Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Samsýning Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík, Yfir Gullinbrú, verður
opnuð í Gufunesi á laugardaginn
kemur klukkan 15. Er það þriðja ár-
lega sumarsýningin í sýningaröðinni
Hjólið þar sem verk eftir félaga
Myndhöggvarafélagsins eru sett upp
nærri hjóla- og göngustígum borg-
arinnar og er nú komið að Grafar-
vogshverfinu. Sýningarnar verða
fimm og eru settar upp í aðdraganda
fimmtíu ára afmælis félagsins 2022.
Tíu listamenn eiga verk á sýning-
unni, átta eru sett upp víða í Grafar-
vogi og tvö á netinu, og eru öll gerð
sérstaklega fyrir sýninguna. Lista-
mennirnir eru Anna Júlía Frið-
björnsdóttir, Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, Elísabet Brynhildardóttir,
Eygló Harðardóttir, Hanan Be-
nammar, Hulda Rós Guðnadóttir,
Klængur Gunnarsson, Rebecca Erin
Moran, Vala Sigþrúðar Jónsdóttir og
Þórdís Alda Sigurðardóttir. Sýning-
arstjóri er Birta Guðjónsdóttir.
Boðið upp á samtal í síma
Þungamiðja sýningarinnar er sögð
liggja í staðsetningu hennar í Grafar-
vogi; í landslagi, félagslegum sem
sögulegum þáttum, flóru og fánu,
fjölbreyttu mannlífi og sérþáttum
hverfisins, sem er eitt það grænasta í
borginni og liggur að fallegri og víða
lítt snortinni strönd. Þá var hug-
myndalegur útgangspunktur við val
á verkum og listamönnum að vinna
með lífræn ferli og upplifun lista-
mannanna á hverfinu og náttúru-
öflunum.
Þegar blaðamaður fer með sýn-
ingarstjóranum Birtu á milli verk-
anna sem verið er að setja upp segir
hún 46 tillögur hafa borist frá félags-
mönnum í Myndhöggvarafélaginu
um verk á sýninguna. „Ég valdi úr
mörgum frábærum tillögum og að
auki verk eftir einn erlendan lista-
mann sem er ekki í félaginu, eins og
hefur verið gert líka á fyrri sýn-
ingum síðustu sumur, en það er alltaf
áhugavert að eiga líka í samræðu út
fyrir eyjuna.“ Það er Hanan Be-
nammar, sem er af norðurafrísku
bergi brotin en býr í Ósló. „Hún
kemst ekki á opnunina vegna Covid-
ástandsins en verkið hennar er í
eternum; fólki er boðið að hringja í
ákveðið símanúmer og þá svarar
manneskja sem er reiðubúin að eiga
samtal um eitt af sex fyrirfram-
gefnum umræðuefnum, meðal ann-
ars um þögn, efa og óreiðu,“ segir
Birta.
Ósómann í baksýnisspeglana
Í hvammi við vík eina rétt norðan
við garðinn með skúlptúrum eftir
Hallstein Sigurðsson, sem þeir sem
leið eiga um Grafarvogshverfið
þekkja vel, hittum við Þórdísi Öldu
Sigurðardóttur sem er ásamt
aðstoðarfólki að setja upp stórt verk.
Á volduga málmgrind eiga að koma
flekar með ljósmyndum en umhverf-
is eru tugir stanga með stökum bak-
sýnisspeglum af bifreiðum.
„Þetta er nýtt verk sem ég vann
fyrir þessa sýningu,“ segir Þórdís,
„en í því birtast hugmyndir sem ég
hef mikið velt fyrir mér á síðustu ár-
um. Ég stend nú á tímamótum ald-
urslega og fór að hugsa um hvað ég
vildi hafa áfram í kringum mig í
framtíðinni, heyra af og sjá í fréttum,
og kaus að tína út það sem ég vildi
hafa í baksýnisspeglinum.“
Þórdís vinnur verkið í samstarfi
við tvo erlenda ljósmyndara sem hún
hefur lengi þekkt og hafa myndað í
ýmsum heimshlutum, þeir eiga flest-
ar ljósmyndirnar en sumar koma úr
myndabönkum. Myndirnar sýna til
að mynda mannréttindabrot og illa
meðferð á dýrum.
„Þessar myndir eru teknar erlend-
is og flest af þessu gerist ekki hér á
landi, en þó annað sambærilegt,“
segir Þórdís. „Þessir þrjátíu speglar
vísa inn á myndirnar. Sumir þola
ekki að sjá hræðilegar myndir en
geta þá bara horft á þær í bútum í
speglunum. Svo má um leið sjá sjálf-
an sig í þeim, sem hluta af þeim veru-
leika sem myndirnar birta.
