Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Qupperneq 8

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Qupperneq 8
8 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 „Það er mjög mikilvægt að fylgja þeim sem lent hafa í óhöppum vel eftir, alveg frá því að þeir slasast eða veikjast og þangað til þeir fara aftur til vinnu,“ segir Guðni. „Það þarf að vísa þeim sem hafa af einhverjum ástæðum orðið óvinnufærir áfram í kerfinu, finna réttu úrræðin til að ná bata og tryggja að þeir komist aftur í vinnu, hvort sem það er á sjó eða við annað. Við sjá í dag fleiri snúa aftur til vinnu eftir slys eða óhöpp en fyrir 10-15 árum. Tilfinningin er að stærri örkumlandi slysum hefur fækkað, en betur má ef duga skal og það þarf alltaf að vera á tánum varðandi öryggismál sjómanna. Hér má aldrei slaka á.“ Annar mikilvægur þáttur í auknu heilsufari er leiðbeiningar og markmiðasetning. Með reglulegum heilsufarsmælingum, blóð- og þvagprufum, sjónmælingum, heyrnarmælingum, blóðþrýstings- mælingum og fleira skapast einnig vettvangur til að leiðbeina áhafnar- meðlimum um það sem betur má fara í mataræði, hreyfingu, svefnvenjum og öðru sem er til þess fallið að bæta heilsu einstaklinga. Það segir sig sjálft að sjómenn hafa ekki sama aðgang að líkamsræktarstöðvum, sundi eða útivist á meðan þeir dvelja á hafi úti nema í litlum mæli en Guðni segir að þess heldur sé mikilvægt að setja sér skýr markmið og fá leiðbeiningar, til dæmis um æfingar sem hægt er að gera út á sjó og hvetja menn til að nýta þá aðstöðu sem er um borð í sumum skipum. Hraustari en áður Spurður hvort munur sé á heilsufari sjómanna í dag og fyrir 20 árum, þegar þau hófu að veita þessa þjónustu, segir Guðni að almennt séð séu sjómenn hraustari en áður. Hann tekur þó fram að skortur sé á almennum rannsóknum þess efnis, en þetta mat byggi hann á reynslu sinni og þekkingu. „Sjómennskan í dag er ekki sú sama og hún var fyrir 20 árum og hvað þá þegar horft er lengra aftur í tímann,“ segir Guðni. „Það virðist vera að hraustari menn, ef þannig má taka til orða, veljist á sjó nú. Það kann að skýrast að miklu leyti af því að sjómönnum hefur fækkað samhliða betri skipum og betri tækjabúnaði um borð auk þess sem atvinnulífið er fjölbreyttara nú en áður. Hér á árum áður fóru margir á sjó án þess að eiga um marga aðra kosti að velja en nú eru frekar einstaklingar um borð sem velja sér þetta starf umfram önnur. Sjómannastéttin er líka að eldast því nú geta menn verið lengur á sjó en áður var vegna breytinga á eðli vinnunnar.“ Mikið álag á stoðkerfið Guðni segir að enn beri þó nokkuð á álagsmeiðslum um borð í skip- um, jafnvel þó svo að tækjabún- aður og annar útbúnaður sé betri en áður. Sjómennska er og verður áfram líkamlega erfitt starf. „Það er enn mikið álag á stoðkerfi líkamans, svo sem vöðva og liði,“ segir Guðni. „Útbúnaður um borð hefur tekið miklum framförum og líkamlegt erfiði hefur í mörgum tilvikum minnkað. Fólk hefur líka lært að beita sér öðruvísi en áður við erfiðisvinnu, til dæmis við að lyfta þungum hlutum, auk þess að hugsa meira um öryggi og forvarn- ir. Þrátt fyrir þetta allt saman er enn álag á stoðkerfið. Það kunna að vera ýmsar skýringar á því, sumir verkferlar fela enn í sér erfiða líkamlega vinnu, sjómenn standa mikið við vinnu sína, beita sér á ákveðinn hátt, vinna við mikinn hávaða, svefninn er ekki reglulegur og þannig mætti áfram telja. Þarna eigum við enn mikið verk eftir óunnið.