Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Sjósókn á Íslands- miðum hefur sjaldnast verið dans á rósum. Lengi vel var viðvar- andi tap á veiðum og vinnslu og á tímabili stefndi í algert hrun þorskstofnsins, sem var og er enn mikilvægasta útflutningsafurðin. Það var ekki fyrr en fisk- veiðistjórnunarkerfi var komið á að for- sendur fyrir sjálfbærri atvinnu- grein tóku að styrkjast. Upptaka þess olli víða vandkvæðum, en það var nauðsynlegt þjóðarhag að koma böndum á sóknina og snúa við óhagkvæmum rekstri. Það voru einfaldlega of mörg skip að reyna að veiða úr síminnkandi stofnum. Afkoman var léleg og stofnarnir í slæmu ástandi og þessu varð að breyta. Þegar kvóta var upp- haflega úthlutað var miðað við veiðireynslu þeirra sem gert höfðu út. Fiskveiðistjórnunarkerfið var sannarlega ekki fullskapað á fyrsta degi. Það er langhlaup að byggja upp sjálfbærni í auðlindanýtingu. Þrátt fyrir gjöful fiskimið hefur flestum þjóðum reynst hlaupið erf- itt. Það er mikilvægt að gleyma ekki langri vegferð okkar Íslend- inga, hvar hún hófst og að hvaða markmiðum var stefnt – sjálfbærni og hagkvæmni. Á meðfylgjandi mynd sést af- koman í sjávarútvegi frá árinu 1980. Viðvarandi tap var í greininni en heldur fer að rofa til þegar stjórnvöld, upp úr 1980, feta sig inn á slóð veiðitakmark- ana með kvótakerfi. Önnur tímamót verða upp úr 1990 þegar framsal á kvóta er heimilað. Þá hefst nauðsynleg hagræð- ing og öflugri fyrir- tæki stækkuðu. Segja má að með þessu móti hafi at- vinnugreinin sjálf greitt fyrir hag- ræðinguna. Fyrirtæki sem tóku við keflinu lögðu til verulegt fjármagn til áframhaldandi vegferðar. Það var þó ekki fyrr en um alda- mótin sem hilla fór undir betri af- komu. Það var ekki tilviljun, heldur afrakstur þess sem á undan var gengið, innleiðing kvótakerfis og framsals. Í þessu fólst meiri fyrir- sjáanleiki, sem nauðsynlegur var til þess að tryggja fjárfestingar í atvinnugreininni til lengri fram- tíðar. Eins og áður var vikið að var hagræðingin ekki án sársauka, en hún var nauðsynleg. Þrátt fyrir að fyrirtækjum hafi fækkað byggðust upp öflugri fyrirtæki sem hafa skapað betur launuð og tryggari störf um allt land og lagt verulegt fjármagn til ríkissjóðs. Það sem hins vegar tókst ekki eins vel framan af var að endur- reisa þorskstofninn. Þar hefur nú orðið breyting á. Hún hófst árið 2007, þegar sett var ný aflaregla sem tók gildi árið 2009. Með henni var veiðihlutfall þorsks lækkað úr 25% í 20% af viðmiðunarstofni fiska sem eru fjögurra ára og eldri. Reglan miðaði að vernd og sjálf- bærri nýtingu þorskstofnsins, þar sem byggt væri á bestu fáanlegu vísindaráðgjöf. Það er gagnlegt að hafa þessa mynd til hliðsjónar þegar sjávar- útvegur er ræddur. Hún sýnir að vegferðin hefur verið löng og það er ekki langt síðan aðstæður voru með allt öðrum og verri hætti. Áhrif einstakra ákvarðana koma jafnvel ekki fram fyrr en árum eða áratugum síðar. Þær ákvarðanir sem teknar eru í dag verða því að vera vel ígrundaðar og markmið þeirra skýr. Við erum komin í eft- irsóknarverða stöðu og verkefnið er að varðveita hana og treysta enn frekar. Áskoranir í þeim efn- um liggja ekki í því að breyta for- tíð, heldur að byggja undir framtíð. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Þær ákvarðanir sem teknar eru í dag verða að vera vel ígrundaðar og markmið þeirra skýr. Við erum komin í eftirsóknar- verða stöðu og verk- efnið er að varðveita hana og treysta enn frekar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Langhlaup að sjálfbærum sjávarútvegi Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Afkoma í íslenskum sjávarútvegi og þorskafli 1980-2018 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% 450 400 350 300 250 200 150 100 Hagnaður m.v. árgreiðsluaðferð og 6% ávöxtun, hlutfall af tekjum Þorskafli, þús. tonn Hagnaður (tap) Þorskafli, þús. tonn '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 Aflamark tekið upp í frumstæðri mynd Framsal heimilað Þegar meirihlutinn í Reykjavík fer af stað með ný verkefni þá gera þau það með stolti. Þau kynntu stolt nýja menntastefnu, mennta- stefnu sem ber yf- irskriftina „Látum draumana rætast“. Það er þó fjarri lagi að draumar allra reyk- vískra barna séu að rætast. Úthlutun fjár- magns til sérkennslu og stuðnings er ekki nægi- leg og sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. Þetta hefur Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar bent á. Það eru því brostnir draumar víða í Reykjavík. Veik út af mygluðu húsnæði Í Fossvogsskóla eru börn veik, börnin fá blóðnasir í tíma og ótíma, sum kasta upp, sum fá mikla höfuð- verki, mörgum líður illa. Þeim líður illa í skólanum sínum. Foreldrar hafa lengi óskað eftir upplýsingum um þær viðgerðir sem voru gerðar á skólanum. Þrátt fyrir að hafa ítrekað haft samband við kjörna fulltrúa og starfsfólk skóla- og frístundasviðs fengu foreldrar ekki svör fyrr en þeir fengu lögfræðing til þess að senda inn erindi og óska eftir svör- um. Það er orðið ansi hart þegar for- eldrar grunnskólabarna í Reykjavík þurfa að leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að reyna að fá upplýsingar um hvort að það húsnæði sem þau eru skyldug að senda börnin sín í sé heilsuspillandi. Svar borgaryfirvalda til foreldra og starfsmanna í Foss- vogsskóla var að búið væri að laga þá myglu sem fannst. Þetta er sett fram án þess að farið hafi fram ná- kvæmar mælingar eftir að húsnæðið var lagfært. Það eina sem foreldrar vilja er að sömu mælingar séu gerð- ar í húsnæðinu og þegar myglan fannst. Það verður ekki gert og þess í stað er stuðst við aðrar mælingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Það var Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur sem gerði mælingar í húsnæð- inu sem komu ljómandi vel út nokkr- um vikum áður en kom í ljós að húsnæðið var það illa farið af myglu að ekki var talið ráðlegt að nýta það undir kennslu. Það er nefnilega ekki sama hvernig mygla er mæld. Það er óskiljanlegt að ekki eigi að gera sams kon- ar mælingar eftir við- gerðirnar á skólanum og gerðar voru áður. Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístunda- ráði og borgarstjóri ætluðu að funda um málið og upplýsa síðan foreldra strax um næstu skref. Því miður bíða foreldrar enn eftir niðurstöðum þeirra funda. Foreldrar, börnin og starfsfólk óskar þess eins að skólastarf fari ekki fram í húsnæði sem er heilsuspillandi. Einhverf og synjað um skólavist En það er víðar pott- ur brotinn í skóla- málum Reykjavíkur en í Fossvogi. Nýlega var einhverfu barni synjað um það úrræði sem foreldrar og sér- fræðiteymi óskuðu eftir og telja að henti barninu best. Þrátt fyrir þetta felur borgin sig á bak við skriffinns- kusvör og undanslátt. Reykvísk börn mega ekki fara í Arnarskóla þrátt fyrir að sérfræðiteymi telji það besta úrræðið. Þó svo að fjögur reykvísk börn stundi nú þegar nám við skól- ann fá ekki fleiri að njóta góðs af þessum frábæra skóla. Það er hlut- verk borgarfulltrúa að bæta líf borg- arbúa. Núverandi meirihluti lítur því miður ekki á hlutverk sitt með þeim hætti. Þau eru í varðstöðu fyrir kerf- ið. Ef kerfið vill ekki fleiri börn í Arnarskóla eru takmarkanirnar réttlættar með þvældum orðheng- ilshætti um úttektir, rýni og forms- atriði. Í stað þess að láta börnin vera í forgangi. Hvar er meirihlutinn? Þrátt fyrir loforð til foreldra í Fossvogsskóla um það að borgar- stjóri skyldi skoða málið hefur ekk- ert heyrst, hvorki frá borgarstjóra eða öðrum í meirihlutanum. Enginn úr meirihlutanum hefur tjáð sig um málefni þeirra barna sem er verið að synja um skólavist í Arnarskóla, ekki frekar en þau væru ekki til. Að nota stór og mikil orð er auðvelt, en að sýna í verki að staðið sé við þau er það sem skiptir máli. