Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Page 32

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Page 32
32 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0 vinnslu. „Ég er svoddan stelpustrákur í mér, ef það má orða það þannig. Ég fer á rúntinn og niður á bryggju að gá hvernig bátarnir eru að fiska. Það er bara mitt eðli og mitt áhugasvið. Ég er ekki í saumaklúbbi þó að ég væri reyndar alveg til í að vera það. Mér hefur bara ekki verið boðið.“ Leiðin á staðinn þar sem Alda Agnes er í dag, við stjórnvölinn á fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Grindavík lá samt um nokkra króka- stigu. Þrjátíu og þriggja ára söðlaði hún um og hóf nám við Háskólann á Bifröst. Valdi Grindavík „Ég lærði þar viðskiptalögfræði en ég var búin að vera nokkur ár áður starfandi við Sparisjóð Þingeyrar- hrepps eftir að ég hætti á sjó þegar ég fór að eignast börnin mín og gat eðli málsins samkvæmt ekki verið lengur á sjó. Þá fór ég í vinnu sem átti svona skratti vel við mig og fannst hún mjög skemmtileg. Ákvað að fara í þetta nám á Bifröst og svo eftir námið aftur inn í sparisjóðinn, sem hét þá Sparisjóður Vestfirðinga, og var á fyrirtækjasviði þar.“ Síðan urðu sameiningar þegar sá sparisjóður gekk inn í SpKef, Sparisjóðinn í Keflavík, sem síðan varð hluti af Landsbankanum eftir hrun. „Ég var fyrir vestan til 2010. Mað- urinn minn fylgdi með Sléttanesinu þegar það var selt suður og varð að Hrafni GK, einu af frystiskipum Þor- bjarnar, og hafði unnið fyrir sunnan í einhver 11 ár. En þegar sparisjóðurinn sameinaðist þeim í Keflavík opnaðist möguleikinn á því að fá sig fluttan á milli útibúa og þess vegna flutti ég mig hingað suður til að við værum öll á sama atvinnusvæðinu.“ Valið segir hún að hafi staðið á milli Keflavíkur og Grindavíkur. „Mín vinna var í Keflavík og hans hér í Grindavík, sem við vorum svo lánsöm að velja og erum búin að vera hér síðan 2010.“ Ári síðar hætti hún í bankanum en segist samt ekki hafa stefnt aftur að atvinnu tengdri sjávarútvegi. „En svo var hér gamall félagi minn sem var að opna fyrirtæki á Bíldudal og spurði hvort ég væri til í að hjálpa við að reka það fyrir vestan. Ég var ekki tilbúin að flytja vestur, enda nýflutt hingað, en sagði honum að ég skyldi koma og vinna annan hvern mánuð. Þá kom maðurinn minn í land og sá um heimilið og ég fór vestur á meðan.“ Bauðst starf hjá Einhamri Þetta segir hún að hafi staðið í um fimm mánaða tímabil þar sem hún var þrjá mánuði fyrir vestan og þannig hafi hún aftur komist á radarinn í sjávarútveginum. „Þá komst nafnið mitt aftur á kortið. Eftir það og á sama tíma fór ég að vinna fyrir Voot beitu hér í Grindavík.“ Síðan hafi komið símtalið frá Stefáni Kristjánssyni, eiganda Einhamars Seafood, þar sem hann bað hana að koma á fund með sér. „Ég hélt að við værum að fara að tala um allt annað. Ég hélt að við værum að fara að ræða fjáröflun fyrir körfuboltann hjá drengjunum okkar. En þá bauð hann mér starf hér sem viðskiptastjóri og það var ég í eitt ár, en tók svo við sem fram- kvæmdastjóri og hef nú verið það síðastliðin sjö ár eða svo.“ Starfið segir hún svo að sameini fullkom- lega það nám sem hún hafi lagt á sig um ævina, fiskvinnsluna annars vegar og svo viðskiptalögfræðina. Alda Agnes segir að taka megi undir að saga hennar hljómi eins og hún hafi endað á alveg hárréttum stað. „Á tímabili var ég ekkert endilega ánægð með söguþráðinn, frá því ég fór að vestan hingað suður og sameininguna við Landsbankann og eitthvað svoleiðis. Ég var ekki alltaf sátt við ferðalagið en ég gat ekki endað á betri stað. Og ef einhver hefði einhvern tímann sagt mér að ég gæti á einum stað samnýtt þessa menntun hefði mér í besta falli fundist það hlægilegt. En þetta er náttúrlega alveg frábært og að mér finnst, algjörlega nauðsynlegt að vera með þekkingu á því sem er að gerast hérna niðri til að sjá um daglegan rekstur á fyrirtæki á borð við Einhamar Seafood.“ Réttu skrefin stigin Starfið segir hún gefandi og ofboðslega skemmtilegt. „Þetta á mjög vel við mig. Við flytjum mikið út með flugi og þessu fylgir hraði og örar breytingar, þannig að maður þarf að vera sveigjan- legur.“ Heimsfaraldur COVID-19 segir Alda dæmi um hluti sem bregðast þurfi hratt við. Áhrifin á starf- semina hafi ekki verið mikil til að byrja með, enda hafi áfram verið flogið með vörur, en í apríl hafi verið farið að hægja á pöntunum að utan. „Í þannig ástandi þarf bara að vinna hlutina einn dag í einu.“ Alda segir að gangurinn hjá Einhamri Seafood í gegnum tíðina hafi verið góður og vöxtur fyrirtækisins hægur og bítandi. „Og þannig viljum við hafa það og þurfum ekkert að verða neitt stærri. Við viljum bara vera viss um að við séum að taka réttu skrefin og stígum varlega til jarðar.“ - óká Ég var ekki alltaf sátt við ferðalagið en ég gat ekki endað á betri stað. og ef einhver hefði einhvern tímann sagt mér að ég gæti á einum stað samnýtt þessa menntun hefði mér í besta falli fundist það hlægilegt. Þegar Öldu agnesi var boðið starf hjá Einhamri Seafood hélt hún að fundarboðið snerist um allt annað, fjáröflun fyrir drengja- flokk í körfuboltanum í grindavík. Mynd/Hreinn Magnússon

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.