Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
hjolhysi.com
Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294,
hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi
Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið virka daga kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16
Uppblásin
fortjöld
TRIGANO
Lima 410
Eftirfarandi aukahlutir
fylgja með:
• Dúkur í fortjald
• Þak klæðning-Roof lining
• Pumpa, svunta, stangir o.fl.
169.000
TRIGANO
Lima 300
Eftirfarandi aukahlutir
fylgja með:
• Dúkur í fortjald
• Þak klæðning-Roof lining
• Pumpa, svunta, stangir o.fl.
149.000
TRIGANO
Bali XL
Getur staðið eitt og sér.
L 300
d 310
h 250-280
139.000
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Elín Hanna Kjartansdóttir, fyrrv.
bókari Eflingar stéttarfélags, fór
hörðum orðum um núverandi stjórn-
endur stéttarfélagsins og gagnrýndi
formann Eflingar sérstaklega í ræðu
sem hún flutti á aðalfundi Eflingar
20. maí sl. Elín er ein þeirra fyrrver-
andi starfsmanna Eflingar sem hafa
átt í deilum við núverandi stjórn fé-
lagsins og segjast hafa verið reknir
eða verið flæmdir í burtu frá félag-
inu vegna framkomu nýrrar forystu.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formað-
ur Eflingar, sagðist í gær ekki vilja
tjá sig um ræðu Elínar.
„Allt í boði valdhafa“
Elín, sem var frá störfum í 18
mánuði vegna veikinda, sagðist í
upphafi ræðu sinnar, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum, hafa náð
bata og að læknir hennar hefði sagt
hana tilbúna að snúa aftur til starfa.
„Sendi lögmaður minn tilkynningu
þann 9. mars síðastliðinn til Eflingar
um endurkomu mína til starfa. Þann
12. mars 2020, sem er afmælisdagur
Alþýðusambandsins, fékk ég svar-
bréf frá Lögmannsstofunni Mandat
þar sem lögmaður stofunnar segir
mér upp störfum f.h. Eflingar frá og
með næstu mánaðamótum með sex
mánaða uppsagnarfresti, ekki er
óskað eftir vinnuframframlagi frá
mér á uppsagnafresti. Allt í boði
valdhafa Eflingar og það með upp-
lognum sökum og ætluðum gjörð-
um,“ sagði hún.
Elín sagðist hafa verið viðloðandi
verkalýðshreyfinguna í hátt í 40 ár
og Efling verið góður vinnustaður en
nú væri öldin önnur. „Ég hef varið
meirihluta starfsævinnar hjá hreyf-
ingunni þegar mér er kastað út af
vinnustaðnum með þeim afleiðingum
að starfskjör mín síðustu árin og líf-
eyriskjör eru skert. Hver gerir
svona? Jú, þetta er til hjá slæmum
atvinnurekendum. Efling er nú orð-
in fyrirmynd verstu atvinnurekenda.
Þvílík vanvirðing og miskunnarleysi
þeirra sem hér ráða,“ sagði hún og
kvaðst fordæma vinnubrögð núver-
andi stjórnenda.
Beindi hún sérstaklega spjótum
sínum að Sólveigu Önnu og sagði að
hennar yrði ekki minnst fyrir að
hækka sérstaklega laun láglauna-
kvenna. Það væri ekkert nýtt í gegn-
um tíðina að Efling semdi um að
lægstu laun hækkuðu meira en önn-
ur laun. „Þín verður minnst á spjöld-
um sögunnar sem formanns verka-
lýðsfélagsins sem rak skrifstofu-
stjóra Eflingar frammi fyrir öllum
starfsmönnum í beinni útsendingu á
starfsmannafundi. Hvílík niðurlæg-
ing. Þín verður minnst sem for-
manns stéttarfélags sem neitaði að
greiða skrifstofustjóranum sem var í
ráðningarsambandi við Eflingu veik-
indadaga þegar hann veiktist mjög
alvarlega,“ sagði hún og bætti við að
hennar yrði einnig minnst sem for-
mannsins sem rak starfskonurnar
sem voru að nálgast eftirlaunaaldur
eftir margra ára farsælt starf.
Engin viðbrögð frá félaginu
„Þín verður minnst sem for-
mannsins sem rak eldri konurnar og
skerti lífeyrisréttindi þeirra svo um
munar […] Þín verður minnst sem
formanns sem samþykkir að það sé í
lagi og gott og blessað að loka fyrir
öll samskipti við starfsfólk, taka það
út af póstlista, loka fyrir aðgang að
upplýsingum um dagleg störf þess,
auglýsa störf án alls samráð við
starfsmann í veikindum og alls ekki
að hafa samband við starfsfólkið í
veikindum.
Þín verður minnst fyrir þá dag-
skipun til lögmanna að semja alls
ekki við starfsfólk eða finna ein-
hverja lausn á málum sem koma
upp. Starfsfólk eigi alls ekki að leita
réttar síns og réttmætar kvartanir
þess skuli flokkast í þínum munni
undir klögumál,“ sagði Elín meðal
annars.
Elín yfirgaf aðalfundinn að lokinni
ræðu sinni og sagðist í gær ekki hafa
fengið nein viðbrögð við þessari
gagnrýni frá félaginu.
„Vanvirðing og miskunnarleysi“
Fyrrv. bókari Eflingar gagnrýndi núverandi stjórnendur harðlega á aðalfundi
Var sagt upp í mars þegar hún ætlaði að snúa aftur til starfa eftir veikindaleyfi
Morgunblaðið/Eggert
Forysta Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafa verið áberandi
í verkalýðsforystunni frá því að Sólveig tók við formennsku í Eflingu.
VR hefur ákveðið að gerast bakhjarl
Málsóknarsjóðs Gráa hersins, vegna
málsóknar gegn Tryggingastofnun
og íslenska ríkinu.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá samtökunum i gær. Þar seg-
ir að dómsmálið sé rekið til þess að
ná fram þeirri niðurstöðu að núver-
andi skerðingar Tryggingastofn-
unar á ellilífeyri vegna greiðslna úr
skyldubundnum atvinnutengdum líf-
eyrissjóðum standist ekki ákvæði
stjórnarskrár og mannréttinda-
sáttmála.
„VR hefur stutt málsóknina frá
upphafi, og án þess að gert sé lítið úr
framlögum annarra félaga og sam-
taka er óhætt að fullyrða að loforð
VR á frumstigum málsins um afger-
andi fjárhagslegan stuðning hafi
ráðið úrslitum um að hægt var að
hefjast handa um málsóknina,“ segir
í tilkynningu Gráa hersins. Ljóst sé
að fram undan sé löng barátta við
ríkið fyrir dómstólum. Til þess að
tryggja að reka megi málið af fullum
krafti allt til enda samþykkti stjórn
VR á fundi sínum 13. maí sl. að ger-
ast bakhjarl málsóknarsjóðsins og
ábyrgjast kostnað af málarekstr-
inum allt að 7.000.000 kr., sem er
viðbót við þegar samþykktan styrk
að fjárhæð 1.000.000 kr. Grái herinn
mun halda áfram að sækjast eftir
styrkjum frá einstaklingum, sam-
tökum og öðrum aðilum til að standa
straum af málsókninni.
VR veitir
Gráa hern-
um styrk
Styrkir samtökin
um 7 milljónir kr.