Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 24

Læknablaðið - jan. 2021, Síða 24
24 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Tíðatengt loftbrjóst vegna endómetríósu í lunga Sjúkratilfelli Á G R I P Endómetríósa getur verið langvinn orsök verkja, blæðingaóreglu og ófrjósemi meðal kvenna. Sjúkdómurinn er vanalega í grindarholi, en getur birst á óvenjulegum stöðum. Hér er lýst tilfelli 39 ára konu með gamla endómetríósugreiningu sem leitaði á heilsugæslu og sjúkrahús í þrígang á öðrum degi blæðinga vegna andþyngsla, takverks og mæði. Myndgreining sýndi loftbrjóst hægra megin í öll skiptin. Við brjósthols- speglun voru endómetríósu-líkir blettir á yfirborði hægra lunga. Vefja- greining sýndi merki um endómetríósu. Konan hefur verið einkenna- laus eftir kemíska fleiðruertingu og hormónameðferð. Greining tíðatengds loftbrjósts þarf að byggjast á samhliða brjóst- hols- og kviðarholsspeglun með vefjasýnatöku til að fá staðfestingu á sjúkdómnum og tryggja grundvöll meðferðar. Ásdís Kristjánsdóttir1 læknanemi Gunnar Mýrdal2 læknir Margrét Sigurðardóttir3 læknir Reynir Tómas Geirsson4 læknir, próf. em. ✝ Gunnar Mýrdal Einarsson, læknir, lést 10. september 2020. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðlækningar, aðgerðasviði Landspítala, 3rannsóknastofu í meinafræði, rannsóknasviði Landspítala, 4kvennadeild, aðgerðasviði Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ásdís Kristjánsdóttir, ask41@hi.is Inngangur Loftbrjóst getur átt sér margvíslegar orsakir, svo sem áverka, slys, sýkingar og undirliggjandi lungnasjúkdóma, en getur komið til án augljósrar skýringar.1 Minna þekkt er að endómetríósa (endometri- osis, íslenskt samheiti: legslímuflakk) á yfirborði eða í vefjum lungna getur valdið endurteknu loftbrjósti hjá konum á frjósemis- aldri.2,3 Þetta er ástand sem oft er litið framhjá og vill gleymast við bráðaaðstæður. Endómetríósa eða legslímuflakk er kvensjúkdómur með al- gengi sem gæti náð til 1-3% kvenna,4,5 en er stundum sagt vera til staðar hjá allt að tíundu hverri konu á einhverjum tíma frjósemis- skeiðsins, þó líklega sé það ofmat.2,5 Samsetning legslímukirtilvefs og uppistöðuvefs fyrir utan leg skilgreinir endómetríósu, en bólga þarf einnig að vera til staðar.5 Að ná fullnægjandi vefjasýni getur verið vandkvæðum háð. Algengt er að sjúkdómurinn sé greindur án staðfestingar með vefjasýni og klínísk greining með og án kvið- arholsspeglunar er látin duga.4,5 Einkennin eru tengd tíðablæðingum, þó þau geti líka orðið Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. að stöðugri vanlíðan. Þekkja þarf til mismunandi birtingarforma endómetríósu og muna eftir sjúkdómnum í þeim mörgu geirum læknisfræðinnar þar sem bráðum veikindum kvenna er sinnt. Loftbrjóst af völdum endómetríósu hefur verið tilefni nokkurs fjölda fræðigreina. Einu íslensku tilviki hefur verið lýst svo vitað sé, í ráðstefnuágripi árið 2007. Ekki var hægt að sýna með vissu fram á endómetríósu í lunganu, en einkenni voru hins vegar dæmigerð.6 Við loftbrjóst getur orðið brátt og misalvarlegt, stundum hættulegt, ástand vegna rofs á yfirborði lungans. Innöndunar- loft kemst þá inn í fleiðruholið og leiðir til samfalls á lunganu.1,2 Endómetríósan er jafnan staðsett utarlega í lungnavefnum og rétt undir fleiðrunni (pleura), og leiðir til bólguertingar og vefjahnúða.2 Brjóstholsverkir samfara tíðablæðingum verða vegna blæðinga í lungnavefinn og inn í fleiðruholið. Þetta form endómetríósu er gjarnan kallað catamenial (= tíðatengt) loftbrjóst (catamenial pneumothorax), en er líka nefnt heilkenni legslímuflakks í lungum ✝

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.