Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Síða 52

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Síða 52
52 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 veiðarfæri og veiðiaðferðir hafa þróast töluvert undanfarna áratugi. Þar hafa haldist í hendur ný efni og tölvutækni til þróun- ar og rannsóknir auk þess sem öflug fyrirtæki í veiðarfæragerð hafa lagt sig fram við þróun veiðarfæra og notið þar stuðnings hafrannsóknastofnunar. S tundum er sagt að Íslendingar séu fljótir að tileinka sér nýjungar á flestum sviðum, hvort sem horft er til netvæðingar, kortanotkunar eða annarra tæknilausna sem horfa til framfara og þæginda. Að sama skapi hefur íslenski sjávarútvegurinn borið gæfu til að leita ávallt leiða til að bæta tækni við veiðar sínar á mismunandi fiskistofnum, einmitt í því skyni að auka sjálfbærni veiðanna, gæði hráefnisins og fleiri þætti sem skilað gætu aukinni hagkvæmni. Haraldur Arnar Einarsson er fiskifræðingur og sérfræðingur í veiðarfærarannsóknum hjá Haf- rannsóknastofnun. Hann starfar um þessar mundir við þróunaraðstoð hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm, í deild sem sinnir málaflokkum í tengslum við veiðiaðferðir og veiðitækni með aðaláherslu á ábyrgar og sjálfbærar fiskveiðar. Meðal stærstu verkefna Haraldar hjá FAO er merkingar veiðarfæra um heim allan til að vinna gegn plastmengun og draugaveiðum af völdum veiðarfæra sem hafa tapast eða verið skilin eftir. Hluti af  starfi hans  hefur verið að aðstoða viðkvæm fiskisamfélög að hefja veiðar að nýju eftir hörmungar eins og fellibylinn Dorina sem skall á norðurhluta Bahamaeyja í september. Níu ára til sjós Haraldur hefur stundað rannsóknir á veiðarfærum hér á landi frá 2001. Forveri hans í þessu starfi var Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur, en hann lést 1997. Guðni var fremsti sérfræðing- ur þjóðarinnar á sviði rannsókna á veiðarfærum og veiðitækni, sem hann starfaði við í meira en þrjátíu ár. Haraldur Arnar býr að langri reynslu af sjávarútvegi, enda ættaður frá Drangsnesi á Ströndum, fæddur 1966 og var aðeins níu ára gamall er hann fór fyrst í róður með föður sínum. Haraldur stundaði sjóróðra á mismunandi bátum og skipum með mismunandi veiðarfærum og er því gjörkunnugur greininni. Enda fékk hann snemma áhuga á sjávarlíffræði og þar á meðal veiðarfærum og hvern- ig mætti aðlaga veiðar og veiðarfæri til betri árangurs, sér í lagi til aukinnar sjálfbærni veiðistofna. Sem dæmi um vilja útgerðarmanna og ekki síður fremstu hönnuða veiðarfæra (netagerðarmanna) hér á landi til að bæta árangur atvinnugreinarinnar nefnir Haraldur að ef flottrollið hefði ekki verið þróað á sínum tíma væri líklega öðruvísi og fátæklegra um að litast í íslenskum þjóðarbúskap, enda stærsti hluti uppsjávartegunda veiddur með flotvörpu. Guðmundur lagði grunninn En það var Guðmundur Gunnars- son netagerðarmeistari, sem hefur nýlega lokið 50 ára starfsævi hjá Hampiðjunni, sem átti veg og vanda að þeirri byltingu í veiðarfæraþróun sem haft hefur áhrif til aukinnar vel- sældar þjóðarinnar. „Þótt í grunninn megi segja að nútíma veiðarfæri líti eins út núna og þau gerðu fyrir tugum ára er það sambærilegt og að horfa á fornbíl og nútímabíl sem eru enn með fjögur hjól, vél og stýri en í raun hefur allt breyst. Segja má svipað um flest veiðarfæri. Breytingar eru kannski ekki augljósar en efni og hönnun hefur breyst. Flest veiðarfæri eru afkastameiri í dag og endast lengur, en einnig hefur tækni um borð fiski- skipa aukið markvissa veiði á margan hátt,“ segir Haraldur, sem telur almennt viðurkennt að Íslendingar séu talsvert á undan mörgum helstu fiskveiðiþjóðum heims hvað varðar þróun og hönnun góðra veiðarfæra. Fyrsta varpa sinnar tegundar „Almennt séð eru útgerðir viljugar að prófa og innleiða nýjungar í því skyni að bæta árangur í greininni. Gott dæmi um veiðarfæri sem virðist reyn- ast vel hér á landi og er í almennri notkun en lítið sem ekkert hjá öðrum þjóðum er botnvarpa gerð úr þverneti. En þvernet er í raun nákvæmlega sama netið og notað er í vörpur nema að því er snúið þvert, eða 90°. Við það er hægt að setja saman vörpu sem er jafnstór og hefðbundin, en nota samt 30 prósentum minna net. En það er tæknilega flókið að setja saman vörpu á þennan hátt og alls ekki á allra færi.“ Þetta segir Haraldur að Hermann Hrafn Guðmundsson netagerðarmeistari hafi leyst. Hann starfar hjá Hampiðjunni en var þá hjá Fjarðaneti Akureyri. „Árið 2005 setti hann saman fyrstu vörpuna á þennan hátt og hún var síðan mynduð með neðansjávarmyndavélabúnaði Haf- rannsóknastofnunar, sem þá var nýr. Það kom í ljós að þarna var síst verra veiðarfæri á ferðinni en þær vörpur sem þá voru í notkun. Þetta er sennilega fyrsta varpan sem sett var saman á íslensk hönnun nýs botntrolls gegnir mikilvægu hlutverki nýja botntrollið. Flotvörpupokar eru alla jafna mun stærri en á botn- vörpum. Mynd/HaMpiðjan Þótt í grunninn megi segja að nútíma veiðarfæri líti eins út núna og þau gerðu fyrir tugum ára er það sambærilegt og að horfa á fornbíl og nútímabíl sem eru enn með fjögur hjól, vél og stýri en í raun hefur allt breyst. Haraldur arnar Einarsson, fiskifræðingur og sérfræðingur í veiðarfærarannsóknum hjá Hafrannsóknastofnun, hefur stundað rannsóknir á veiðarfærum frá 2001. Hann telur íslendinga talsvert á undan mörgum helstu fiskveiðiþjóðum heims varðandi þróun og hönnun góðra veiðarfæra. Mynd/Hreinn Magnússon

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.