Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
✝ Erla M. Guð-jónsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 3. sept-
ember 1932. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands, Sauðár-
króki, 13. maí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón
Jósafat Jósafatsson
frá Krossanesi, f. 21. febrúar
1901, d. 31.október 1966, og
Þórey Sigtryggsdóttir frá Hóli
á Skaga, f. 18. apríl 1907, d.
arsson, f. 19. febrúar 1962.
Sonur þeirra er Haukur Krist-
jánsson, f. 4. apríl 1989. Sam-
býliskona hans er Ylfa Rún
Sigurðardóttir, f. 21. ágúst
1992. Sonur þeirra er Sigvaldi
Hauksson, f. 20. júlí 2019.
Erla bjó ævilangt á Sauð-
árkróki og höfðu þau hjónin
búsetu á Freyjugötunni alla
sína samtíð. Erla starfaði
lengst af við fiskvinnslu með-
fram húsmæðrastörfum. Sam-
eiginlegt áhugamál þeirra
hjóna var bridds. Þau spiluðu
saman í áratugi, bæði við vini
og vandamenn en tóku einnig
þátt í briddsmótum innanlands.
Erla eyddi síðustu árum ævi
sinnar á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Sauðárkróki.
Hún verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 28.
maí 2020, klukkan 14.
12. júlí 1953. Systir
Erlu er Ingibjörg
Svava Guðjóns-
dóttir, f. 13. júní
1928.
Erla giftist 1956
Hauki Haraldssyni
frá Brautarholti, f.
5. júlí 1927, d. 9.
september 2013.
Börn þeirra eru
Eyþór Guðjón
Hauksson, f. 10.
desember 1955, d. 9. maí 2017,
og Jóhanna Hauksdóttir, f. 8.
mars 1959. Sambýlismaður
hennar er Kristján Agnar Óm-
Ég kynntist Erlu fyrst sum-
arið 2013. Það var á fyrsta árinu
eftir að við Haukur, barnabarn
Erlu, fórum að vera saman.
Haukur var að kynna mig fyrir
afa sínum og ömmu á Freyju-
götunni. Þá var Haukur eldri
enn á lífi en hann lést síðar
þetta ár. Mér er heimsóknin
mjög minnisstæð.
Haukur eldri sat og las blaðið
á meðan Erla hellti upp á kaffi.
Erla var gestrisin og ánægðust
ef fólk tók vel til matar síns.
Hún var hlý og tók vel á móti
mér þennan dag. Henni fannst
ekki seinna vænna að Haukur
fyndi sér konu. Erla var nefni-
lega ekkert að skafa af hlut-
unum eða dylja skoðanir sínar.
Hún var opinská og hreinskipt-
in, sem ég kunni vel að meta. Í
þau mörgu skipti sem við Hauk-
ur heimsóttum Erlu síðastliðin
ár tjáði hún mér ávallt hvernig
henni fannst holdafar mitt það
skiptið. Ég var ýmist voðalega
mjó núna eða aðeins búin að
bæta á mig.
Fyrir mér virtist þetta helst
tengjast því hversu víðum
klæðnaði ég var í þann daginn,
eða þá að hún var að horfa eftir
því hvort ég væri orðin ólétt.
Hvort sem það var hafði ég
mjög gaman af þessu. Þegar
Sigvaldi, sonur okkar Hauks,
var á leiðinni ákváðum við að
segja Erlu það með því að
spyrja hvort henni fyndist ég
ekki hafa stækkað núna. Allt
kom þó fyrir ekki og ég var
ofsalega mjó í það skiptið.
Svo skemmtilega vildi til að
Ólafur afi minn, sem einnig bjó
á Sauðárkróki, var góður vinur
Erlu frá því áður en við Haukur
kynntumst. Ég tók því afa iðu-
lega með í kaffi til Erlu. Þær
stundir í eldhúsinu hennar Erlu
gleymast seint. Þau fóru þvert
yfir Skagafjörðinn í samtölum
sínum og ræddu hvað væri að
frétta. Ættfræði og gamlir tímar
komu mikið við sögu. Gjarnan
endaði með því að þau voru far-
in að kýta um staðreyndir. Þá
heyrðist: „Nei Óli! Þetta er ekki
rétt hjá þér! Hann var ekkert
þaðan!“ og afi svaraði: „Nú!!
