Læknablaðið - Jan 2021, Page 47
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 47
V I Ð T A L
ekki? Ég lét mér hvergi bregða, horfði
ámóta fast og ákveðið í augu hans og
svaraði: Að sjálfsögðu – opnaðu nú munn-
inn. Ekki veit ég hvort hann trúði mér en
hann opnaði munninn og ég deyfði hann.
Deyfingin tókst vel, líklega byrjanda-
heppni, og svo hófst sjálf athöfnin. Greip
töngina, kom henni vandlega fyrir á tönn-
inni, hnúarnir hvítnuðu, hélt úlnliðnum
stífum samkvæmt leiðbeiningum og byrj-
aði að reyna að losa um tönnina. Leyfði
mér að gjóa augunum á andlit bóndans
og var ekki viss um að honum litist á
blikuna. Beitti þolinmæðinni, hélt áfram
með hægum en öruggum hreyfingum
og allt í einu var tönnin laus. Nú stóð ég
fyrir framan bóndann, við störðum báðir
á tönnina í tönginni eins og naut á nývirki
og mátti ekki á milli sjá hvor var meira
hissa. Náði fljótt áttum og lauk þessu með
kæruleysislegu yfirbragði. Fyrstu tanntök-
unni lokið.
Leið nú fram á þorra. Þorrablót í
sveitinni voru skemmtanir sem áttu sér
engar líkar og að sjálfsögðu vorum við
mætt á svæðið. Eftir frábæran þorramat,
skemmtiatriði og í góðri stemningu losn-
aði um borðhaldið. Ég var varla staðinn á
Gamla réttin á Geirseyri. Handan Patreksfjarðar sést
fremst í Örlygshöfn og utar í Hænuvík. Fyrir neðan er
Vatneyri og svo Blakkurinn við sjónarrönd.
Myndina tók Daníel Bergmann og er birt í Árbók Ferða-
félags Íslands 2020: Rauðasandshreppur hinn forni.
Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.
fætur þegar bóndinn sem ég dró tönnina
úr um haustið kom til mín og sagðist
endilega þurfa að tala við mig í trúnaði.
Ég vissi ekki á hverju ég átti von. Ekki
óvenjulegt að fólk tæki mann afsíðis á
ýmsum stöðum, til dæmis í kaupfélaginu,
og segði manni sjúkrasögur og vildi fá
úrlausn sinna mála. Var hann óánægður
með síðustu samskipti okkar við tann-
tökuna? Hvað vissi ég? Hann hafði ekki
kvartað. Það var hins vegar ekki heiglum
hent að finna eitthvað prívat í félagsheim-
ilinu á þorrablóti til að ræða trúnaðarmál.
Bændur og búalið fylltu hvern krók og
kima og fólk naut stundarinnar. Loks
tókst okkur að finna lausan kima. Það var
undir stiganum upp á loft og þangað dró
hann mig á fjórum fótum inn í hornið
undir stiganum. Þetta hlaut að vera eitt-
hvað mjög alvarlegt. Þarna húktum við á
hækjum okkar, hann leit flóttalega út úr
horninu og sagði í hálfum hljóðum:
Það tókst svo andsk... vel hjá þér að rífa
úr mér tönnina í haust, ertu ekki til í að
hreinsa á mér kjaftinn?
Ég segi kannski síðar frá afrekum mín-
um í dýralækningum.