Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 18
18 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
störfum sínum eftir ákæruna en fyrir og að þeir væru meðvitaðri
nú en fyrir ákæru, ekki aðeins um ábyrgðina sem störfum þeirra
fylgir heldur einnig áhættuna, og þá ekki einungis fyrir sjúklinga
heldur einnig fyrir þá sjálfa bæði persónulega og faglega.2
Ákæran í maí 2014 var reiðarslag fyrir heilbrigðisstarfsfólk á Ís-
landi.3 Á þessum tíma áttu fáir von á því að hjúkrunarfræðingur-
inn yrði ákærður og sóttur til saka fyrir refsivert athæfi. Ákæran
markaði tímamót að því leyti að nýr veruleiki blasti nú við heil-
brigðisstarfsfólki þar sem gera mátti ráð fyrir að með ákærunni
hefði skapast fordæmi. Ríkissaksóknari hafði sótt málið fast fyrir
dómi og var ekki sáttur við það hvernig málið þróaðist í dómnum.4
Ef þess má vænta að heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi fái stöðu sak-
bornings vegna mistaka í starfi, þá eru blikur á lofti í málefnum
heilbrigðisþjónustunnar, einkum í öryggismálum sjúklinga.
Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu gerast. Alvarleg atvik sem
rekja má til ásetnings eru afar sjaldgæf og ber að rannsaka sem
sakamál. Ákvæði um manndráp af gáleysi er ákvæði í almennum
hegningarlögum og eiga sér rætur í mismunandi aðstæðum dag-
legs lífs þar sem athafnir eins geta skapað augljósa hættu og valdið
öðrum tjóni eða skaða eins og til dæmis í umferðinni. Í heilbrigð-
isþjónustu eru aðstæður sem fela í sér hættur því störfum fagfólks
fylgir oft augljós áhætta fyrir sjúklinga. Starfsemi sjúkrahúsa ein-
kennist af fjölda ákvarðana sem taka þarf hratt og fumlaust fyr-
ir mjög veikt fólk, fjölda aðgerða í flóknu tæknivæddu umhverfi
og árangri sem ræðst af þessu tvennu og tengdum atvikum. Við
svona aðstæður geta átt sér stað óhöpp og mannleg mistök.
En er ástæða til að ætla að nú séu blikur á lofti um að heil-
brigðisstarfsfólk á Íslandi eigi á hættu að sæta ákæru samkvæmt
almennu ákvæði um refsiábyrgð? Alþjóðlegar rannsóknir Dekkers
benda til þess að tilfellum þar sem mannleg mistök í heilbrigðis-
þjónustu eru gerð refsiverð fari fjölgandi.5 Hann tengir það við
almenna þróun löggjafar frá því að vera almenn og opin fyrir
túlkunum yfir í þrengri og sértækari lög og nefnir þar sem dæmi
lög um hatursglæpi. Þá heldur hann því fram að „glæpavæðing
mannlegra mistaka“ gerist ekki í tómarúmi og bendir á að meðal
lögfræðinga megi finna þau viðhorf að tími sé til kominn að taka
af festu á fagfólki og láta eitt yfir alla ganga, „lög eru lög og allir
skuli jafnir fyrir lögum“. Hvort faglegri eða lagalegri ábyrgðar-
skyldu verði beitt, veltur að mati Dekkers á því hver segir söguna,
hvaða skilgreiningum og þar með hvaða skilningi er beitt.5
Norrænir afbrotafræðingar hafa haldið því fram að stefna í af-
brotamálum sé að hallast í átt að harðari refsingum og benda á
að stjórnmálamenn réttlæti harðari refsingar í vaxandi mæli með
vísan til almenningsálitsins og þess að almenningur vilji harðari
refsingar. Rannsóknir þeirra sýndu hins vegar að því meiri upp-
lýsingar sem fólk fær um tiltekið mál og því meira sem það veit
um hagi hins ákærða, því mildara verði fólk í afstöðu sinni til
refsinga.6
Með hliðsjón af þessu var vert að kanna viðhorf almennings
á Íslandi til ákæru á hendur heilbrigðis-
starfsfólki og skoða hvort þar sé gerður
greinarmunur á mistökum, slysni, van-
rækslu og ásetningi. Þetta var gert hér með
samanburðarrannsókn þar sem skoðuð
voru viðhorf meðal íslenskra hjúkrunar-
fræðinga annars vegar og almennings
hins vegar. Ætla má af rannsóknum norrænu afbrotafræðinganna
að fram komi munur á viðhorfum og skilningi meðal hjúkrunar-
fræðinga annars vegar og almennings hins vegar og að þar sé al-
menningur líklegri en hjúkrunarfræðingar til að setja öll alvarleg
atvik undir sama hatt sem refsivert athæfi.
Sé sú tilgáta rétt, geta niðurstöðurnar gefið vísbendingar um
þau verkefni sem fram undan eru við að efla traust á stofnunum
heilbrigðiskerfisins. Markmið þessarar rannsóknar var að stuðla
að upplýstari umræðu um viðbrögð við atvikum í heilbrigðis-
þjónustu og hvernig þau tengjast öryggi sjúklinga. Með þetta að
markmiði leitast rannsóknin við að varpa ljósi á þá spurningu
hvað einkenni viðhorf gagnvart ákæru fyrir alvarleg atvik í heil-
brigðisþjónustu á Íslandi, og hvort draga megi ályktanir af þeim
viðhorfum fyrir þær áskoranir sem við blasa, það er að byggja upp
öryggismenningu innan íslenska heilbrigðiskerfisins og tryggja
betur öryggi sjúklinga til lengri tíma.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var lýsandi samanburðarrannsókn sem byggðist á
gögnum úr könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir höfunda
í byrjun árs 2019 og að hluta úr viðtalsrannsókn um áhrif ákæru
á hjúkrunarfræðinga.2 Fjórar spurningar voru lagðar fyrir 2882
hjúkrunarfræðinga, dagana 26. febrúar til 3. mars 2019. Þessar
sömu spurningar voru lagðar fyrir samanburðarhóp dagana 22.
febrúar til 5. mars 2019. Samanburðarhópurnn var fenginn úr
Þjóðgátt Maskínu, sem er slembiúrtak úr Þjóðskrá, lagskipt eftir
aldri og búsetu og voru gögnin viktuð þannig að niðurstöðurnar
endurspegli þjóðina eins og hún birtist í skrám Hagstofu Íslands.
Hópurinn hjúkrunarfræðingar var allt þýðið, það er allir starfandi
hjúkrunarfræðingar á Ísland samkvæmt félagatali Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga árið 2018.
Spurningarnar voru flokkaðar samkvæmt skilgreiningum á
atvikum í heilbrigðisþjónustu sem birtust í bandarískri tímamóta-
skýrslu árið 1999 um mistök í heilbrigðisþjónustu.7 Tildrög skýrsl-
unnar voru vaxandi áhyggjur af umfangi mistaka innan heilbrigð-
isþjónustunnar og stöðu öryggismála sem kölluðu á nauðsyn þess
að rjúfa þögnina og kveða niður menningu sem einkennst hafði
af ásökunum. Í skýrslunni er meðal annars gerður greinarmunur
á óhappi (slips), yfirsjónum (lapses), mistökum (mistakes) og slysni
(accidents).
Með spurningunum var annars vegar kannað hvort það viðhorf
sem þar kæmi fram gerði greinarmun á mistökum, slysni, van-
rækslu eða ásetningi sem orsök skaða eða dauða. Hins vegar var
skoðað hvort greina mætti mun á viðhorfum og þá hugsanlega
skilningi þessara hópa á mismunandi merkingu þessara hugtaka.
Öll svör voru gefin á Likert-kvarða (tafla I).8 Svarmöguleikar voru
eftirfarandi: Mjög sammála (5), frekar sammála (4), hvorki sam-
mála né ósammála (3), frekar ósammála (2), mjög ósammála (1).
Miðað var við mæligildi á miðsækni svara,
sem segir til um hvar þungamiðja svara
við tiltekinni spurningu liggur á Likert-
kvarðanum. Staðalfrávik og 95% vikmörk
voru reiknuð fyrir svör hverrar spurningar
(myndir 1-4). Stuðst var við Kí-kvaðrat próf
og voru marktæknimörk sett 0,05.
Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu
gerast. Alvarleg atvik sem rekja má til
ásetnings eru afar sjaldgæf og ber að
rannsaka sem sakamál