Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 7

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 7
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 7 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Science and health care system - the importance of The Icelandic Medical Journal Helga Ágústa Sigurjónsdóttir MD, PhD, clinical professor Landspitali University Hospital and Faculty of Medicine, Scool of Health Sciences, University of Iceland, Senior consultant at Laeknasetur Outpatient clinic. Chief Editor of the Icelandic Medical Journal Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræðingur í lyflækning- um og innkirtla- og efna- skiptalækningum, klínískur prófessor við Landspítala og Háskóla Íslands. Sérfræðilæknir Læknasetri. Ritstjóri Læknablaðsins Vísindi og heilbrigðiskerfið – mikilvægi Læknablaðsins „Vísindin efla alla dáð“ – er fyrsta línan úr ljóði Jónas- ar Hallgrímssonar, Til herra Páls Gaimard. Ljóð sem svo gjarnan er vitnað til. Svo satt, viðeigandi og stenst tímans tönn. Ekki að ástæðulausu að einmitt þessi lína ljóðsins stendur fyrir ofan hátíðasal Há- skóla Íslands. Vísindi eru hornsteinn Læknablaðsins, sem hefur einnig staðist tímans tönn, lifað af ýmsar kreppur, er orðið 106 ára og er eldra en Læknafélag Íslands. Læknafélag Reykjavíkur var útgefandi blaðsins í upphafi og kom fyrsta tölublaðið út í janúar 1915 og hefur það síðan verið gefið út óslitið, með læknis- fræðilegum greinum og viðtölum um heilbrigðismál. Upphafsmaður blaðsins, Guðmundur Hannes- son læknir, gaf út handskrifað blað með sama nafni á Akureyri árin 1902-1904. Hann var fyrsti ritstjóri Læknablaðsins allt til ársins 1921, lagði grunninn að blaðinu og kom því í gegnum fyrstu árin með þraut- seigju og atorku. Blaðið hefur frá upphafi haft áhrif langt út fyrir raðir lækna og hefur á síðustu árum tekið nútímalegum breytingum undir dyggri stjórn fráfarandi ritstjóra, Magnúsar Gottfreðssonar. Hann á þakkir skildar fyrir fagleg vinnubrögð og óeig- ingjarnt starf fyrir blaðið og vísast til leiðara hans í síðasta tölublaði Læknablaðsins 2020; 106: 565. Það er því með miklu stolti sem ég tek við starfi ritstjóra Læknablaðsins, fyrst kvenna, sem einnig er merkilegt þegar svo langt er komið inn í 21. öldina og íslenskir kvenlæknar hafa fyrir svo löngu stig- ið merk skref í lækningum og vísindum. Kristín Ólafsdóttir var fyrsta konan sem útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands, 1917. Það er því við- eigandi að hún prýði forsíðu fyrsta tölublaðsins í minni ábyrgð. Fjöldi kvenna í læknadeild Háskóla Íslands hefur frá útskrift hennar margfaldast og árið 2020 voru konur 31 af 49 útskrifuðum lækna- kandídötum frá deildinni. Á Læknadögum, sem nú verður streymt í fyrsta sinn, verður Margrétar Oddsdóttur skurðlæknis minnst með málþingi. Merk kona sem tók þátt í að ryðja braut kvenna í skurðlæknisfræði á Íslandi. Margrét Guðnadóttir veirufræðingur var merkur vísindamaður, frábær kennari og fyrsta konan sem skipuð var í embætti prófessors við Háskóla Íslands, vorið 1969. Alma D. Möller er fyrsta konan sem gegnir stöðu landlækn- is á Íslandi. Þessar konur eru góð dæmi um fyrir- myndir kvenlækna í læknisfræði, sem skilað hafa mikilvægu læknastarfi og vísindarannsóknum. Á 21. öldinni halda konur áfram, samhliða og í sam- vinnu