Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
✝ HallgrímurÞorsteinsson
var fæddur 2. sept-
ember 1941. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 17.
maí 2020.
Hallgrímur var
sonur hjónanna
Þorsteins Kristjáns
Sigurðssonar, f.
2.8. 1904, d. 1.3.
1987 verkamanns í
Reykjavík og Guðmundínu
Kristjánsdóttur húsmóður, f.
14.9. 1907, d. 8.5. 1995.
Hann var yngstur í hópi
fjögurra bræðra, þeirra Sig-
urðar sem enn lifir, Ragnars
og Kristjáns sem báðir eru
látnir.
Hallgrímur ólst upp á Lang-
holtsvegi. Hann var mikill
íþróttamaður, spilaði fótbolta
með Fram og handbolta með
sem stóðu að stofnun Golf-
klúbbs Oddfellowa og Odds á
Urriðavelli og var formaður
stjórnar árin 1998-2000.
Þann 25.12. 1961 kvæntist
Hallgrímur Jónínu Gunnhildi
Friðfinnsdóttur, f. 8.12. 1940,
d. 11.7. 2008, kennara, bóka-
safnsfræðingi og kennsluráð-
gjafa.
Börn Hallgríms og Jónínu:
Friðfinnur, fæddur 8.6. 1962,
hans dóttir er Anna Lára, fædd
30.8. 1984. Börn hennar og
Jóns Marz Eiríkssonar eru Ei-
ríkur Þór, Íris Halla og
Tryggvi Freyr. Halla, fædd
22.4. 1968, gift Birgi G. Magn-
ússyni, þeirra dætur eru Jón-
ína, Júlíana og Vigdís Halla.
Dóttir Jónínu og Atla Hjalte-
sted er Kamilla. Dætur Júlíönu
og Kristins Arnar Valdimars-
sonar eru Heiða og Elísa. Þor-
steinn, fæddur 12.1. 1972, gift-
ur Ástu Laufeyju
Aðalsteinsdóttur. Þeirra synir
eru Hallgrímur, Benedikt,
Aðalsteinn og Ríkharður.
Útför Hallgríms fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. maí
2020, kl. 15.
ÍR sem ungur mað-
ur og síðastliðin 25
ár átti golfið hug
hans allan.
Hallgrímur lauk
verzlunarprófi frá
Verzlunarskóla Ís-
lands og lærði end-
urskoðun á Endur-
skoðunarskrifstofu
Sigurðar Stefáns-
sonar. Að námi
loknu fékk hann
löggildingu sem endurskoðandi
og starfaði sem slíkur á sinni
starfsævi, bæði sjálfstætt starf-
andi og sem hluthafi í Endur-
skoðunarskrifstofunni Price-
WaterhouseCoopers hf. og
forverum þess félags. Hann
vann mikið í verkefnum tengd-
um sjávarútvegi og gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum.
Hann var virkur í Oddfellow-
reglunni og var einn þeirra
Þá er komið að kveðjustund,
Halli tengdafaðir minn til rúm-
lega 30 ára hefur kvatt þetta líf og
ferðalag hans á nýjar og ókunnar
brautir er hafið. Hann tók mér
opnum örmum þegar við Halla
fórum að draga okkur saman á
sínum tíma og það fór vel á með
okkur alla tíð. Við Halla bjuggum
á neðri hæðinni hjá þeim Jónu til
að byrja með og það var skemmti-
legt. Bæði fyrir og eftir að stelp-
urnar okkar fæddust fórum
margar ferðirnar í sumarbústað
þeirra hjóna í Skorradal og hafa
þær alltaf haldið mikið upp á þann
stað.
Halli og Jóna fóru að stunda
golfið fyrir u.þ.b. 25 árum og fljót-
lega fóru aðrir í fjölskyldunni að
gera það líka og saman höfum við
átt margar góðar ferðir á golfvelli
bæði hér heima og erlendis í
gegnum árin. Halli var formaður
Golfklúbbsins Odds árin 1998-
2000 og var brautryðjandi í starf-
seminni á Urriðavelli.
Hann gegndi fjölmörgum
ábyrgðar- og trúnaðarstörfum á
sinni starfsævi sem endurskoð-
andi og líka eftir að hann hætti að
vinna. Þó hann hefði mikið að gera
gaf hann sér samt alltaf tíma til að
sinna fjölskyldunni vel og hann
átti alltaf mjög mikið og gott sam-
band við barnabörn sín og nú síð-
ast barnabarnabörnin. Ég held að
það sé gott að hafa hann sem fyr-
irmynd þegar ég hugsa um sjálfan
mig sem afa. Hann hafði líka alltaf
tíma til að ræða málin og það var
gott að leita ráða hjá honum.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum minnist ég tengdaföður
míns með þakklæti og virðingu.
