Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Page 30
Þegar horft er til baka segist
alda agnes gylfadóttir ekki
öllum stundum hafa verið sátt
við ferðalagið sem tilveran
bauð, en hún hafi endað á
hárréttum stað. hún hefur
verið framkvæmdastjóri
einhamars seafood í grinda-
vík í rúm sjö ár og þekkir allar
hliðar fiskvinnslu og veiða frá
fyrstu hendi.
Ég er fædd á aðfangadag 1969 á Ólafsfirði. Þar er ég líka upp alin allt þar til ég fór í
Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði 1986.
Þaðan útskrifaðist ég svo 1987 sem
fiskiðnaðarmaður,“ segir Alda Agnes
Gylfadóttir, sem þá var þá ekki orðin
18 ára, enda fædd seint á árinu.
Faðir Öldu var verkstjóri á
bryggjunni á Ólafsfirði og segir
hún líklegt að valið á Fiskvinnslu-
skólanum hafi ráðist af því að hana
langaði svolítið til að vera eins og
pabbi sinn. „Foreldrar mínir hvöttu
okkur systkinin til að halda áfram
að læra, en ég man að þegar ég sagði
mömmu að ég ætlaði að fara í skóla,
og ætlaði í fiskvinnsluskólann, varð
hún alveg gráti nær. Henni fannst
náttúrlega gott að ég vildi mennta
mig, en um leið hræðilegt að ætla að
gera það til þess eins að enda aftur í
fiski.“ Í þá daga segir Alda að fólk hafi
farið í skóla til að losna úr fiskinum.
Mamma hennar hafi svo jafnað sig á
þessu. „En þetta er það sem maður
þekkti, kunni og ólst upp við og lá því
beinast við.“
Ætlaði ekki að vinna fyrir Sambandið
Í framhaldinu hafði Alda séð fyrir
sér starf sem verkstjóri í fiskvinnslu,
eins og námið var á þessum tíma
ávísun á. „En það gekk nú eitthvað
frekar illa og ekki beint slegist um að
treysta einhverju 18 ára krakkagrjóni
fyrir frystihússrekstri, þannig að ég
fékk ekkert vinnu svona einn, tveir
og þrír,“ segir hún. Henni varð svo
til happs að Kaupfélagi Dýrfirðinga
á Þingeyri stýrði Ólafsfirðingurinn
Bjarni Grímsson. „Hann vildi meina
að mér væri illa í ætt skotið, eins og
hann orðaði það, ef ekki væri eitthvað
hægt að nota mig. Ég réði mig því sem
gæðastýru þangað í frystihúsið.“
Alda bætir um leið við að í gamla
daga hafi það verið þannig að fólk
skiptist í lið eftir því hvort það fór í
sambandsfrystihús eða sölumiðstöðv-
arfrystihús. Sambandsfrystihús voru
í eigu kaupfélaganna, Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, og hin í eigu
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
sem síðar varð að Icelandic Group.
„Og ég var alltaf Sölumiðstöðvarmann-
eskja. Í skólanum var tvennt sem ég
var búin að ákveða að ég ætlaði ekki
að gera. Ég ætlaði ekki að vinna fyrir
Sambandið og ég ætlaði ekki að fara
á Þingeyri, en svo endaði með því
að ég fór að vinna fyrir Sambandið á
Þingeyri.“ Þar hóf hún störf 1988 sem
gæðastjóri til að byrja með og varð
svo verkstjóri þar í framhaldinu.
Ástæðan fyrir því að Alda hafði
bitið í sig að fara ekki í frystihúsið á
Þingeyri var að innan Fiskvinnslu-
skólans gengu sögur um frystihúsið.
„Þetta þótti erfitt hús og áskorun
að fara þangað og ég hafði engan
sérstakan hug á að leggja það á mig.
Svo var náttúrlega þessi Sambands-
og Sölumiðstöðvarpólitík, þetta var
bara eins og með Manchester United
og Liverpool, þú hélst bara með öðru
hvoru liðinu og ekki orð um það meir,“
segir hún og hlær.
Var á Þingeyri í 18 ár
Enda var það þannig að viðbrigðin
voru nokkur þegur hún kom á
Þingeyri. „Ekki það að ég væri að
koma frá einhverri stórborg, en ég
man þegar ég kom að ég hringdi í
pabba og sagði: Það eru tvær götur
hérna og fimm hús – hér ætla ég ekki
að vera. En hann hvatti mig nú til að
gefa þessu smáséns, kannski í tvær
eða þrjá vikur,“ segir hún og bætir við
að sem yngsta barnið hafi hún verið
sú síðasta í fimm systkina hópi til að
fara að heiman. „Svo þegar maður
var búinn að fara á fyrsta ballið og
kynnast krökkunum reyndist þetta
svo gott að ég var þarna á Þingeyri í
18 ár.“
Frystihúsið hélt henni samt ekki
lengi. „Það var engin lygi að húsið
væri erfitt og maður náttúrlega bara
óharðnaður krakki. Þannig að ég
gafst eiginlega bara upp á þessu
eftir einhver ár og fór að vinna svona
við ýmislegt. Svo endaði ég á því að
flytja aftur heim á Ólafsfjörð og ráða
mig sem matsmann á frystitogarann
Sigurbjörgu.“
Á þessum tíma var Alda Agnes
gift en barnlaus og fór svo að upp úr
sambandinu slitnaði og þau hjónin
skildu. „Ég hóf síðan samband með
núverandi manni mínum, sem ég
hafði þekkt í nokkur ár, en hann
var stýrimaður á Sléttanesinu frá
Þingeyri.“ Í framhaldinu sótti Alda
um pláss og fékk sem matsmaður á
Sléttanesinu.