Hvaðan var hann þá?“ Af og til
horfði Erla svo á mig og brosti
eða glotti.
Hún Erla var yndisleg og
mun ég sakna hennar. Á
Freyjugötunni tók ávallt á móti
manni hlýja, bæði bókstaflega,
því þar var vel kynt, og frá
Erlu. Þar upplifði maður sig vel-
kominn. Minningarnar um Erlu
eru mér kærar og það var heið-
ur að fá að kynnast henni.
Ylfa Rún Sigurðardóttir.
Erla M.
Guðjónsdóttir
Hún Gunna var
fyrsta systkina-
barnið sem ég eign-
aðist.
Ég var fjögurra ára hjá Ásu
systur vestur á Staðarhóli í
Saurbæ sumarið sem hún gekk
með Gunnu.
ér er minnisstætt hvað Ása
flaut vel með þunga sinn þegar
hún synti í álnum hjá túninu sem
munnmælin kölluðu skipaskurð
Staðarhóls-Páls.
Ég hafði víst haft við orð að ég
vildi að Ása eignaðist strák og
mun hafa tekið vissan tíma að
sætta mig við orðinn hlut. Atvik-
in höguðu því svo að við flutt-
umst á sama bæ, Þorbergsstaði í
Dölum, þegar ég var fimm ára og
hún á fyrsta ári.
Guðrún Ragna
Pálsdóttir
✝ Guðrún RagnaPálsdóttir
fæddist 29. janúar
1937. Hún lést 11.
apríl 2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 27. maí
2020.
Ekki leið þó á
löngu áður en hún
tók að gerast nokk-
uð stjórnsöm og
vildi helst ráðskast
með þennan frænda
sinni. Ég man að
móðuramma henn-
ar sagði einhvern
tíma þegar hún var
líklega tveggja ára:
„Stelpan er svo
skolli errin.“ Gunna
var snemma bráðdugleg.
Ég man eftir henni á fjórða ári
ríðandi berbakt á Stjarna gamla
á harðabrokki um túnið. Og ólöt
var hún að böðlast í heyskapnum
frá því hún gat haldið á hrífu.
Hún gat líka verið furðu næm á
umhverfið.
Ég man að ársgömul þekkti
hún fótatakið hans afa síns, sem
þá var enn á lífi, og bablaði „afa,
afa“ þegar hún heyrði hann
ganga um gólf í næsta herbergi.
Við ólumst sumsé upp í tvíbýli
í sama húsi og í sama túni og við
sama krakkabú undir Húsa-
kletti. Við urðum hálfgildings
leiðbeinendur fyrir þau börn
skyldfólks og vinafólks sem
komu til sumardvalar á stríðs-
árunum, kynntum þeim húsdýrin
og kenndum þeim vinnubrögð
sem og á nánasta landslag og
heimilisfólk í hólum og klettum.
Þar knýttust stundum bönd
sem aldrei slitnuðu að fullu.
Samskipti okkar strjáluðust
nokkuð eftir að ég fór í skóla í
Reykjavík þótt ég kæmi heim á
sumrin, og leiðir lágu sjaldnar
saman þótt fjölskylda Ásu flytt-
ist líka suður nokkrum árum
seinna. Við eignuðumst tvenns
konar kunningjahóp.
Og ekki leið á löngu uns
Gunna festi sjálf ráð sitt.
Í gagnkvæmum heimsóknum
eða fjölskyldusamkomum af
ýmsu tilefni urðum við samt nán-
ast aftur eins og börn. Og ég
hafði ætíð þá notalegu tilfinningu
að ég væri svolítill uppáhalds-
frændi.
Árni Björnsson.
Með fáeinum orðum langar
mig að kveðja Gunnu vinkonu
mína sem lést laugardaginn 11.
apríl á líknardeild Landspítal-
ans.
Gunna var ein af mínum bestu
vinkonum og hélst sú vinátta alla
tíð.
Við Gunna kynntumst í gegn-
um eiginmenn okkar þá Símon
og Bjössa.
Við vorum heimavinnandi og
með fjölmennan barnahóp.