Blessuð sé minning Hallgríms
Þorsteinssonar.
Birgir.
Nú er langri og strangri bar-
áttu elskulegs tengdapabba míns
við hvítblæði lokið.
Fyrstu kynni mín af honum
voru fyrir tæpum þrjátíu árum,
þegar hann kom niður í kjallara í
Starhólma þangað sem ég var far-
in að venja komur mínar. Ég með
dúndrandi hjartslátt kom fram og
tók í hönd hans en hans viðbrögð
voru breitt bros og notalegur hlát-
ur og því fylgdu orðin: „Nei, þú
ert nú bara alveg eins og hann
pabbi þinn.“ Þetta losaði strax um
spennuna og við urðum góðir vinir
upp frá því.
Síðan í kjallaranum þennan
dag hefur líf okkar verið mjög
samtvinnað en okkur reiknast það
til að á þessum árum höfum við
Steini búið í sama húsi eða næsta
húsi við tengdó í næstum 20 ár.
Samgangur hefur því verið mikill
og árin sem við bjuggum hlið við
hlið í Starhólmanum kölluðum við
þetta oft samyrkjubúið í Star-
hólma, enda voru samverustundir
tíðar og sameiginlegar máltíðir al-
gengar. Það fór líka svo að lim-
gerðið milli húsanna var fjarlægt
og jarðarberjaplöntur settar á
milli svo við gætum ræktað sam-
an. Hann kenndi mér ótalmargt
um garðrækt og garðurinn minn
hefur aldrei verið eins blómlegur
og þegar hann var sem virkastur
í blómaræktinni. Hann var
óþreytandi í garðvinnu og við að
dytta að húsinu á milli þess sem
hann skellti sér í golf, fór upp í
sumarbústað eða naut lífsins með
vinum og fjölskyldu. Ég vildi því
alls ekki trúa því að eitthvað væri
að þegar hann fór að finna fyrir
mikilli þreytu haustið 2015, hélt
það væri einfaldlega það að hann
væri að ofgera sér. En annað
kom því miður á daginn.
Það komust fáir með tærnar
þar sem elsku Hallgrímur hafði
hælana hvað varðar umhyggju
fyrir fjölskyldu sinni en hann var
svo ótrúlega stoltur af börnum
sínum og barnabörnum og var
mikill þátttakandi í lífi okkar
allra. Það voru ófá samtölin sem
við áttum um áhyggjur hans af
hinu og þessu sem væri að gerast
hjá afkomendunum sem hann
vildi kannski hafa örlítið öðruvísi
og vildi ráða þeim heilt. Þegar við
eignuðumst fyrsta strákinn okk-
ar lá beinast við að hann yrði
skírður í höfuðið á afa sínum. Það
er mér minnisstætt símtalið sem
ég átti við hann daginn eftir
skírnina, en þá varð honum að
orði: „Ég hef bara ekkert sofið í
nótt. Nú verð ég heldur betur að
vanda mig til að vera góð fyrir-
mynd fyrir nafna.“
Ég mun sakna allra samveru-
stundanna, símtalanna, notalega
kaffispjallsins og matarboðanna
með fisk í raspi eða soðnum kjöt-
bollum sem enduðu gjarnan með
orðunum: „Svakalega er þetta
gott hjá mér“.
Ég gæti ekki hugsað mér betri
tengdapabba eða betri afa fyrir
strákana okkar. Hvíl í friði, elsku
Hallgrímur.
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir.
Kveðja frá Urriðavelli
Þó að geislar sólarinnar séu
farnir að vekja golfvöllinn okkar
af vetrardvalanum, náðu þeir
ekki þetta vorið að lengja lífs-
streng og heilsu Hallgríms félaga
okkar á sama hátt og þeir höfðu
þó gert eftir undanfarna erfiða
vetur.
Hallgrímur var einn af mátt-
arstólpunum við uppbyggingu
Urriðavallar og þungavigtarmað-
ur í að móta farsællega upphafs-
starf og samskipti golfklúbbanna
beggja, þ.e. Golfklúbbs Oddfel-
lowa (GOF) og Golfklúbbsins
Odds (GO).
