson stýrir málum á staðnum og við hittum hann í Fjölsmiðjunni og ræddum við hann um starfsemina. „Það er rosalega margt í gangi hérna. Þetta er vinnuþróunarsetur fyrir krakka sem hafa lent í óvirkni eða dottið út af vinnumarkaði. Þeim er vísað til okkar frá félagsþjónust- unni og Vinnumálastofnun. Frá upphafi hafa farið um 200 krakkar hér í gegn. Þau eru tuttugu og tvö hérna núna á aldrinum 16 til 24 ára. Hér eru þau í þjálfun við að komast í virkni og æfa sig á atvinnumarkaði.“ – Hver eru helstu verkefnin? Þið rekið hérna verslun og eitthvað fleira. „Kompan er sýnilegi hlutinn af okkar starfsemi. Þessi nytjamarkaður hefur bara stækkað og stækkað. Það eru mörg störf sem eru starfsþjálf- unarstörf sem tengjast þessu, s.s. í afgreiðslu og undirbúningi. Kompan er það sem hefur haldið okkur á floti og við njótum þess að fólk á Suður- nesjum er mjög velviljað í okkar garð. Við fáum mikið af góðum munum sem við svo seljum. Þetta eru munir sem eru að koma frá fólki og fyrirtækjum. Fólk er farið að hugsa út í það að það vilji ekki henda hlutum og vill frekar gefa þeim fram- haldslíf hjá einhverjum öðrum.“ – Hvaða munir eru þetta? „Í rauninni allt sem tengist heimili nema fatnaður. Fatnaður og skór fer til Rauða krossins en við erum með húsmuni og húsgögn. Hér eru skrautmunir, geisladiskar, plötur og bækur en við seljum helling af bókum. Við fáum ofboðslega mikið af góðum vörum. Barnakerrur, reið- hjól og margt fleira. Við erum með sendibíl í gangi allan daginn alla daga að ná í vörur og keyra heim fyrir fólk.“ Reiðhjólaverkstæði fer vel af stað hjá Fjölsmiðjunni Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Páll Ketilsson pket@vf.is 14 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.