Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Síða 36

Víkurfréttir - 18.06.2020, Síða 36
Við athöfnina voru brautskráðir 109 nemendur af Háskólabrú, 78 atvinnuflugnemar og 22 ÍAK styrktarþjáflarar. Sökum raskanna á skólahaldi í vor frestast braut- skráning nemenda úr ÍAK einka- þjálfaranámi en útskrift þeirra fer fram með nemendum úr verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í ágúst. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, auk þess sem Þorgrímur Þráinsson flutti hátíðarræðu. Vegna aðgangs- takmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi á samfélagsmiðlum Keilis. Tvöþúsundasti nemandinn frá Háskólabrú Keilis og hæsta meðaleinkunn frá upphafi Háskólabrú Keilis brautskráði samtals 109 nemendur úr öllum deildum. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, stýrði útskrift og afhenti viður- kenningarskjöl ásamt Margréti Hanna, verkefnastjóra. Dúx Háskólabrúar var Valdís Steinars- dóttir með 9,73 í meðaleinkunn. Er þetta hæsta meðaleinkunn af Háskólabrú frá upphafi. Hún fékk peningagjafir frá Arion banka og Keili. Þá fékk Alexandra Rós Jankovic menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir góðan námsárangur á Háskólabrú og eftirtektarverða þrautseigju. Harpa Ægisdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Þau tímamót voru við þetta tæki- færi að tvöþúsundasti nemandinn útskrifaðist af Háskólabrú og féll sá heiður Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Eftir athöfnina hafa samtals 2.020 nemendur brautskrást af Háskólabrú frá fyrstu útskrift skól- ans árið 2008 og hafa langflestir Keilir útskrifaði samtals 209 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 12. júní 2020 og er þetta fjölmennasta brautskráning nemenda skólans frá upphafi. Samtals hafa nú 3.858 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007. 36 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. Fjölmennasta útskrift í sögu Keilis Dúx Háskólabrúar var Valdís Steinarsdóttir með 9,73 í meðaleinkunn. Er þetta hæsta meðaleinkunn af Háskólabrú frá upphafi.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.