Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 44
44 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
ents við rafmagns- og tölvuverkfræðideild
Háskóla Íslands. Hún starfaði einnig við
Johns Hopkins háskóla. „Við lærðum bæði
þar og fengum svo stöður. Hún við há-
skólann og ég sjúkrahúsið.“
Rannsóknir á dýrum mikilvægar
Hans Tómas vill sjá tilraunadýrainnviði
rísa í Vatnsmýrinni. „Setja þarf meiri
kraft í þessa hugmynd.“ Þar verði gerðar
erfðarannsóknir á músum með CRISPR/
Cas9-erfðatækninni. Nóbelsverðlaun voru
veitt fyrir uppgötvunina 2020 þar sem
náttúrulegt kerfi baktería er nýtt til að
breyta frumum eða músum mjög hratt.
„Margar siðferðilegar vangaveltur
hafa kviknað í kjölfar þessarar tækni en á
sama tíma tel ég að þetta sé grundvöllur
að næstu líftæknibyltingu. Við getum
núna fært okkur hraðar að meðferðum við
sjaldgæfum erfðasjúkdómum og kannski
öðrum algengum sjúkdómum,“ segir
hann.
„Það er frábær dýraaðstaða hjá Arct-
icLAS uppá Höfða en hún er ekki í eigu
Landspítala eða Háskólans þótt lang-
tímasamstarf sé þar á milli. Mér finnst að
þessar stofnanir komist ekki á næsta stig
án þess að vera með slíka aðstöðu inni á
háskólasvæðinu. Ég hef því barist fyrir
því að þessi aðstaða verði færð í námunda
við vísindamenn.“ Þjónustan hér á landi
sé líka of dýr og ekki samkeppnishæf.
Þetta séu dæmigerðir innviðir, nauðsyn-
legir nútímavísindamönnum og mikil-
vægir til þess að draga til Íslands góða
vísindamenn.
„Í augnablikinu strandar þetta á
skipulagi og peningum. Hafa verður í
huga að þetta eru innviðir sem hjálpa
mörgum,“ segir hann og nefnir auk
akademíunnar sprotafyrirtæki. „Ísland
stendur framarlega í heilbrigðissprotum.
Ég tel að við ættum að lækka alla þrösk-
ulda þar til að verða enn betri í þeim
geira.“
Seinagangur í stjórnsýslunni
Hans Tómas bendir á gróskuna sem
orðið hafi í lyfjaiðnaði hér á landi og hjá
Íslenskri erfðagreiningu. „Það margfald-
ar verðgildi hugmyndar að geta tekið
hana áfram í tilraunadýr.“ Hann áréttar
að tilraunir á dýrum séu gerðar hér eftir
skýrum sameiginlegum Evrópureglum en
yfirvöld séu ekki á tánum.
„Sem dæmi sendi ég inn umsókn um
rannsókn á músum í apríl en ég heyrði af
því að nefndin sem tekur umsóknina fyrir
hafi verið skipuð núna í desember. Í svona
rannsóknarstarfi getur hver vika skipt
máli. Viðhorfið hér er því mjög gamaldags
og það er fáránlegt að leyfa skriffinnsku
að seinka vísindum,“ segir hann. En gæt-
um við þá verið í fremstu röð?
„Við erum það á sumum sviðum eins
og í erfðafræði,“ bendir hann á. „Og
lífvísindi á Íslandi standa ekki illa. Það
þyrfti ekki mikið til þess að við værum
samkeppnishæf við þá bestu.“ Staðan fari
eftir fjárhagsstöðu stofnananna. „Bæði
Háskólinn og Landspítali eru fjársveltar
stofnanir og það mætti alveg koma inn
meiri fjármunum hjá báðum.“
Hann bendir á að Háskólasjúkrahús
sinni þremur jafngildum hlutverkum:
Lækningum, kennslu og rannsóknum.
Það síðastnefnda sé hins vegar skorið
niður meira en það fyrsta. „Það er því á
mörkunum að við getum kallað okkur há-
skólasjúkrahús eins og staðan er í dag.“
Vísindi dragi fólk heim
En kostar mikið að laga þetta? Hans
Tómas segir ávinninginn ríkulegan. „Vís-
indi eru góð leið til að draga heim fólk
með nýja þekkingu og til að hjálpa þeim
sem eru heima til að vera á tánum varð-
andi nýjar meðferðir fyrir sjúklinga. Þetta
er líka tól til að draga úr kulnun,“ segir
hann.
„Í faginu mínu og krabbameinslækn-
ingum er töluverð hætta á kulnum því
slíkir sérfræðingar sinna einstaklingum
með alvarlega sjúkdóma sem oft valda
minnkuðum lífslíkum. Ég held að rann-
sóknarvinna sé ein leið til að koma í veg
fyrir kulnun hjá þessum sérfræðingum.“
Hans Tómas segir að það virki ekki
alltaf að stóla á að íslenskir læknar sæki á
endanum heim bara til að vera á Íslandi.
Æ algengara sé að fólk horfi í aðstöðuna
til að geta flutt rannsóknir sínar heim.
„Það eru að verða kynslóðaskipti. Margir
læknar hugsa að þeir hafi það gott ytra.“
Tækninni fleygi svo hratt fram og Ísland
þurfi að tryggja nauðsynlega innviði til
að læknar haldi áfram að koma heim að
námi loknu.
Erfðatækni geti tekið á
þroskaskerðingu
„Alls konar vígi hafa fallið með erfða-
fræðinni,“ segir Hans Tómas Björns-
son, yfirlæknir í klínískri erfðafræði við
Landspítala.
„Þroskaskerðing hefur verið vígi
þar sem fólk hefur trúað að ekkert sé
hægt að gera. Í læknisfræði var okkur
kennt að skerðingin yrði á fósturskeiði
og skaðinn skeður. En niðurstöður
rannsókna á Kabuki-heilkenninu og
nokkrum öðrum skyldum sjúkdómum
benda til þess að þar sé hópur sem hægt
sé að meðhöndla.“ Vel hafi gengið í til-
raunum á dýrum og leiða sé leitað til að
yfirfæra það til manna.
„En þetta hefði aldrei verið hægt að
gera án dýratilrauna og við höfum verið
í samvinnu við lyfjafyrirtæki að koma
þessari þekkingu í klínískar prófanir
og við vonumst til að það gerist á næstu
árum.“