Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jan. 2021, Side 12

Læknablaðið - jan. 2021, Side 12
12 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N hjúkrunarheimilum. Ekki hefur enn verið gerð heildræn rannsókn á geðsjúkdómagreiningum og geðlyfjanotkun íbúa á íslenskum öldrunarstofnunum, né hefur þróun þessara þátta verið lýst. Mik- ilvægt skref í stefnumótun geðheilbrigðisþjónustu á íslenskum hjúkrunarheimilum er að varpa ljósi á þessa þætti. Því er tilgangur þessarar rannsóknar að kanna algengi geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkun íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum og hvernig hún hefur þróaðst síðustu árin. Í þeim tilgangi verður eftirfarandi rannsóknarspurningum svarað: 1. Hver er tíðni geðgreininga á meðal íbúa á íslenskum hjúkr- unarheimilum og hvernig hefur hún þróast frá 2003 til 2018? 2. Hver er tíðni geðlyfjanotkunar í þessum hópi og hvernig hef- ur hún þróast frá 2003 til 2018? 3. Hver eru tengslin á milli geðlyfjanotkunar og geðgreininga á íslenskum hjúkrunarheimilum? Efniviður og aðferð Rannsóknin er afturskyggn þversniðsrannsókn. Rannsóknar- gögnin eru fengin úr niðurstöðum matsgerða með annarri útgáfu mælitækisins „Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum“ (Minimum Data Set 2.0), sem er gagnasöfn- unarhluti matstækisins: „Raunverulegur aðbúnaður íbúa“ (Res- ident Assessment Instrument; interRAI).9 Hér eftir kallað „RAI- mælitækið“. Mælitækið er notað til samræmdrar skráningar og mats á heilsufari, færni og þörfum íbúa á hjúkrunarheimilum. Það hefur verið notað á Íslandi síðan 1996 og frá árinu 2003 hefur það verið lagt fyrir að minnsta kosti þrisvar á ári. Matið byggir á upplýsingum úr viðtölum við og athugunum á íbúunum, viðtöl- um við ættingja og gögnum úr sjúkraskrám. Sýnt hefur verið fram á réttmæti og áreiðanleika þess.10 Í þessari rannsókn voru notaðar eftirfarandi breytur og kvarðar úr RAI-mælitækinu: Geðsjúkdómagreiningar í RAI-mælitækinu eru fjórar: kvíði, þung lyndi, geðklofi og oflæti/þunglyndi. Síðasttalda greiningin er nú oftast kölluð geðhvörf og verður það heiti notað hér. Þessar greiningar eru tvíkostabreytur og segja til um hvort einstaklingur hafi tiltekna greiningu í sjúkraskrá. Greiningarnar eru því gerðar af viðkomandi lækni, en rannsóknargögnin veita engar upplýs- ingar um hvaða greiningarskilmerki liggja að baki þeim. Grein- ingarnar segja því hvorki til um alvarleika né birtingarmyndir þess geðræna vanda sem liggur að baki þeim; til dæmis hvers konar kvíðaröskun liggur að baki kvíðagreiningunni. Í RAI-mælitækinu er geðlyfjanotkun skráð samkvæmt lyfja- flokkunarkerfinu ATC (Anatomical Therapeutic Chemical classi- fication): sterk geðlyf (N05A, Antipsychotics), kvíðastillandi lyf (N05B, Anxiolytics) og geðdeyfðarlyf (N06A, Antidepressants). Nöfnum lyfjaflokkanna hefur verið breytt í Sérlyfjaskrá og heita nú geðrofslyf, róandi lyf, kvíðalyf og þunglyndislyf. Í þessari grein eru nýju nafngiftirnar notaðar. Ekki verður fjallað um svefnlyfja- notkun (N05C) því reikna má með að slíkum lyfjum sé ekki ávísað sem meðferð við þeim geðræna vanda sem geðsjúkdómagrein- ingarnar lýsa. Í RAI-mælitækið er skráð hversu