Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jan. 2021, Side 21

Læknablaðið - jan. 2021, Side 21
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 21 R A N N S Ó K N mikilvæg. Aftur á móti er mikilvægt að geta tekið þá umræðu án þess að umræðan sé yfirskyggð af atburðum sem einkenna gjarn- an alvarleg atvik og áhrif þeirra á sjúklinga og aðstandendur, þó skiljanleg sé. Í þessari rannsókn er sjónum hins vegar beint að því sem skiptir höfuðmáli fyrir möguleika heilbrigðiskerfisins til að byggja upp öryggismenningu, en það eru viðbrögð við alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu, áhrifum þeirra á heilbrigðisstarfs- fólk og þær hættur sem þeim áhrifum geta fylgt fyrir framkvæmd öryggis- og gæðamála. Tildrögin eru eins og fram hefur komið ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi sem sakaður var um mann- dráp af gáleysi. Þegar umrætt atvik átti sér stað síðla árs 2012 hafði umræðan um öryggi sjúklinga tekið á sig þá mynd innan sjúkrahússins að „opna skyldi umræðuna um alvarleg atvik og byggja upp traust í samskiptum“. Tilkynna skyldi og skrá alvarleg atvik með það að markmiði að læra af mistökum og bæta þannig þjónustuna og tryggja betur öryggi sjúklinga.2 Aftur á móti, þegar tilkynning um atvikið var samkvæmt lögum18 komin í hendur starfsfólks í öðru opinberu kerfi, réttarkerfinu, þar sem unnið er samkvæmt lögum um meðferð sakamála sem tóku mið af öðrum markmiðum en þeim sem að var stefnt innan sjúkrahússins, átti sér stað trúnaðarbrestur í hugum starfsfólks innan heilbrigðiskerf- isins. Það sem átti að vera öryggis- og gæðamál var orðið sakamál sem birtist með ákæru Ríkissaksóknara í maí 2014.2 Rannsóknir benda til þess að refsivæðing mannlegra mis- taka sé tengd ríkjandi viðhorfum og að framkvæmd ábyrgðar- skyldunnar sé ekki óháð ytri aðstæðum.5 Rannsóknir norrænu afbrotafræðinganna taka undir þetta.6 Þeir benda á að stjórn- málamenn réttlæti í vaxandi mæli harðari refsingar með vísan til þess að það sé vilji almennings og telja sig sjá ákveðið samband milli vaxandi fylgis flokka yst á hægri væng stjórnmálanna og breytinga á refsimenningu í þessa veru. Breytingum á umliðnum 30-40 árum á opinberri stjórnsýslu, sem rekja má til ríkisstjórna Ronalds Reagan og Margaretar Thatcher, fylgdu meiri kröfur um aukna skilvirkni, ábyrgð og gagnsæi.19 Tilgangurinn var að auka traust á þjónustu hins opinbera.20,21 Fagfólk hefur ekki far- ið varhluta af áhrifum þessara breytinga og framkvæmd þeirra í sínum daglegu störfum.22,23,24 Sú innbyggða tortryggni sem fólst í þessum breytingum virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri heldur þvert á móti nært tortryggni og efasemdir í garð opinberr- ar stjórnsýslu og þjónustu fagfólks.20 Andrúmsloft tortryggni og efasemda grefur undan því trausti sem þarf að ríkja svo hægt sé að rannsaka það sem fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustu án þess að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að óttast að upplýsingar sem það veit- ir um málavexti verði notaðar gegn þeim í sakamáli. Þetta sýna rannsóknir á sambandinu milli trausts og ábyrgðarskyldu en þær sýna að jákvæð áhrif ábyrgðarskyldunnar ráðast af því hvernig staðið er að framkvæmdinni.25 Rannsóknir sýna að óvænt alvarleg atvik eru heilbrigðisstarfs- fólki mjög þungbær reynsla.5,26-29 Þá geta ákærur bæði skaðað sambandið milli sjúklinga og starfsfólks22,30 og haft neikvæðar af- leiðingar fyrir öryggismál og því grafið und- an öryggi sjúklinga.5 Alþjóðlegar rannsóknir á áhrifum ákæru á hendur fagfólki almennt í mikilvægum þjónustukerfum þar sem ör- yggismál verða að vera í forgrunni, benda til þess að slíkar ákærur hamli uppbyggingu og framþróun