Gunna og Bjössi bjuggu þá í
Bræðraparti við Engjaveg.
Þangað var gott að koma með
börnin, mikið frelsi og mikil
gestrisni.
Þá vorum við Gunna líka sam-
an í saumaklúbbi, fórum með
strætó, eða eiginmenn okkar
keyrðu og þáðu svo kaffisopa og
kökur fyrir viðvikið.
Það var skemmtilegt hjá
Gunnu og Bjössa. Alltaf opið hús
og mikið fjör ef eitthvað stóð til.
Stutt í gítarinn og fjöldasöng.
Við Símon fórum með þeim í
tjaldútilegur og í okkar fyrstu
ferð til Mallorca. Seinna sungum
við Bjössi saman í Breiðfirðinga-
kórnum.
Þá skemmtum við Gunna okk-
ur saman og ferðuðumst mikið
með kórnum.
Þótt samband okkar hafi verið
meira þegar börnin voru yngri
og saumaklúbburinn starfandi
þá misstum við aldrei sjónar
hvor á annarri.
Þetta var einstök og innileg
vinátta. Ég þakka Gunnu fyrir
samfylgdina og votta aðstand-
endum samúð mína.
Laufey Erla Kristjánsdóttir.
Þegar ég kveð
vin minn Ágúst
Jóhannsson frá
Hofsósi reyni ég
að horfa til hans í
gegnum hans líf og sé sömu
festuna í öllu. Hverju sem
hann sinnti var það vel gert og
yfirvegað. Gústi fór á ball og
dansaði og var hrókur alls
fagnaðar, nema hálfum öðrum
tíma áður en balli lauk hætti
Gústi að staupa sig eins og
hinir og þegar balli lauk var
hann aftur eins og hann átti að
sér og gekk ósnortinn frá leik.
Þetta var nokkuð sérstakt.
Þetta hét agi. Sjálfsagi.
Þetta einkenndi hann alla
Ágúst Ásbjörn
Jóhannsson
✝ Ágúst ÁsbjörnJóhannsson
fæddist 17. mars
1926. Hann lést 17.
maí 2020.
Útför Ágústs fór
fram 27. maí 2020.
ævi. Hann átti
stóran amerískan
bíl en hann ók á 60
og fór ekki hraðar.
Þá eyddi hann
minna, og var al-
veg staðfastur
með það. Þegar
Gústi var verk-
stjóri hjá Brynjólfi
hf. voru gerðar
breytingar á
vinnuaðferðum í
saltfiski og var nokkur
áhyggja hvort það kæmi niður
á gæðum og mati á fisknum.
En Gústi þekkti saltfisk og
gæðin urðu meiri.
Ágúst var mjög farsæll
verkstjóri og virtur af starfs-
fólki sem hann fór fyrir. Í
Plastgerð Suðurnesja gekk
alltaf allt með ögun hjá Gústa,
en hann var vinsæll og þekkt-
ur á Suðurnesjum og margir
viðskiptavina komu til að
spjalla við Gústa og það jók
viðskiptin. Hann sagði mér
frá því að þegar róið var frá
Hofsósi og það var tregt, þá
var sett frákastssíld í nokkur
strigapokalög og bundið fyrir
og stjórað niður, á miðum frá
landi. Þá jókst fiskgengd fyrir
krók á svæðinu. Hann sagði
mér frá atviki, sem fáir hafa
séð, að háhyrningur hendir í
loft upp sel, og sem selurinn
er í loftinu stekkur upp annar
háhyrningur og klippir selinn
í tvennt og átu hvor sinn part-
inn. Sú sýn á myndbút á nú-
tíma myndi hrífa alla jarð-
arbúa, en þetta var gamli
tíminn og frásögnin í orðum
er ein og sér.
Á þeim tímum um norðan-
vert land var til stabbi af salt-
fiski til vetrar, kartöflur í
jarðhýsi, bútungur í tunnum
og hamsatólg og saltkjöt til
vetrar. Þetta var gamli tím-
inn, það að vera einn átján
systkina var að mótast til
samheldni og skyldu. Ágúst
hélt því fram að saltfiskur
væri ekki orðinn almennilegur
fyrr en eftir fimm ár í stabba.