Hann kom fyrst inn í stjórn
GOF sem gjaldkeri 1993 á meðan
völlurinn var ennþá bara 9 holur
og endaði sinn stjórnarferil sem
formaður klúbbanna beggja
1998-2000, en á því tímabili hafði
völlurinn verið stækkaður í 18
holur og gerður 9 holu æfinga-
völlur. Þetta voru tímar mikilla
framkvæmda, þó að fjármunir
væru af skornum skammti. Þar
hélt Hallgrímur um taumana og
gætti þess að ávallt sæi til lands í
fjárhagslegum skuldbindingum.
Síðar varð hann helsti ráðgjafi
Oddfellowreglunnar um málefni
Urriðavallar, um hve mikið bæri
að styðja við uppbyggingu svæð-
isins, og hve hratt. Og þó hann oft
bæri áhyggjur í brjósti og hefði á
vörum aðvörunarorð, enduðu þau
ávallt þannig að völlurinn væri
svo góður og fallegur að við gæt-
um öll verið stolt af því. Fyrir
störf sín var hann sæmdur gull-
merki GO.
Jónína og Hallgrímur voru
með fyrstu félögum GO og byrj-
uðu í golfi á stofnári klúbbsins
1993 þegar völlurinn var fyrst
opnaður til spilunar. Þau tóku
strax mikinn þátt í stjórnarstörf-
um klúbbanna, Hallgrímur eins
og áður er getið og Jónína sat í
stjórn GO um árabil, auk fjöl-
margra nefnda sem þau komu að.
Og eplið féll ekki langt frá eikinni
því börnin þeirra hafa öll komið
sterk inn í starfið, Þorsteinn og
Halla hafa bæði verið í stjórn GO
og Friðfinnur starfaði um árabil
að viðhaldi og uppbyggingu vall-
arins.
Og Hallgrímur kom víðar við í
íþróttahreyfingunni, hann var
endurskoðandi ÍSÍ í 20 ár og
starfaði um árabil í endurskoðun-
arnefnd GSÍ.
Góður drengur er genginn eft-
ir langa og erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Við golffélagarn-
ir á Urriðavelli söknum góðs
vinar og félaga og sendum fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Ingjaldur Ásvaldsson.
Hallgrímur Þorsteinsson, ein-
stakur vinur og skólabróðir til 65
ára, er fallinn frá.
Eftir útskrift úr Verzlunar-
skólanum 1960 lágu leiðir okkar
skólasystkinanna út og suður
eins og gengur og gerist. Það var
því mikið gleðiefni fyrir u.þ.b. 20
árum að Halli og kær vinur okk-
ar, Ólafur Geirsson sem lést á síð-
asta ári, áttu frumkvæði að því að
við nokkrir félagar fórum að hitt-
ast reglulega á kaffihúsi í borg-
inni. Vikuleg tilhlökkun, enda
fjörugar umræður um hin ýmsu
mál, ekki bara debet og kredit og
pólitík – heldur enn frekar um
íþróttir, útivist, menningu, listir
og fleira.
Og það var líka ekki síst fyrir
tilstilli Halla, þessa forðum mikla
íþrótta- og keppnismanns, að við
hófum sameiginlega en mismun-
andi þátttöku í golfi, útivist og
fleiru, sem leiddi til golf-, göngu-
og söguferða innanlands og utan.
Það er gaman að minnast þess að
Halli vann yfirleitt til verðlauna á
golfmótum okkar skólasystkin-
anna – og að í söguferð til Skot-
lands og Orkneyja, eftir að Halli
og Ingunn höfðu misst maka
sína, kynntust þau enn nánar.
Samband sem hefur varað síðan.
Eftir 65 ára vináttu okkar
skólabræðranna er erfitt að sjá á
bak okkar góða vini en þakklætið
fyrir samveruna og vináttuna
verður aldrei aftur tekið.
Fjölskyldu hans og öðrum ást-
vinum sendum við samúðar-
kveðjur.
Baldvin Hermannsson,
Gunnar Ólafsson,
Jóhann Scheither,
Magnús Jónsson,
Valdimar Guðnason.
Látinn er lærifaðir minn og
góður vinur Hallgrímur Þor-
steinsson og er hans sárt saknað.
Ég fékk vinnu á endurskoðunar-
skrifstofu hans meðfram námi í
viðskiptafræði, sem endaði með
að ég lauk prófi sem löggiltur
endurskoðandi undir hans hand-
leiðslu. Í framhaldi gekk ég inn í
fyrirtæki hans sem meðeigandi
og rákum við stofuna saman í
mörg ár, lengst af tveir en síðar
með góðum félögum í stærra og
alþjóðlegra umhverfi.
