Læknablaðið - Jan 2021, Page 4
4 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
11
Páll Biering, Ingibjörg Hjaltadóttir
Algengi og þróun geðraskana og geðlyfjanotkunar meðal íbúa
íslenskra hjúkrunarheimila frá 2003 til 2018
Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest
jákvæða langtíma verkun þeirra fyrir aldraða. Þeir er einnig viðkvæmir fyrir skað-
legum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun. Því er mikil-
vægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun. Eins er mikil-
vægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila.
17
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Elísabet Benedikz, Anna Marí Þórðardóttir
Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvar
legra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu: Eru blikur á lofti?
Þessi rannsókn fjallar um áhrif þess að beita refsingum þegar eitthvað fer úrskeiðis í heil-
brigðisþjónustu. Sjónum er beint að því hvort almenn viðhorf til refsinga geti skipt máli í
umræðunni um öryggi sjúklinga og þá hvernig. Rannsóknin á sér aðdraganda í atburði sem
markaði tímamót í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þess vegna er mikilvægt að fá betri skilning
á því hvernig sambandinu milli almenns viðhorfs til refsinga og öryggis sjúklinga er háttað.
24
Ásdís Kristjánsdóttir, Gunnar Mýrdal, Margrét Sigurðardóttir, Reynir Tómas Geirsson
Tíðatengt loftbrjóst vegna endómetríósu í lunga
Endómetríósa getur verið langvinn orsök verkja, blæðingaóreglu og ófrjósemi meðal kvenna.
Sjúkdómurinn er vanalega í grindarholi, en getur birst á óvenjulegum stöðum. Hér er lýst til-
felli 39 ára konu með gamla endómetríósugreiningu sem leitaði á heilsugæslu og sjúkrahús
í þrígang á öðrum degi blæðinga vegna andþyngsla, takverks og mæði. Myndgreining sýndi
loftbrjóst hægra megin í öll skiptin. Við brjóstholsspeglun voru endómetríósu-líkir blettir á
yfirborði hægra lunga. Vefjagreining sýndi merki um endómetríósu. Konan hefur verið ein-
kennalaus eftir kemíska fleiðruertingu og hormónameðferð.
F R Æ Ð I G R E I N A R
1. tölublað · 107. árgangur · 2021
7
Helga Ágústa
Sigurjónsdóttir
Vísindi og heilbrigðis
kerfið – mikilvægi
Læknablaðsins
Það er með miklu stolti sem
ég tek við starfi ritstjóra
Læknablaðsins, fyrst kvenna,
sem einnig er merkilegt
þegar svo langt er komið inn
í 21. öldina og íslenskir kven-
læknar fyrir svo löngu stigið
merk skref í lækningum og
vísindum.
9
Ólafur Helgi Samúelsson
Langlífi og heilbrigðis
þjónusta
Okkur hættir til að skilgreina
ákveðinn aldurshóp sem fyrst
og fremst þjónustuþega en
eldra fólk hefur eins og aðrir
borgarar ólíka getu og þarfir
og geta lagt til samfélagsins á
margan hátt.
z
L E I Ð A R A R
Kristín Ólafsdóttir læknir (1889-1971)
Kristín var stúdent frá MR 1911 og lauk prófi frá Háskóla
Íslands 1917, fyrsta konan til að ljúka þaðan prófi í læknis-
fræði.
Hún var læknir á Ísafirði (1917-1931) og í Reykjavík. Hún
skrifaði bækur um heilsufar og mataræði, og þýddi margar
bækur: ævisögur Evu Curie, Helenu Keller og Friðþjófs
Nansen, og um heilsufræði kvenna.
Kristín var gift Vilmundi Jónssyni lækni á Ísafirði og síðar
landlækni.
Á Læknadögum 2011 gaf Félag kvenna í læknastétt,
Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur og Félag
áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Háskóla Íslands
málverk af Kristínu sem prýðir kápu janúarblaðsins.
Myndina málaði Guðmundur Karl Ásbjörnsson eftir
ljósmyndinni sem hér sést.
Myndina af málverkinu tók Kristinn Ingvarsson fyrir
Læknablaðið. Málverkið er varðveitt hjá læknadeild HÍ.
Á FORSÍÐU
Kristín og Vilmundur þegar þau voru í
framhaldsnámi í Kaupmannahöfn árin
1918-1919. Ljósm. Alb. Schou jun.
Köbenhavn / Ljósmyndasafnið Ísafirði.