Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Side 41

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Side 41
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn að sér að halda utan um að þau verk væru unnin sem þurfti að vinna og leggja verk í hendur öðrum í stað þess að vinna þau sjálfur. „En mér finnst mér hafa gengið mjög vel að fá fólk til að vinna með mér og virkja það til góðra verka og það er maður ánægður með.“ Fann leiðir til að vera með fjölskyldunni Ef skynja má eftirsjá í einhverju hjá Þorbergi er það kannski helst vegna þess tíma sem hann hefur verið að heiman, fjarri konu og börnum, sérstaklega þegar þau voru ung. „Ég hef náttúrlega verið líklega þrjá fjórðu af tímanum að heiman frá mér síðan ég stofnaði heimili. Það er ekki fyrr en núna seinni árin sem fríin hafa verið meiri, allt upp í fimm mánuðir á ári, en framan af var útivistin meiri. Þá voru þetta sáralítil frí sem maður fékk og manni þótti mjög gott bara að fá einn mánuð í frí á ári fyrstu árin.“ Á þeim tíma voru inniverur líka stuttar og útsjónarsemi þurfti til að finna stundir með fjölskyldunni. „Á fyrstu árunum þegar ég var að byrja á togurunum þurfti ég að útrétta fyrir skipið í inniverunum. Þá höfðum við það þannig að þau voru með mér í bílnum konan og krakkarnir þegar ég þeyttist um bæinn til að útrétta og það var stór hluti samverunnar.“ Oft var það þannig að skipið kom í höfn að morgni og svo var lagt út aftur að kvöldi næsta dags. Reynir að rækta gamlan vinskap Þorbergur var líka virkur í félagsstarfi um tíma og var viðloðandi stjórn stéttarfélags vélstjóra í rúman áratug Þá höfðum við það þannig að þau voru með mér í bílnum konan og krakkarnir þegar ég þeyttist um bæinn til að útrétta og það var stór hluti samverunnar. 41 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0         

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.