marga daga á síðastliðnum 7 dögum íbúi fékk geðlyf. Til að gæta varúðar nær rannsóknin aðeins til þeirra sem fengu geðlyf alla síðustu 7 dag- ana þegar mæling var gerð. Þessi breyta segir ekki til um hvaða undirflokki þessara megin geðlyfjaflokka lyfin sem notuð voru tilheyrðu. Algengi notkunar sterkra geðlyfja (geðrofslyfja) í öðrum til- fellum en mælt er með. Þessi gæðavísir RAI-mælitækisins mælir þann fjölda íbúa sem hafa fengið geðrofslyf án þess að vera með alvarlegan geðsjúkdóm eða tengd vandamál; nánar tiltekið geð- klofa eða ofskynjanir. Úrtak Rannsóknargögnin voru fengin úr miðlægum gagnagrunni Emb- ættis landlæknis sem nær yfir RAI-matsgerðir á íslenskum hjúkr- unarheimilum frá 2003 til 2018. Þar sem tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun yfir tímabilið og breytingar milli ára, var stuðst við síðustu árlegu mælingu hvers einstaklings (N=47.526). Þannig voru borin saman gögn úr 16 þversniðsrannsóknum þar sem fjöldi þátttakenda var frá 2706 (árið 2005) til 3324 (árið 2007), eða að með- altali 2970. Vísindasiðanefnd og Embætti landlæknis veittu leyfi fyrir rannsókninni (tilvísunarnúmer: VSNb2013030008/03.11 og EL1303070). Tölfræðileg úrvinnsla Lýsandi tölfræði var beitt til að draga upp mynd af tíðni og þró- un geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á tímabilinu. Kí - kvaðrat próf fyrir leitni (Chi-Square test for trend) var notað til að skoða hvort þróunin væri tölfræðilega marktæk. Niðurstöður Meðalaldur þátttakenda var 84,2 ár (sd=8,4; N=47.526); konur voru 63,5% og karlar 36,5%. Geðsjúkdómagreiningar Á tímabilinu höfðu að meðaltali 60,0% íbúanna einhverja geðsjúk- dómagreiningu. Þetta hlutfall tók ekki tölfræðilega marktækum breytingum; var 53,6% árið 2003 en 58,5% 2018. Það fór hægt vax- andi til 2010 er það náði hámarki, 63,4%. Þunglyndi var algengasta geðgreiningin; að meðaltali 42,5%. Hlutfallið var 37,7% árið 2003 og fór hækkandi til áranna 2007 til 2010 er það var að meðaltali 47,8%. Síðan hefur það lækkað og var 36,8% árið 2018 (χ2 = 259,8; p<0,001). Kvíði var næstalgengasta greiningin; að meðaltali 35,6%. Hlutfallið var 29,1% árið 2003, en 37,9% 2018. Kvíðagreiningar náðu hámarki árið 2011 er þær voru 39,4% (χ2 = 207,5; p<0,001). Að meðal- tali höfðu 56,5% íbúanna kvíða- og/eða þunglyndisgreiningu. Þetta hlutfall var 49,4% árið 2003 en 54,5% 2018 (χ2 = 164,5; p<0,05) (mynd 1). Árið 2018 voru 4,2% íbúanna greindir með geðhvörf og hefur tíðnin haldist nær óbreytt; var að meðaltali 4,4%. Hún var hæst árið 2005, 5,2% en lægst árið 2003, 3,7%. Tíðni geðklofagreininga hefur tekið meiri og tölfræðilega marktækum breytingum, en hún var að meðaltali 2,7%. Á árunum 2003 til 2007 var hún á bilinu 2,3% til 2,9% en tók þá að minnka og náði lágmarki, 1,8%, árið 2012. Síðan hefur hún hækkað jafnt og þétt og var 4,1% árið 2018 (χ2 = 68,5; p<0,001). Geðlyfjanotkun Á tímabilinu tóku að meðaltali 69,6% íbúanna einhvers konar geðlyf að staðaldri. Árið 2003 var hlutfallið 66,3% en fór hægt vax- andi til áranna 2008 og 2009 er það var 70,2%. Þá dró aðeins úr til ársins 2012, er það varð 67,2%. Síðan hefur neyslan aukist og var

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.