Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 26
26 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0
„sjómannadagurinn á
að verða einn af aðalhá-
tíðisdögum ársins. svo
mikið eiga landsmenn
sjómönnunum gott upp að
unna, sérstaklega þeir, sem
gæfan hefir borið léttara
og þægilegra hlutskipti í
verkaskiptingu þjóðfélags-
ins, að þeim ætti að verða
kappsmál að þessi dagur
verði sjómönnunum hinn
ánægjulegasti.“
Þ etta er ritað í leiðara í fyrsta tölublaðs Sjómannadags-blaðsins sem út kom þegar
sjómannadeginum var fyrst fagnað
með hátíðardagskrá í Reykjavík, 6.
júní 1938. Í ár ber svo við, vegna
heimsfaraldurs Covid-19, að
skipulögð hátíðardagskrá fellur
niður í fyrsta sinn frá þeim tíma,
þótt útgáfa blaðsins haldist óslitin.
Það er Sjómannadagsráð
höfuðborgarsvæðisins sem allt
frá upphafi hefur gengist fyrir
skipulagðri dagskrá á sjómanna-
daginn með minningarathöfn um
drukknaða sjómenn og skrúðgöngu
að Dómkirkjunni, þar sem árleg
sjómannamessa fer fram auk heiðr-
unar sjómanna. Hátíðahöldin hafa
tekið umtalsverðum breytingum
í gegnum tíðina og færst nokkuð
til í bænum. Dagskráin hefur hins
vegar alltaf verið metnaðarfull, eins
og kemur fram í útlistun fyrsta Sjó-
mannadagsblaðsins: „Á sjómanna-
daginn verða endurvaktar hinar
hollu og karlmannlegu sjómanna-
íþróttir, stakkasund og kappróður.
Keppt verður í björgunarbátum á
Reykjavíkurhöfn. Einnig fer fram
keppni í knattleik, milli íslenskra og
erlendra sjómanna. Þetta þurfa allir
Reykvíkingar að koma og sjá. Einnig
hópgöngu sjómanna og minningar-
athöfn við Leifs styttuna.“
Stórfengleg hátíðahöld
Frá fyrsta degi nutu hátíðahöldin
hins vegar mikils meðbyrs, eins
og endurspeglast í yfirskrift
umfjöllunar Morgunblaðsins um
fögnuðinn í júní 1938: „Stór-
fengleg hátíðahöld sjómanna“. Í
inngangi fréttarinnar segir líka að
skrúðganga sjómanna um götur
Reykjavíkur á sjómannadaginn,
sem þá var haldinn annan í
hvítasunnu, hafi verið sú virðu-
legasta sem sést hafi á landinu.
„Mannfjöldinn á Skólavörðuholti,
umhverfis Leifsstyttuna, var svo
mikill, að eigi verður giskað á með
neinum líkum hve margt manna
var þar, meðan ræður voru þar
fluttar. Hafa sumir nefnt 6 þúsund,
aðrir 10 þúsund.“ Fyrstu árin hélst
sá siður að skrúðganga var gengin
frá Stýrimannaskólanum við
Öldugötu um miðbæinn og yfir á
Skólavörðuholt, þar sem dagskrá
var við styttuna af Leifi Eiríkssyni.
Þá reyndu sjómenn með sér eins
og lýst er hér að ofan og íþrótta-
iðkun, bæði „sjómannaíþrótta“ og
knattspyrnu, var hluti af gleðinni.
Í greinargerð stjórnar Sjómanna-
dagsráðs í Sjómannadagsblaðinu
1940 eru hátíðahöldin sögð hafa
fengið á sig ákveðið snið sem
sjálfsagt þyki að halda sér að í
framtíðinni. „Það eru aðallega
þrír liðir, sem setja svip á daginn.
Það er hópganga sjómanna með
útifundi, íþróttirnar og sjómanna-
fagnaðurinn. Engu þessara
atriða væri hægt að sleppa úr, svo
hátíðahöldin biðu ekki tjón af eða
yrðu rýrari fyrir bragðið,“ segir þar.
Þá var líka þegar farið að ræða um
að dreifa atriðum á tvo daga, vegna
þess hve þeim hafði fjölgað og
þátttaka væri mikil. Árið áður hefði
tekist „með miklum erfiðismunum
fyrir alla“ að þjappa dagskránni
þannig að hún hefði öll getað farið
fram eftir hádegi á sjómannadegin-
um, en það hefði þýtt að keppendur
hefðu margir orðið að „hlaupa, eftir
þátttöku í knattspyrnu og reiptogi,
niður að höfn til að taka þátt í
kappróðrinum“.
sjómannadagurinn
hefur frá upphafi
verið fjölsóttur
mannfjöldinn á
skólavörðuholti,
umhverfis leifsstyttuna,
var svo mikill, að eigi
verður giskað á með
neinum líkum hve margt
manna var þar, meðan
ræður voru þar fluttar.
hafa sumir nefnt 6
þúsund, aðrir 10 þúsund.
aldrei fyrr hafði viðlíka mannsöfnuður átt sér stað í reykjavík þegar hátíðahöld
sjómannadagsins áttu sér fyrst stað árið 1938. Frá því var greint að einhverjir
teldu jafnvel 10 þúsund manns hafa komið saman, en hér má sjá mannþröngina
við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti. Mynd/úr safni sjóMannadagsrÁðs
Fyrstu árin var gengið frá Öldugötu um miðbæinn og upp á Skólavörðuholt.
Mynd/úr safni sjóMannadagsrÁðs