við aðra kollega sína, að marka bjarta framtíð læknisfræðinnar með vísindin að vopni. Gott og öflugt heilbrigðiskerfi byggir á öflugu vísindastarfi og yfirstandandi heimsfaraldur og sú vísindavinna sem liggur að baki skjótri framleiðslu nýs bóluefnis gegn áður óþekktri veiru undirstrikar þetta vel. Það er öllum ljóst að heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án dyggs stuðnings við vísindarannsókn- ir. Aukið fé til vísinda rannsókna í heilbrigðisvísind- um þarf að vera forgangsverkefni á Íslandi, landi sem gjarnan vill bera sig saman við nágrannaþjóðir sem veita umtalsvert meira fé til vísindarannsókna en Ísland. Yfirstandandi heimsfaraldur ætti að styrkja hlut vísindanna við ákvarðana töku um fjárveitingar frá alþingi og Læknablaðið gegnir veigamiklu hlut- verki við miðlun vísindanna um ókomna framtíð. Við þessi áramót bjóðum við velkomna fjóra nýja félaga í ritstjórn og nýr tölfræðingur kemur til starfa. Hulda Einarsdóttir skurðlæknir hefur hafið störf við Landspítala eftir nokkurra ára starf sem sér- fræðingur við háskólasjúkrahúsið í Yale í Connect- icut í Bandaríkjunum og starfar nú við Landspítala. Hulda var ritstjóri Læknanemans 1997-1998 og hefur skrifað greinar í innlend sem erlend læknatímarit, birt ágrip, verið ritrýnir og spurningahöfundur fyr- ir endur- og viðhaldsmenntunarprógramm ASCRS, CARSEP. Ólaf ur Sveinsson lyflæknir, tauga læknir og heimspekingur lauk meistaraprófi (MSc) frá læknadeild Háskóla Íslands 2007 og heimspekideild (MA) 2009 og síðan doktorsprófi frá Karolinska institutet, Stokkhólmi, 2020. Hann hefur birt fjölda greina í erlendum tímaritum sem og Læknablaðinu. Hann starfar nú á Landspítala og rekur samhliða því eigin læknastofu í Lækna- setri. Theodór Skúli Friðriksson svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítala starfaði til nokkurra ára sem sérfræðingur við Há- skólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og varði þar doktorsritgerð sína 2020. Hann hefur birt fjölda greina í erlendum tímaritum. Berglind Jónsdóttir barnainn- kirtlalæknir starfaði sem sérfræðingur til nokkurra ára við Skåne-háskólasjúkrahúsið eftir sérfræðinám í Lundi. Hún varði doktorsritgerð sína í Lundi 2017 og hefur birt fjölda greina í erlendum tímaritum og er í alþjóðavísindasamstarfi. Við þökkum einnig Thor Aspelund sem hefur verið tölfræðingur blaðsins til fjölda ára og bjóðum velkomna Sigrúnu Helgu Lund sem tekur nú við því starfi. Hún lauk BS-prófi í töl- fræði frá Háskóla Íslands 2004 og doktorsprófi í töl- fræði 2014. Hún starfaði við læknadeild frá 2013 og fékk prófessorsstöðu 2018 og er nú tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Mikil eftirvænting fylgir nýja árinu, ekki síst með tilkomu nýs bóluefnis sem vonandi breytir lífi okkar allra aftur til eðlilegra horfs. Megi nýtt ár verða okk- ur öllum gleðilegt og farsælt. Lengi lifi Læknablaðið! Með tilvitnun í fyrrnefnt ljóð um mikilvægi vísindanna: „farsældum vefja lýð og láð.“ doi 10.17992/lbl.2021.01.613 Það er því með miklu stolti sem ég tek við starfi ritstjóra Læknablaðsins fyrst kvenna, sem einnig er merkilegt þegar svo langt er komið inn í 21. öldina og íslenskir kvenlæknar fyrir svo löngu stigið merk skref í lækningum og vísindum. helgaags@landspitali.is

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.