Læknablaðið - Jan 2021, Page 15
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 15
R A N N S Ó K N
hjúkrunarheimilum.29 Mikilvægt er að íslensk hjúkrunarheimili
nýti sér slíkar leiðbeiningar. Einnig er þörf á að rannsaka hvaða
þættir hafa áhrif á geðlyfjanotkun á íslenskum hjúkrunarheimil-
um því tíðni geðlyfjanotkunar, og því að líkindum ástæður henn-
ar, er mismunandi eftir löndum og á milli hjúkrunarheimila innan
hvers lands.14 Mikilvægt er að þekkja þá þætti sem stuðla að óþarfa
geðlyfjanotkun til að unnt sé að draga úr henni.
Það krefst einstaklingsbundinnar nálgunar og varúðar að
draga úr geðlyfjanotkun og gott er að bjóða upp á önnur með-
ferðarúrræði samhliða því og einnig til að fyrirbyggja óþarfa
geðlyfjanotkun. Ýmis sálfélagsleg inngrip gagnast öldruðum og
mörg meðferðarúrræði hafa verið þróuð til draga úr hegðunar- og
geðrænum einkennum meðal fólks með heilabilun, meðal annars
hreyfing, nudd-, ilm- og birtumeðferð og endurminninga-, tónlist-
ar- og gæludýrameðferð. Árangur þessara úrræða er misvel studd-
ur rannsóknum – sumar þeirra eru þó gagnreyndar30 – en þær eru
skaðlausar og oft ódýrar í framkvæmd.
Þakkir
Rannsakendur vilja þakka styrk til rannsóknarinnar frá Vísinda-
sjóði Landspítala og Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
dregið úr óróleika og hegðunarvanda heilabilaðra, sérstaklega ef
þau eru alvarleg, en árangur er of lítill til að mæla með þeim, ekki
síst vegna hættunnar á skaðlegum áhrifum.23 Rannsóknir benda
til að geðrofslyf auki hættu á dauðsföllum, sykursýki, sljóleika,
föllum og mjaðmagrindarbrotum og hafi skaðleg áhrif á hjarta-
og æðakerfi, þar með talið blóðtappamyndun.24 Einnig eru vís-
bendingar um að hefðbundin geðrofslyf valdi frekar skaðlegum
áhrifum en óhefðbundin. Þetta á sérstaklega við um áhrif á hjarta
og æðakerfi, sykursýki, sljóleika24 og hættu á dauðsföllum.25 Þær
rannsóknir sem hér er vísað til náðu til almenns þýðis, en nýleg
safngreining26 bendir til að óhefðbundin geðrofslyf auki hættu á
dauðsföllum þegar þau eru gefin vegna hegðunar og sálfélagslegs
vanda eldra fólks með heilabilun. Rannsóknargögnin veita ekki
upplýsingar um hlutfallslega tíðni á milli notkunar hefðbundinna
og óhefðbundinna geðrofslyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum.
Ályktanir
Gæta þarf meiri nákvæmni í greiningum á geðrænum vanda íbúa
íslenskra hjúkrunarheimila með því að aðlaga greiningaraðferðir
að þörfum þeirra. Sérstaklega þarf að hafa í huga að þunglyndis-
einkenni, óróleiki og hegðunarvandi fólks með heilabilun get-
ur stafað af líkamlegum óþægindum og sársauka.27 Árangur af
geðlyfjanotkun aldraðra er óviss og þau geta haft skaðleg áhrif.
Því er mikilvægt að draga úr notkun þeirra. Mikil geðlyfjanotkun
á öldrunarheimilum er hluti stærri vanda fjöllyfjanotkunar, sér-
staklega þegar óæskilegar samlegðaraukaverkanir vega þyngra en
ábatinn af einstaka lyfi. Ýmsar leiðbeiningar hafa verið þróaðar
til að draga úr fjöllyfjanotkun aldraðra og Embætti landlæknis
mælir með Stop-Start-viðmiðunum.28 Einnig hafa verið þróað-
ar árangursríkar leiðbeiningar til að draga úr geðlyfjanotkun á
Páll Biering1
Ingibjörg Hjaltadóttir1,2
1Faculty of Nursing, University of Iceland, 2Division of Clinical
Services Landspítali, National University Hospital.
Correspondence: Páll Biering, pb@hi.is
Key words: older people, mental health care,
psychiatric diagnoses, psychotropic medication.
E N G L I S H S U M M A R Y
The prevalence of psychiatric diagnoses and psychotropic medication in icelandic
nursing homes from 2003 to 2018
INTRODUCTION: Research shows a high prevalence of mental disorders and psychotropic
medication among older people, especially in nursing homes. Knowledge of this concerning
issue among Icelandic nursing homes residents is limited, despite its importance for mental
health policymaking. Therefore, the aim of this study was to investigate the prevalence of
psychiatric diagnoses and psychotropic medication in Icelandic nursing homes, the relationship
between these factors and how they have evolved from 2003 to 2018.
MATERIAL AND METHODS: The research data comes from interRAI MDS 2.0 assessments for
nursing home residents in Iceland, for the period 2003-2018. The study uses the last assessment
of each year (N=47,526).
RESULTS: Approximately half of the residents were diagnosed with anxiety and/or depression;
49.4% in 2003 and 54.5% in 2018. The use of psychotropic drugs increased from 66.3% to 72.5%.
Antidepressants were most commonly utilized, with an increase from 47.5% to 56.2%. The use of
antipsychotics drugs has remained nearly unchanged, at around 26%. Inconsistency was found
between psychotropic medication and psychiatric diagnoses; on average, 18.2% of the residents
took psychotropic drugs without being diagnosed and 22.3% took antipsychotics in other cases
than recommended.
CONCLUSION: Age related changes influence the effect of psychotropic drugs and studies
have not supported their positive long-term effects for older people who are also sensitive to
associated adverse effects, especially in cases of polypharmacy. Therefore, it is important that
psychotropic drugs use is based on accurate mental health assessment. To reduce psychotropic
medication, other mental health interventions need to be developed.
doi 10.17992/lbl.2021.01.615
Greinin barst til blaðsins 9. september 2020, samþykkt til birtingar
23. nóvember 2020.