öryggismála. Innan stofnana- fræðanna hafa verið færð fyrir því rök að til að tryggja gæði og áreiðanleika upplýsinga um alvarleg atvik í þeim tilgangi að draga af þeim lærdóm og byggja upp öryggismenningu sé mikilvægt að starfsfólk eigi ekki yfir höfði sér ákærur og sakamálaferli.31 Um- ræða um atvikaskráningu og öryggismenningu á vettvangi stjórn- sýslufræðanna tekur undir þessi rök. Í því samhengi hefur verið bent á að mikilvægt sé að framkvæmd ábyrgðarskyldunnar leggi áherslu á fyrirsvar (answerability) faglegrar ábyrgðar á kostnað sak- næmis (culpability) lagalegrar refsiábyrgðar. Þannig megi forðast ásakandi andrúmsloft við kringumstæður þar sem lífsnauðsyn kallar á að ábyrgðarskyldu sé fylgt eftir með hætti sem best tryggir gæði upplýsinga.32 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þörf er á upplýstri umræðu um óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu og hvernig við- brögð við þeim tengjast öryggi sjúklinga. Eins og sjá má af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni hér að framan er almenningur líklegri en hjúkrunarfræðingar til að vilja ákæra heilbrigðisstarfs- mann fyrir mannleg mistök í starfi. Tilgátan um að gera mætti ráð fyrir að munur væri á viðhorfum almennings og viðhorfum hjúkrunarfræðinga hefur því verið staðfest. Aftur á móti minnkar bilið milli þessa viðhorfs almennings í könnuninni og viðhorfs hjúkrunarfræðinganna eftir því sem menntunarstig almennings hækkar. Með öðrum orðum má leiða rök að því að þeim mun meiri upplýsingar sem fólk almennt hefur um málavexti, því mildari verði afstaðan til þess hvort eigi að ákæra eða ekki. Þessi niður- staða er í ætt við niðurstöðu norrænu afbrotafræðinganna í rann- sókninni um viðhorf almennings til refsinga, sem vísað var til hér að framan. Sú athyglisverða niðurstaða fékkst með samanburðinum milli þessara hópa að munurinn á viðhorfum hjúkrunarfræðinganna og viðhorfum almennings minnkar eftir því hvort um er að ræða mannleg mistök, slysni, vanrækslu eða ásetning. Munurinn á svörum hópanna verður lítill þegar um er að ræða vanrækslu og nánast enginn varðandi ásetning. Ekki er að sjá af þessu að viðhorf hjúkrunarfræðinga beri vott um tilhneigingu til að víkjast und- an ábyrgð á því sem kann að fara úrskeiðis, heldur að gera beri greinarmun á eðli atvika enda má gera ráð fyrir að þar komi til þekking hjúkrunarfræðinga á aðstæðum. Á hinn bóginn má skilja viðhorf almennings sem viðhorf notandans sem allt eins gæti átt það á hættu að verða fyrir því sem úrskeiðis fer í heilbrigðisþjón- ustunni. Ef það er tilfellið að greina megi ótta meðal almennings eru blikur á lofti í heilbrigðisþjónustunni, því það er kunnara en frá þurfi að segja að ótti meðal almennings hefur reynst kjörlendi tækifærismennsku í heimi stjórnmálanna. Þessar niðurstöður renna stoðum undir þau sjónarmið að rann- sóknir á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu fái kerfisbund- inn farveg innan stjórnsýslunnar. Þar verði tryggt að stofnanir sem fara með rannsókn slíkra mála hafi á að skipa sérfræðiþekk- ingu á þeim málum sem til rannsóknar eru hverju sinni. Rann- sóknin þarf að miða að því að fá fram allar upplýsingar um at- vikið til að draga af því lærdóm og þar með draga úr líkum á að slíkt gerist aftur. Gæta þarf þess að ljúka með skipulögðum hætti rannsókn málsins á þessum nótum áður en úr því er endanlega skorið hvort grunur leiki á um refsivert athæfi sem þá þarf að senda til rannsóknar hjá lögreglu. Þessi nálgun er Rannsóknir sýna að alvarleg atvik eru heilbrigðisstarfsfólki þungbær reynsla. Ákærur geta skaðað sambandið milli sjúklinga og starfsfólks og grafið undan öryggi sjúklinga

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.