„Ég var í þessum störfum í rúm fimm
ár samtals, en ég man ekki alveg
hvort ég var tvö ár á Sigurbjörginni og
þrjú á Sléttanesinu, eða öfugt. Skiptin
sótti ég um aðallega til þess að við
hjónin gætum samræmt inniveru, að
við værum í landi á svipuðum tíma
en ekki bara um jól og á sjómanna-
daginn.“
Sjómennska hentar ekki öllum
Alda bætir um leið við að hún hafi
samt kunnað afskaplega vel við sig á
Sigurbjörginni, veran þar hafi raunar
verið einhver sá besti skóli sem hún
hafi fengið á starfsævinni. „Þetta voru
algjörlega frábærir karlar. Í mínum
huga var áhöfnin svona frekar í eldri
kantinum.“ Hún var níunda konan
sem kom til starfa í skipið og segir
hún það ef til vill hafa spilað inn í
hvernig henni var tekið. „Það var
ekkert elsku mamma neitt og engin
sérhlífni í boði.“ Afstaða vinnufélag-
anna var að um borð væru allir ráðnir
á sama hlut og annaðhvort stæði fólk
sig eða fyndi sér eitthvað annað að
gera. „Þetta var því hörkufínn skóli
sem mér finnst ég hafa búið að alla
tíð síðan, alvöru uppeldi og rosalega
gaman.“
Öldu finnst samt aðeins erfitt að
svara því hvort sjómennskan sé starf
sem henti jafnt konum og körlum.
„Mér finnst ekki alveg rétt að setja
þetta svona upp, en ég hef oft verið
spurð að þessu. Hins vegar er þetta
alveg vandmeðfarið. Það eru til
skipstjórar sem vilja ekki fá konur
um borð. Það er erfitt fyrir karlana
og erfitt fyrir konurnar í landi. Hins
vegar veit ég um fullt af strákum og
hef verið með þeim til sjós sem voru
ekki hálfdrættingar á við margar
konur sem ég þekki. Það er fullt af
konum sem eiga fullt erindi í þetta
starf alveg eins og það er töluvert af
körlum sem eiga ekkert erindi í það.“
Í hennar huga snúist þetta fyrst og
fremst um einstaklinginn og hvort
hann valdi starfinu, en ekki um
muninn á konum og körlum. Um leið
sé það þó rétt að á sviðum þar sem
karlar hafa verið ráðandi mæti konum
margvíslegar áskoranir, hvort sem
það séu hefðir á borð við veiðiferðir
eða eitthvað annað. Þá sé mælistikan
stundum önnur sem lögð sé við konur.
„Ég hef stundum sagt að ef ég væri
karl væri mér lýst þannig að ég væri
ákveðinn og fastur fyrir, sagt að ég
stæði á mínu, en af því að ég er kona
er ég gjarnan kölluð járnfrúin eða
svipan.“
Er ekki í saumaklúbbi
Alda segist líkast til einnig hafa búið
að því að því að vera stór og hraust
manneskja. „Ég var í löndun hjá
pabba í den, þó að ég hafi náttúrlega
bara verið krakki þá og ekkert sérstök
í því. En maður hafði þessa líkamlegu
burði sem þurfti. Og mér hefur fundist
þessar konur sem ég þekki úr þessum
bransa, hvort sem það eru þær sem
ég hef verið með til sjós eða þær sem
ég starfa með í bransanum í dag, allar
vera svolítið svipaðar týpur. Við erum
allar svolitlir naglar,“ segir hún, en
áréttar um leið að hún eigi alls ekki
við að konur eigi að verða eins og
karlar til að stunda þessi störf. „En
kannski herðist maður með árunum
og lærir að gefa ekki færi á aumum
blettum.“
Heilt yfir áréttar Alda um leið að
sér hafi alltaf gengið vel að vinna með
körlum, hvort sem það var í sjávar-
útvegi eða í fjármálageiranum. „Og
svo er ekki eins og þetta sé eitthvert
áhyggjuefni frá degi til dags. Það er
kannski svolítið þannig þegar maður
er að koma inn í þetta, en í dag held
ég að þetta skipti akkúrat engu máli.
Og þannig á það að vera.“ Henni
hafi líka alltaf gengið vel að fóta sig
í þessum heimi sjómennsku og fisk-
30 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 1 9
gat ekki endað á betri stað
alda agnes Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood í grindavík, segir að í starfi hennar nýtist vel öll reynsla hennar og menntun. Frá fornu fari þekkti hún til
starfa við fiskvinnslu og á sjó, en einnig nam hún viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Mynd/Hreinn Magnússon
Ég hef stundum sagt að ef
ég væri karl væri mér lýst
þannig að ég væri ákveðinn
og fastur fyrir, sagt að ég
stæði á mínu, en af því
ég er kona er ég gjarnan
kölluð járnfrúin eða svipan.
alda í stafni gísla
Súrssonar gK, eins
báta útgerðarinnar.
með henni er mikael
Tamar Elíasson
vélstjóri á Vésteini gK.
Mynd/Hreinn Magnússon