“ Andlegt heilbrigði mikilvægt Guðni vekur máls á því að á undanförnum árum hafi einnig orðið mikil vitundarvakning um andlegt heilbrigði sjómanna. „Það má í einföldu máli segja að vandamálið hafi verið tvíþætt á árum áður, annars vegar að menn létu ekki vita af andlegum veikindum sínum, t.d. þunglyndi eða kvíða, og hins vegar að útgerðirnar voru ekki með úrræði í boði þegar slík mál komu upp,“ segir Guðni. „Þetta hefur breyst mikið. Menn eru ófeimnari við að tjá sig um þessi mál, enda upplifa sjómenn þunglyndi og kvíða eins og aðrir. Þeir eru mikið frá fjölskyldum sínum, svefninn er óreglulegur og það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á andlega heilsu. Að sama skapi ríkir meiri skilningur á þessum málum, bæði hjá útgerðunum sjálfum og á meðal skipstjórnar- manna, og almennt vilja þessir aðilar leggja sig fram við að bjóða upp á lausnir og úrræði þar sem sjómenn geta fengið viðeigandi aðstoð. Það er mikil framför og ekki síður mikilvægt en að sinna líkamlegri heilsu.“ - gfv Uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur n Sem fyrr segir hafa ekki verið gerðar ítarlegar rannsóknir á heilsufari sjómanna á liðnum árum. Svanlaug gerði þó rannsókn á þyngd íslenskra sjómanna á fiskiskipum sem eru 500 brúttótonn og stærri árið 2012. Rannsóknina gerði hún vegna mastersritgerðar sinnar þegar hún, fyrst Íslendinga, lauk prófi í sjómannaheilsu (e. Master of Maritime Health) frá Háskólanum í Cadiz á Spáni. Rannsókn Svanlaugar leiddi í ljós að 6% íslenskra sjómanna uppfylltu ekki kröfur sem gerðar voru á þessum tíma um atgervi sjómanna, þar sem þeir voru of þungir (með BMI-stuðul yfir 35). Í flestum löndum í kringum okkur, til dæmis í Noregi og Danmörku, hafa yfirvöld innleitt staðla í lög og reglugerðir um sjómennsku. Nær fjórðungur sjómanna var í offituhópi þegar horft var til BMI-stuðuls. Þó var tekið fram að BMI-stuðullinn endurspeglaði ekki endilega raunverulega líkamsfitu, þar sem margir sjómenn væru vöðvamiklir. Aðeins 25% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru í kjörþyngd. Þegar tölurnar voru bornar saman við sambærilegar rannsóknir erlendra aðila kom þó í ljós að ofþyngd er vaxandi vandamál bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Þá var einnig vikið að mataræði um borð í skipum, sem skýrir að hluta þá þróun sem átt hafði sér stað, auk þess sem margar áhafnir ráku sínar eigin sjoppur um borð í skipum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeir sjómenn sem störfuðu á átta tíma vöktum (í stað sex tíma vakta) voru líklegri til að nýta líkams- ræktartæki um borð þar sem þeim var til að dreifa. Lausleg yfirferð Sjómannadagsblaðsins gefur til kynna að á þessu hafi orðið breyting á liðnum árum, þá sérstaklega þegar kemur að mataræði um borð í skipum. Framþróun í mataræði á landi hefur að einhverju leyti skilað sér í eldhús skipanna; hugað er að kolvetnisminni mat og hollara fæði almennt. Útbúnaður um borð hefur tekið miklum framförum og líkamlegt erfiði hefur í mörgum tilvikum minnkað. Fólk hefur líka lært að beita sér öðruvísi en áður við erfiðisvinnu. guðni segir að fyrir utan aukna áherslu á líkamlegt heilbrigði hafi á undanförnum árum einnig orðið mikil vitundarvakning hvað varði andlegt heilbrigði sjómanna. Mynd/Hreinn Magnússon Á síðustu 30 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.