Það væri gott að slíkur ósómi yrði
ekki lengur til staðar.“
Hvað skúlptúr geti verið
Birta segir að við valið á lista-
mönnunum tíu hafi hún haft sterk-
lega til hliðsjónar að sýningin snerist
á vissan hátt um hverfið og kallaðist
á við það. „Ég hef sjálf alltaf gaman
af því þegar ég skoða sýningar hér
og þar í borgum og opinberu rými að
kynnast gegnum listupplifunina slóð-
um sem ég hef ekki komið á áður.
Hér erum við í þessu stóra og fjöl-
breytilega hverfi, sem í er allt frá
Korputorgi og alls kyns íbúða-
kjörnum að þessum víkum hér við
hafið í guðsgrænni náttúru, og það er
heillandi að geta boðið gestum að
kynnast margbreytilegu hverfinu
gegnum listina.“
Birta kveðst hafa haft áhuga á að
sjá verk sem snerust á einhvern hátt
um hreyfingu og breytingu, frekar
en að vera niðurnjörvuð. Hún tekur
sem dæmi samspil verka Hallsteins,
sem lengi hafa staðið í hverfinu, og
þeirra eftir Rebeccu Erin Moran
sem hafa verið sett upp nærri þeim í
góðu samtali við Hallstein. Hún hef-
ur fellt í jörðina steypta hringi sem
gestir geta staðið á og skannað þrjá
QR-kóða sem opna hver sérsniðið
hljóðverk sem má dansa við. „Þar
verður til eins konar samtal tveggja
kynslóða um það hvað skúlptúr getur
verið,“ segir Birta. „Verk Rebeccu er
lifandi skúlptúr í merkingunni að
maður stígur á stall og verði mögu-
lega um tíma að skúlptúr, á for-
sendum þess að upplifa líkama sinn í
tilgreindu rými. Og kannski að upp-
lifa hann sem skúlptúrískt form sem
hreyfist.“
Náttúran ræður
Í vík við hafið neðan við eina braut
Korpugolfvallar er Elísabet Bryn-
hildardóttir ásamt aðstoðarfólki að
fylla vandlega smíðaðan stokk af
fjörumöl, lokar honum síðan og stíg-
ur upp á enda hans, næst hafinu.
Þegar fellur að virkjast verkið, sem
heitir Á tólfta tíma – Til minningar
um Jesústeininn. „Það byggir á sögu
sem pabbi minn sagði mér frá æsku
sinni, þegar hann og vinur hans fóru
út á stein í flæðarmálinu og á flóði
rétt flæddi yfir hann. Þá var eins og
þeir gengju á vatni,“ segir Elísabet.
Þessi fallega saga sat í henni og
varð að þessu verki þar sem gestum
mun sem sagt bjóðast að ganga á
vatni – ef þeir koma á réttum tíma.
„Náttúran ræður og galdrarnir
verða ekki alltaf í boði,“ segir hún
brosandi. „Bara á um tólf tíma
fresti.“ Og hún mælir með gúmmí-
skóm eða stígvélum til að upplifa
verkið.
Birta segir Myndhöggvarafélagið
dásamlegan og lifandi félagsskap
sem hafi staðið fyrir fjölda útisýn-
inga síðan félagið var stofnað kring-
um sýningar á Skólavörðuholti árið
1972. „Heiti félagsins kveikir í hug-
anum mynd af manneskju með meitil
í hendi en raunin er sú að minnihluti
félaganna, sem eru rúmlega tvö
hundruð talsins, fæst við hefðbundin
efni og aðferðir skúlptúrsins eins og
við þekkjum hann frá 20. öld. Þessi
sýning er vettvangur til að sýna fjöl-
breytileikann og gerjunina í starf-
semi félagsins á 21. öldinni,“ segir
Birta.
„Sýna fjölbreytileik-
ann og gerjunina“
Morgunblaðið/Einar Falur
Jesústeinn Elísabet Brynhildardóttir stígur upp á verk sitt sem er í einni
víkinni í Grafarvogi og hverfur á flóði. Þá má reyna að ganga á vatni.
Sýningarstjórinn Birta stendur á einu verka Rebeccu Erin Moran, en þau
eru í skúlptúrgarði Hallsteins Sigurðssonar og hljóðverk fylgja.
Hreinsað til Þórdís Alda Sigurðardóttir við uppsetningu á verki sínu á
sýningunni Yfir Gullinbrú, en þar setur hún ósóma í baksýnisspegilinn.
Samsýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Yfir
Gullinbrú, verður opnuð í Grafarvogshverfinu á laugardag