Læknablaðið - jan. 2021, Síða 27
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 27
S J Ú K R A T I L F E L L I
og stækkunar á myndfleti (video-laparoscopy), sem gerir greiningu
og meðferð á smærri vefjaskemmdum öruggari.2,5
Meðferð loftbrjósts er að fjarlægja loftið úr fleiðruholinu og
draga þannig út lungað, en stundum dugar að bíða og sjá til. Hjá
einstaklingum með stórt loftbrjóst getur þurft að setja brjósthols-
kera eða gera skurðaðgerð og síðan framkvæma fleiðruertingu til
að loka viðkomandi hluta fleiðruholsins. Tilgangurinn er að fyrir-
byggja endurtekið loftbrjóst.1 Við tíðatengt loftbrjóst þarf að auki
að bæla niður tíðablæðingar með hormónum. Mælt er með því að
nota GNRH-agónistalyf til þess að stöðva blæðingar.2,8,9 Þessi lyf
bæla undirstúku-heiladinguls-eggjastokka öxulinn og þar með
vöxt legslímufrumna, eins og reynt var í þessu tilviki með árangri,
en lyfin geta einnig valdið tíðahvarfa-líkum einkennum og bein-
þynningu. Ef hormónameðferð skilar ekki árangri eða verður ekki
við komið, er mælt með skurðaðgerð sem meðferð. Levónorgestrel-
lykkjan er góð framhaldsmeðferð til að stöðva tíðablæðingar og
hún er getnaðarvörn þar að auki.
Brjóstholsspeglun er nú álitin bæði besta aðferðin til grein-
ingar og meðferðar á loftbrjósti vegna endómetríósu. Dugað get-
ur að „brenna“ blettina, en ef þeir ná lengra inn í lungnavefinn
getur þurft að framkvæma brottskurð umhverfis blettina, jafnvel
fleygskurð eða blaðnám á lunga sem þó væri alltaf lokaúrræði. Í
lok aðgerðar ætti að gera kemíska fleiðruertingu til þess að hindra
endurkomu loftbrjóstsins enn betur.2,3,8
Ef grunur er um loftbrjóst af völdum endómetríósu er nú mælt
með því að gerð sé samhliða kviðarholsspeglun til að meta út-
breiðslu sjúkdómsins og taka vefjasýni í grindarholi og frá lifur
og neðanverðri þind. Í öllum kviðsjárspeglunum vegna gruns um
endómetríósu í grindarholi ætti líka að skoða þindina neðan frá.2
Endómetríósublettir á þind eru svartir, bláir, fjólubláir eða rauðir á
litinn, en oft sjást aðeins hvít örvefssvæði eða samvextir milli þind-
ar og lifrar.2 Til þess að þetta gerist með réttum hætti þarf sérþekk-
ingu skurð- og kvensjúkdómalækna og vandlegan undirbúning.
Þá þurfa heimilislæknar, lungnalæknar og brjóstholsskurðlæknar
Catamenial pneumothorax due to pulmonary endometriosis
Ásdís Kristjánsdóttir1
Gunnar Mýrdal2
Margrét Sigurðardóttir3
Reynir Tómas Geirsson4
1Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland,
2Department of Surgery, Landspitali University Hospital, 3Department of
Pathology, Landspitali University Hospital, 4Department of Obstetrics and
Gynecology, Women´s Clinic, Landspitali University Hospital.
Correspondence: Ásdís Kristjánsdóttir, ask41@hi.is
Key words: endometriosis, pneumothorax, thoracic complications,
pleurodesis.
doi 10.17992/lbl.2021.01.617
Endometriosis is a chronic condition causing menstrual pain, irregular bleeding and
infertility among women. Although usually in the pelvis, it can manifest in atypical
places. We describe a 39-year old woman with a previous endometriosis diagnosis
who presented three times on the second menstrual day with dyspnea and chest
pain. Imaging showed right-sided pneumothorax on all three occasions. Thoraco-
scopy revealed endometriosis-like lesions. Histology was suggestive of endome-
triosis. After treatment with chemical pleurodesis and hormonal suppression she
has remained symptom-free.
Diagnosis should be obtained by concomitant thoraco- and laparoscopy with biop-
sies to verify the disease and give a basis for appropriate treatment.
E N G L I S H S U M M A R Y
Heimildir
1. Guðbjartsson T, Tómasdóttir GF, Björnsson J, el al. Sjálfkrafa loftbrjóst. Yfirlitsgrein.
Læknablaðið 2007; 93: 415-24.
2. Nezhat C, Lindheim SR, Backhus L, et al. Thoracic Endometriosis Syndrome: A Review of
Diagnosis and Management. JSLS 2019; 23: e2019.00029.
3. Gil Y, Tulandi T. Diagnosis and Treatment of Catamenial Pneumothorax: A Systematic
Review. J Minim Invasive Gynecol 2020; 27: 48-53.
4. Gylfason JT, Kristjansson KA, Sverrisdottir G, et al. Pelvic endometriosis diagnosed in an
entire nation over 20 years. Am J Epidemiol 2010; 172: 237-43.
5. Kristjánsdóttir Á. Endómetríósa á Íslandi 2001-2015: Nýgengi, staðsetning og aðgerðir.
Háskóli Íslands 2018.
6. Tómasdóttir GF, Torfason B, Guðbjartsson T. Tíðaloftbrjóst – snúin greining og meðferð -
Sjúkratilfelli. Læknablaðið 2007; 93 (fylgirit 54): 32.
7. Sorino C, Negri S, Spanevello A, et al. The pleura and the endocrine system. Eur J Intern
Med 2020; 72: 34-7.
8. Marshall MB, Ahmed Z, Kucharczuk JC, et al. Catamenial pneumothorax: optimal
hormonal and surgical management. Eur J Cardiothorac Surg 2005; 27: 662-6.
9. Tsakiridis K, Triantafilopoulou K, Minadakis G, et al. Catamenial Pneumothorax
Recurrence Due to Endometriosis. Respir Med Case Rep 2020; 30: 101036.
að vera upplýstir um sjúkdóminn svo konur með sjúkdóminn fái
kjörmeðferð, bæði í og eftir aðgerðina. Snemmgreining og tíma-
bær meðferð eru til þess fallin að draga úr alvarleika og frekari
vefjaskemmdum.2,5 Tíðatengt loftbrjóst ætti alltaf að vera hluti af
mismunagreiningu loftbrjósts hjá konum á frjósemisaldri með
tíðatengda brjóstverki og öndunarerfiðleika.3 Í þessu tilviki var
konan með dæmigerð einkenni og hafði gert sér grein fyrir hvað
gæti verið að sér, en endurteknar skoðanir lækna þurfti til að fá
klínísku greininguna.
Aðeins þarf fáeinar legslímufrumur til þess að framkalla
mánaðarlega fleiðrublæðingu. Þó legslímufrumur hafi ekki sést
með vissu við vefjaskoðun voru merki um fyrri blæðingu og örvef
ásamt hormónaviðtökum til staðar sem ekki ættu að vera í lungna-
vef. Mismunagreiningin gat þess vegna ekki verið neitt annað en
endómetríósa í lunga.
Greinin barst til blaðsins 4. nóvember 2020, samþykkt til birtingar
10. desember 2020