Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 17

Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 17
Grunnnámskeið vinnuvéla kennt í fyrsta sinn hjá Keili Vinnuverndarskóli Íslands mun á næstu miss- erum hefja kennslu á grunnnámskeiði vinnu- véla. Það veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir. Fyrirkomulag námsins Opnað verður fyrir námskeiðið þann 23. júní næstkomandi. Hægt er að skrá sig í námið strax í dag og hefja nám hvenær sem er frá þeim degi. Þátttakendur geta lagt stund á námið á sínum hraða og þannig hentar námskeiðið vel með vinnu. Ljúka þarf námskeiðinu innan tveggja mánaða eftir að skráning hefur borist en reikna má með í það minnsta tíu til tólf dögum að lágmarki. Námskeiðið er aðgengilegt öllum sem náð hafa sextán ára aldri en til þess að geta fengið full- gild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn sautján ára og hafa bílpróf. Öll námskeið Vinnuverndarskólans eru kennd í vendinámi og mun námið því vera að mestu leyti gagnvirkt. Nemandi horfir á fyrirlestra, les ítar- efni, horfir á myndbönd og leysir verkefni. Hægt er að horfa á hvern hluta eins oft og hver ein- staklingur þarf eða vill. Til þess að komast áfram í námskeiðinu þurfa nemendur reglulega að stan- dast krossapróf en því lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands. Námskeiðið fylgir námsskrá Vinnueftirlitsins. Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að nám- skeiði loknu. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara fram Vinnueftirlitinu en öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnu- stöðum nemenda. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um námið Alltaf ferskt og fjölbreitt úrval ... svo tökum við á móti ykkur með bros á vör Fiskbúð Reykjaness þar sem ferðalag bragðlaukanna hefst Brekkustíg 40 // Þjónustum fyrirtæki og mötuneyti – pöntunarsími 783-9821 // Opið virka daga frá 10 til 19 Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.