Þegar ég var beðinn að taka að
mér formennsku í Félagi löggiltra
endurskoðenda hvatti hann mig
til að taka þetta að mér þó að ljóst
væri að veruleg viðbótarvinna
myndi leggjast á hann. Þetta var
Halli í hnotskurn, alltaf boðinn og
búinn að aðstoða aðra.
Þegar ég hætti til að hverfa til
annarra starfa breyttist samband
okkar en vináttan alltaf til staðar.
Ef eitthvað kom upp á var fyrsti
kostur að hringja í Halla og heyra
sjónarmið hans. Þetta var gagn-
kvæmt og héldum við áfram að
leita til hvor annars alla tíð.
Það var alltaf gaman að vera í
kringum Halla og ekki síður eigin-
konu hans Jónínu, sem því miður
lést fyrir aldur fram. Þau voru
hrókar alls fagnaðar og eigum við
hjónin minningar um margar góð-
ar stundir með þeim.
Halli veiktist illa fyrir nokkrum
árum og varð ekki samur þótt
skiptust á skin og skúrir. Þegar
ég heyrði í honum síðast í apríl
sagði hann mér að hann væri að
verða ansi þreyttur á stöðugum
veikindum.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum ljúfa,
jákvæða og kraftmikla manni og
bið góðan guð að vera með fjöl-
skyldu hans í sorg þeirra en veit
að minningin mun lifa með okkur.
Þorvaldur K. Þorsteinsson.
Kveðja frá golffélögum
Kurteis, glöggur, heiðarlegur,
vingjarnlegur, traustur, áreiðan-
legur og skemmtilegur. Allt eru
þetta lýsingar á Hallgrími Þor-
steinssyni endurskoðanda sem
andaðist 18. maí eftir erfið og
langvinn veikindi.
Í mörg ár hafa nokkrir félagar
sem starfað hafa í forystusveit
íþróttahreyfingarinnar spilað golf
einu sinni í viku yfir sumartím-
ann. Félagsskapurinn fékk nafnið
Golfhópur íþróttaforystumanna.
Hallgrímur Þorsteinsson var einn
af félögum okkar í hópnum. Hann
var endurskoðandi ÍSÍ til margra
ára, formaður Golfklúbbsins Odds
til nokkurra ára og einlægur
áhugamaður um íþróttastarf í
landinu. Á sínum yngri árum lék
Hallgrímur knattspyrnu með
Fram á sumrin og handbolta með
ÍR á veturna. Hallgrímur var
skemmtilegur félagi, keppnis-
maður mikill, einstaklega höggv-
iss og stöðugur í leik sínum.
Við félagar hans fylgdumst
með baráttu hans á undanförnum
árum við krabbameinið og dáð-
umst að baráttuþreki, hugrekki
og staðfestu hans. Og nú er þessi
öðlingur horfinn til feðra sinna
eftir farsælt og gott lífsstarf, allt-
of snemma. Hallgríms verður sárt
saknað. Við sendum fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Guð geymi minningu Hallgríms
Þorsteinssonar.
Ellert B. Schram, Lárus L.
Blöndal, Stefán Konráðsson,
Örn Andrésson, Gunnar
Bragason, Tryggvi E. Geirs-
son, Andri Stefánsson, Krist-
inn Jörundsson, Frímann Ari
Ferdinandsson, Hörður Þor-
steinsson, Kristinn Þor-
steinsson, Björn S. Björns-
son, Pétur Hrafn Sigurðsson,
Kristján Daníelsson.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Hallgrímur Þorsteinsson var
endurskoðandi ÍSÍ um langt ára-
bil. Hann sinnti því starfi af alúð
og naut mikils trausts stjórnar og
starfsfólks ÍSÍ. Hann var virtur
innan sinnar starfsgreinar og átti
farsælan starfsferil sem endur-
skoðandi. Það var því mikill feng-
ur fyrir ÍSÍ að hafa hann sem end-
urskoðanda sambandsins. Hann
átti marga góða vini innan íþrótta-
hreyfingarinnar, ekki síst innan
golfhreyfingarinnar þar sem hann
var virkur félagi en Hallgrímur
var meðal annars formaður Golf-
klúbbsins Odds/Oddfellowa um
tíma. Hann spilaði reglulega golf
með hópi núverandi og fyrrver-
andi leiðtoga í íþróttahreyfing-
unni og hélt þannig góðum
tengslum við íþróttaforystuna þó
að hann væri hættur störfum.
