Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Page 10

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Page 10
10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 í framtíðarþróun á tækjum og tólum landhelgisgæsl- unnar má gera ráð fyrir því að fjareftirlit með drónum og gervitunglum spili stórt hlutverk. F rá því að fyrsta varðskipið sem smíðað var fyrir Íslendinga kom til landsins fyrir 94 árum, gufuskipið Óðinn, hefur Landhelgisgæslan haft það hlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við verndun fiskimiða, björgunarstörf á hafi og við strendur landsins og aðra þjónustu við landsmenn sem breytist eins og eðlilegt er í tímans rás. Hröð tækniþróun, aukin menntun sjó- manna, betri búnaður og breytingar á umhverfinu eru allt þættir sem hafa – og munu hafa til frambúðar – áhrif á öryggismál á hafi úti. Til þess að geta sinnt hlutverki sínu hefur Landhelgisgæslan í gegnum tíðina þurft á ýmiss konar búnaði að halda, svo sem skipum, þyrlum, flugvélum og öðrum tækjum. Allt þróast það með tímanum og f yrir stofnun eins og Landhelgisgæsluna er nauðsynlegt að horfa lengra fram í tímann en til dagsins í dag. Sú staða sem myndast hefur vegna COVID-19 heimsfaraldursins hefur sýnt hversu hratt aðstæður geta breyst til skemmri tíma, til að mynda fjárhagur ríkisins. Það sem mun þó ekki breytast í f yrirsjáanlegri framtíð er að skipasiglingar í kringum landið munu halda áfram að aukast, sjávarafurðir verða áfram sóttar og nauðsynlegt verður að búa yfir getu til að geta sinnt brýnum ör yggisþáttum á sjó og landi. Þannig má sem dæmi nefna að þrátt f yrir að útboði á þremur nýjum þyrlum hafi verið frestað um sinn er ljóst að á einhverjum tímapunkti mun þurfa að kaupa eða leigja hingað til lands nýjar þyrlur. TF-SIF mögulega síðasta flugvélin Það má segja að þarfagreining framtíðarinnar sé í sífelldri vinnslu innan Landhelgisgæslunnar. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, segir í samtali við Sjómannadagsblaðið að mikilvægt sé að horfa til framtíðar þegar hugað er að öryggismálum og nýta bæði tækniþróun og þekkingu. „Við erum sífellt að huga að framtíðinni, horfa 20-30 ár fram í tímann og huga að þeirri tækniþróun sem er að eiga sér stað hverju sinni,“ segir Georg. „Það á ekki aðeins við um skip og loftför, og um leið útbúnað þeirra, heldur einnig um annan búnað til að sinna fjareftirliti, mengunareftirliti og fleiri þáttum. Hafsvæðið í kringum Ísland er gífurlega stórt og eina leiðin til að hafa yfirsýn yfir það allt er fjar- eftirlit. Við getum notað ger vitungl til að hafa yfirsýn en um leið þurfum við að hafa þann búnað sem þarf til að bregðast við þegar á reynir, hvort sem það eru skip eða þyrlur.“ Landhelgisgæslan fékk mannlaust loftfar, dróna, til notkunar í fjóra mánuði á síðasta ári. Það var gert út frá Egilsstaðaflugvelli til að hafa sem minnst áhrif á flugleiðir. Var það samstarfsverkefni Siglinga- ör yggisstofnunar Evrópu (EMSA) og Landhelgisgæslunnar og var dróninn notaður við löggæslu, leit og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland. Dróninn gaf góða mynd af svæðinu, kom auga á meint brottkast, fann bát sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði ekki náð sambandi við og auðkenndi óþekkt skip og báta í lögsögunni. „Þessi tækni er skammt á veg komin en þróunin er hröð,“ segir Georg. „Reynslan af þessu tilraunaverkefni var góð og það er ljóst að framtíðin felst í þessari lausn. Við vitum þó ekki hvenær, því þrátt fyrir að hafa mikið flugþol fara þeir hægt yfir, þeir eru við- kvæmir fyrir veðrum og eru enn dýrir bæði í kaupum og rekstri. Þetta gæti þó breyst á næstu árum. Sú flugvél sem Drónar og gervitungl eru framtíðin Menntun og þjálfun sjómanna mikilvæg n Georg nefnir að fyrra bragði hversu mikilvæg menntun sjómanna er þegar kemur að öryggismálum. „Þegar við horfum til framtíðar og veltum fyrir okkur hvernig við getum aukið öryggi og fækkað slysum, stórum sem smáum, þá skiptir menntun og þjálfun sjómanna miklum máli,“ segir Georg. „Hér urðu engin banaslys á sjó á árunum 2017 til 2019. Þar gegnir þjálfun og menntun Slysavarna- skólans miklu hlutverki. Við sjáum mikinn mun á íslenskum og erlendum skipum í þessu sam- hengi. Íslenskir sjómenn læra að undirbúa þyrlubjörgun, hífingar og annað sem skiptir máli þegar á reynir. Þeir hljóta þjálfun í að takast á við eldsvoða, það eru gerðar kröfur um öryggisbúnað og þannig mætti áfram telja. Með tímanum hafa skip líka orðið betri og öruggari og það sama má segja um búnaðinn um borð. Við vitum ekki alltaf hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að þessi þróun mun halda áfram.“ við þurfum samt alltaf að miða við að þyrlurnar geti flogið rúmar 200 sjómílur frá strönd, athafnað sig við björgun og flogið til baka – í öllum veðrum allt árið um kring. til þess þarf stórar og afkastamiklar þyrlur. Varðskipið Þór er eina skip gæslunnar sem uppfyllir allar kröfur og væntingar um gott varðskip. Til lengri tíma er þörf á tveimur slíkum skipum. Mynd/Árni sæberg georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Mynd/Árni sæberg

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.