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Í Fossvogs- skóla eru börn veik, þau fá blóðnasir í tíma og ótíma, sum kasta upp, sum fá mikla höfuð- verki, mörgum líður illa. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðis.flokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykja- vik.is Týndi meirihlutinn Það má með sanni segja að Ólafur Ragnar Grímsson hafi breytt embætti forsetans til hins betra þegar hann vakti 26. grein stjórn- arskrárinnar til lífsins eða málskotsréttinn svo- kallaða. Þessi hugrakka breyting gerði okkur Ís- lendingum kleift að kjósa m.a. um „Svav- arssamninginn“ í Ice- save-málinu sem sparaði þjóðinni stórfé og sannaði þá gjá sem getur myndast milli þings og þjóðar í um- deildum málum. Eftir því sem fram líða stundir hefur mér fundist ríkisstjórnir landsins verða ófyrirleitnari við að ganga fram gegn vilja þjóðarinnar og svíkja kosningalof- orð. Það er okkur flestum í fersku minni þegar Vinstri-græn sviku sitt stærsta kosningaloforð og hófu aðild- arviðræður við Evrópusambandið þrátt fyrir að vita að stór hluti kjósenda þeirra kaus flokkinn eingöngu vegna þess að þau lofuðu að gera það ekki. Eins munum við vel eftir því hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn ályktaði gegn orkupakkanum á Lands- fundi og hvernig hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýndi að mikill meirihluti þjóðarinnar var jafnframt mótfallinn hon- um en flokkurinn keyrði orkupakkann samt í gegn- um þingið samhliða þeim lagafrumvörpum sem honum fylgdu. Þegar málum er háttað á þennan veg er ekkert mikilvægara en að hafa forseta sem þor- ir að nota málskotsréttinn. Við getum ekki treyst á að ríkisstjórnin vinni alltaf í samræmi við það sem þjóðin vill og því þarf forsetinn að vera tilbúinn til að grípa inn í. Eins er lykilatriði að hann geri það sem hann getur þegar ríkis- stjórnin fer offari og ætlar sér t.d. að innleiða óheppilegar Evrópureglugerðir í gegnum þingsályktunartillögu. Í því tilfelli finnst mér eðlilegt að forsetinn boði ríkisstjórnina á sinn fund og þrýsti á hana um að virða þjóðarviljann og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Áherslan á beint lýðræði hefur alls ekki verið nógu mikil meðal ráða- manna á Íslandi og þykir mér það af- skaplega einkennilegt. Hvers vegna ættu þeir sem veljast inn á Alþingi ekki að vilja vita hvað fólkið í landinu vill gera í umdeildum málum? Nú eru haldnar formlegar kosningar næstum á hverju ári og því ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að nýta þær kosningar til að spyrja þjóðina um þau málefni sem líklegt er að hún vilji hafa skoðun á. Er það ekki annars þess vegna sem fólk fer í pólitík – til að vinna fyrir fólkið í landinu? Það er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég geri það. Beint lýðræði Eftir Guðmund Franklín Jónsson Guðmundur Franklín Jónsson »Eftir því sem fram líða stundir hefur mér fundist ríkisstjórnir verða ófyrirleitnari við að ganga fram gegn vilja þjóðarinnar og svíkja kosningaloforð. Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com Útivera Þótt úti sé veður blautt finna börnin upp á ýmsum leikjum utandyra. Gaman getur til dæmis verið að láta flugvélar svífa í loftinu. Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.