Hans er nú sárt saknað af okkur
spilafélögunum í þeim hópi.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ er
þakklátt fyrir þá tryggð og þann
velvilja sem Hallgrímur sýndi
sambandinu og fyrir vináttuna í
gegnum árin. Börnum Hallgríms,
fjölskyldum þeirra og aðstand-
endum öllum sendum við dýpstu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Hallgríms
Þorsteinssonar.
Lárus L. Blöndal,
forseti ÍSÍ.
Elsku afi minn hefur nú kvatt
þennan heim og hugur minn og
hjarta fyllist sárum söknuði.
Við afi áttum einstaklega
sterkt og fallegt samband, það var
ekkert sem ég gat ekki leitað með
til hans.
Kletturinn minn, norðrið mitt í
lífsins ólgusjó.
Ég var ekki há í loftinu þegar
ég fór í fyrsta skipti ein í flugvél
frá Sauðárkróki til Reykjavíkur,
með miða um hálsinn á leið í helg-
arferð til ömmu og afa í Kópavogi.
Ég naut þess að vera hjá ömmu og
afa enda var dekrað við mig. Afi
þreyttist ekki á svara öllum mín-
um milljón spurningum um allt og
ekkert og eftir kvöldmat var oftar
en ekki hægt að plata hann til að
bjóða upp á ís meðan við spiluðum
rommý. Ég á svo margar fallegar
og hlýjar minningar af tímanum
sem ég fékk að eyða með ömmu
og afa. Sumrin uppi í sumarbú-
stað þar sem afi kenndi mér að
smíða fleka, bera á pallinn og
veiða í vatninu, daglegu sundferð-
irnar þar sem ég lærði að stinga
mér og synda baksund og allir
óteljandi golfhringirnir. Heima-
skrifstofan hans afa var uppá-
halds staðurinn minn í húsinu, þar
fékk ég að leika mér með stóru
reiknivélina hans og „stemma af“
alls konar pappíra sem í minning-
unni stemmdi samt aldrei þó ég
væri búin að nota alla regnbogans
liti til yfirstrikunar og margslá
allt inn í stóru reiknivélina og
prenta út langan samlagningar-
lista.
Afa var mikið í mun að ég
myndi mennta mig og gerði allt
sem í hans valdi stóð til að aðstoða
mig við að sækja mér menntun,
hvort sem það var fjárhagslegur,
félagslegur eða andlegur stuðn-
ingur. Þau voru ófá verkefnin sem
hann hjálpaði mér með þegar ég
var í HÍ og ég er full þakklætis
fyrir allar fallegu minningarnar
sem ég á af afa að hjálpa mér með
heimalærdóminn. Minningin þeg-
ar afi var að hjálpa mér að berja
saman fyrsta ársreikninginn minn
er mér sérstaklega kær, þarna
vorum við á heimavelli. Eitt það
mikilvægasta sem afi kenndi mér
var þó sennilega peningalæsi,
mikilvæg kunnátta að hafa fyrir
unga stelpuskjátu. Ég geri mitt
besta að koma þessari kunnáttu
áfram til barnanna minna.
Afi var maðurinn sem ég leitaði
til með allt, fyrsti maðurinn sem
ég hringdi í til að deila með gleði-
fréttum, maðurinn sem ég leitaði
til þegar mér leið illa, maðurinn
sem ég leitaði til þegar lífið virtist
staðráðið í að berja mig niður.
Hann gat alltaf stappað í mig stál-
inu og hjálpað mér að sjá lausn á
vandamálinu. Ég fæ afa aldrei
fullþakkað fyrir allt sem hann
gerði fyrir mig.
Elsku afi, þú varst einstakur
maður, þín er sárt saknað.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Anna Lára Friðfinnsdóttir
Hallgrímur
Þorsteinsson
Okkar ástkæra
GUÐBJÖRG JÓNA SIGURÐARDÓTTIR
Vesturbergi 28,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
22. maí. Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar
Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Svala Leifsdóttir
Sigurður Ingi Leifsson
Sigurþór Leifsson
Karl Dúi Leifsson
Hilmar Þórarinsson
og fjölskyldur
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG SIGURBERGSDÓTTIR,
Flyðrugranda 20,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 9. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Oddný Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson
Erna Guðmundsdóttir Daði Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn