Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Síða 24
24 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn
ROTÞRÆR
Náttúran kallar
á bestu lausnirnar í umhverfismálum
TIL LIÐS VIÐ NÁTTÚRUNA
Ekki hafa þennan bakgrunn með ;)
Notist á rauðum bakgrunn
Notist á hvítum bakgrunn
Notist á annars
alltaf
hér við land, í fyrstu til sjálfsbjargar
en smám saman með ríkari og þróaðri
hætti eftir því sem tækni fleytti fram.
Erlendar þjóðir voru hér lengi með
hvalstöðvar víða um land og jukust
veiðarnar eftir því sem eftirspurn á
heimsvísu óx, ekki síst lýsi.
Jafnan var styr um erlendu
hvalstöðvarnar enda þótti mörgum
landsmenn bera skarðan hlut frá
borði. Fleira kom til í þeim efnum, en
þar kom þó að 1913 bannaði Alþingi
hvalveiðar frá landstöðvum um
tíu ára skeið frá og með árinu 1916
og hættu stöðvarnar þá rekstri og
hvalveiðar sömuleiðis við upphaf
heimsstyrjaldarinnar haustið 1939.
Skömmu eftir stríðslok óskaði Loft-
ur Bjarnason eftir leyfi til hvalveiða
og -vinnslu og fékk nýstofnað félag
hans, Hvalur hf., leyfið árið 1948.
Ári síðar hófust veiðarnar þegar
hvalverkunarstöð hafði verið reist
í Hvalfirði, þar sem hægt var að
nýta bryggju, hermannabragga og
fleiri mannvirki sem Bandamenn
höfðu reist á stríðsárunum. Þessum
mannvirkjum er vel við haldið eins
og hvalveiðiskipunum tveimur sem
tiltæk eru.
Segja má að Hvalur hf. sé fyrsta
atvinnufyrirtækið á sviði veiða og
afurðavinnslu hvala sem er alfarið
í íslenskri eigu. „Þetta eru miklar
menningarminjar sem Hvalur hf.
hefur verndað og viðhaldið með
miklum sóma allar götur frá 1948.
Mörg tæki í stöðinni eru meira og
minna upprunaleg, sum gufuknúin.
Bröggunum er vel viðhaldið, málaðir
reglulega og dyttað að, liggur við allt
árið um kring enda vill Kristján ekki
að hlutirnir séu bilaðir,“ segir Halldór.
Sem dæmi um umfangið á sínum
tíma í Hvalfirði segir Halldór að
skutlaverksmiðja hafi verið keypt
frá Noregi og endurreist í Hvalfirði.
„Þetta var alveg sérsmiðja, þar sem
hægt var að framleiða skutla, en að-
allega fólst vinnan í viðgerðum. Þetta
er enn allt á sínum stað, tól og tæki og
andrúmsloftið ekki ósvipað því sem
ber fyrir augu í Vélsmiðju Guðmundar
J. Sigurðssonar á Þingeyri, sem nú er
hluti Byggðasafns Vestfjarða.“
Bresk og norsk að uppruna
Hvalveiðiskipin voru á sínum tíma
smíðuð í Bretlandi og Noregi. Elstur
er Hvalur 7 RE-377 samkvæmt því sem
fram kemur í Skipaskrá. Hann var
smíðaður hjá Smith‘s Dock Company,
Ltd. í Middlesbrough í Bretlandi í
stríðslok árið 1945 og er því 75 ára á
þessu ári. Hvalur 7 er líklega einn
elsti hvalveiðibátur heims með
gufuvél sem varðveist hefur. Ári yngri
er Hvalur 6 RE-376, smíðaður 1946,
einnig í Middlesbrough og kom til
landsins 1961. Hvalur 8 RE-388 var
smíðaður hjá Kaldnes mekaniske
verksted í Tønsberg í Noregi árið 1948
og kom til Íslands 1962. Yngsta skipið
er svo Hvalur 9 RE-399, sem smíð-
aður var hjá Langesund mekaniske
verksted í Noregi árið 1952 og bættist í
flotann 1966.
Skipin eru öll búin um 1.900
hestafla aflmiklum gufuvélum sem
eru engin smásmíði enda taka þau
um þrjá fjórðu hluta af rými skips-
skrokksins undir þiljum. Þótt Hvalur
7 sé elstur íslensku hvalveiðiskipanna
fjögurra kom hann ekki hingað fyrr
en 1961 er Hvalur keypti skipið eins og
hin sem síðar komu.
Nían snýst á punktinum
„Skipin eru alltaf máluð í sömu litum,
svörtu, rauðu og hvítu. Braggarnir
sem mannskapurinn sefur í eru alltaf
í sama rauða litnum sem er kallaður
Hvalstöðvarrauður og mig minnir að
blandist í hlutföllunum 6 lítrar rautt,
3 lítrar af útfjólubláu og 1½ lítri af
rústrauðu,“ segir Halldór.
Hann segir að þótt skipin virðist öll
eins í útliti sé munur á þeim. „Sex og
sjö þóttu fara betur í sjó en átta og níu,
en nían hefur t.d. þann eiginleika að
báturinn snýst á punktinum þegar á
þarf að halda. Það er hægt að keyra
bátinn nánast eins og sportbíl, hann
svarar svo ofboðslega vel. Það getur
auðvitað verið kostur við veiðar þótt
hvalskipin nálgist dýrin mjög hljóð-
lega og eltingarleikir heyri nánast
sögunni til,“ segir Halldór. Þegar út
í það er farið er fyrirkomulag og eðli
þessara veiða ef til vill ekki mjög
frábrugðið veiði annarrar villibráðar
þar sem skyttan þarf að fara hljóðlega,
liggja á jörðinni, jafnvel ofan í skurði,
passa upp á vindátt og fleira og
bregðast svo við leifturskjótt komi
styggð að bráðinni.
Gufuvélar 6 og 7 í lagi
Í kjölfar skemmdarverka Sea
Shepherd árið 1986 þegar Hval 6 og
Hval 7 var sökkt voru þau hífð úr sjó
og þurrkuð eins fljótt og hægt var og
komið í veg fyrir að frekari skemmdir
yrðu á skipunum.
Í skýrslu Sambands íslenskra
sjóminjasafna árið 2019 kemur fram
að sjó var dælt úr skipunum og var
síðan lögð áhersla á að hreinsa og
þurrka vélarúm, lestar og annað
neðan þilja. Að því búnu voru katlar
skipanna kyntir og vélarnar ræstar og
gekk það vel.
Ekki var gert við skipin að öðru
leyti. Þau lágu áfram við festar við
Ægisgarð ásamt Hval 8 og Hval 9,
uns þau voru dregin upp í Hvalfjörð
árið 2011. Þar liggja þau nú við festar
í fjörunni við hvalstöðina þar sem
Sea Shepherd vann einnig talsverðar
skemmdir. Þótt ekki hafi verið gert
við Hval 6 og 7 er þess gætt að halda
hita og rafmagni um borð til að koma
í veg fyrir frekari rakaskemmdir,
enda er fyrirhugað að þau verði síðar
hluti af hvalveiðisafni, að því er fram
kemur í sömu skýrslu. - bv
Halldór randver Lárusson í hvalstöð-
inni 2006 þegar fyrsta langreyðin
hafði verið veidd í vísindaskyni.
Mynd/bV
Fólk dreif að til að sjá þegar Hvalur 9 kom að landi með langreyði í októberlok 2006,
þá fyrstu í 20 ár. gestir eru taldir hafa verið hátt í 350 talsins. Mynd/bV
Hvalur 6 og 7 liggja nú við festar í fjörunni við hvalstöðina í Hvalfirði. Þess er gætt
að halda hita og rafmagni um borð til að koma í veg fyrir frekari rakaskemmdir.
Fyrirhugað er að þau verði síðar hluti af hvalveiðisafni. Mynd/bV
Þeir á bátunum voru
guðir sem maður mátti
helst ekki horfa á.
Þeir yrtu ekki á okkur
landkrabbana þegar við
komum með víra, skutla
eða annað um borð. maður
gekk bara niðurlútur,
starði á dekkið svo maður
ræki ekki í þá augun.
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland
www.rafstjorn.is
Virkni loftræstikerfa
er okkar fag!