Hann átti slíkan stabba í bíl-
skúrnum fyrir sig og sína.
Það einkenndi Ágúst að
ganga alltaf svo til verka að
þau gengju snurðulaust, sem
gerði hann mjög hæfan verk-
stjóra.
Ágúst Jóhansson var rót-
tækur vinstrimaður og gat
rakið mikil rök máli sínu til
stuðnings, á kjarnyrtu og
góðu máli. Hjónaband hans og
Guðrúnar var hjónaband ást-
ríkis og þau voru vel samvirk,
en þó mjög sjálfstæðar per-
sónur.
Samband Gústa við fóstur-
börnin var eins og þau væru
hans eigin. Ágúst gladdist
mjög þegar fyrsta barnabarn-
ið kom í heiminn, þá var eins
og ný sól skini á himni hans,
svo mikið, að hann varð mild-
ari í pólitíkinni. Þeim hjónum
Gústa og Guðrúnu lynti mjög
vel við tengdadótturina og
voru samskipti þeirra við
barnabörnin mjög kærleiks-
rík. Guðrúnu misstu barna-
börnin of snemma og missa nú
mikið að missa afa sinn.
Ég kveð Ágúst Jóhannsson
með söknuði og trega með
þökk fyrir kynnin. Ég og fjöl-
skylda mín vottum fólki hans
samúð okkar.
Þorsteinn Hákonarson.
✝ Kristján Vil-berg Vil-
hjálmsson fæddist í
Reykjavík 28.9.
1938. Hann lést á
Hrafnistu Hlévangi
16.5. 2020. For-
eldrar hans voru
Vilhjálmur Krist-
ján Halldórsson, f.
5.7. 1913, d. 1.4.
1997, og Steinunn
Sigurðardóttir, f.
24.8. 1917, d. 13.4. 2013. Hann
var elstur sjö systkina en hin
eru: Sigurður, f. 15.10. 1939, d.
12.8. 2019, maki var Ástríður
Svala, f. 5.8. 1944; Kristjana f.
3.6. 1941, maki var Ágúst
Pálmason, f. 13.11. 1941, d. 15.1.
2016; Steinunn, f. 5.3. 1945, d.
23.11. 1995, maki var Guð-
mundur Sveinbjörnsson, f. 21.1.
1945; Halldór f. 22.6. 1947, maki
var Gunnhildur Ásgeirsdóttir, f.
14.1. 1948, d. 25.8. 2017; Vil-
hjálmur, f. 31.12. 1949, d. 10.12.
2017, maki var Kristín Hulda
Óskarsdóttir, f. 11.3. 1957; Stef-
anía, f. 25.11. 1956, maki Krist-
inn H. Kristinsson, f. 6.1. 1958.
Eiginkona Kristjáns er Ásta
Vigdís Böðvarsdóttir, f. 14.6.
1943. Þau eignuðust fjögur börn
og eru barnabörnin ellefu og
barnabarnabörnin tvö. Börn
þeirra eru: 1) Kristjana Pálína,
f. 20.4. 1962, eiginmaður hennar
er Raymond McQueen, f. 4.12.
1950, börn þeirra eru Róbert
Aron, Jason, Laina og Ryan. 2)
Anna Magnea Bergmann, f.
20.6. 1964, eiginmaður hennar
er Kjartan Þór Guðmundsson, f.
17.12. 1963, börn þeirra eru
Kristján, Brynhildur og Ragn-
heiður. 3) Böðvar
Þórir, f. 2.3. 1971,
eiginkona hans er
Guðrún Karítas
Garðarsdóttir, f.
10.2. 1971, börn
þeirra eru Védís
Elva, Kristbjörg
Ásta, Ásdís Eir og
Jón Vilberg. Börn
Kristbjargar Ástu
eru Máney Rós og
Heiðar Leví. 4)
Helga Marín, f. 18.1. 1977, sam-
býlismaður hennar er Hörður
Ingi Sveinsson, f. 28.7. 1960.
Kristján ólst upp á Brekku í
Garði í stórum systkinahópi.
Frændgarðurinn frá Vörum er
stór og ætíð mikill samgangur
og vinskapur á milli þeirra.
Hann gekk í Garðaskóla og tvo
vetur í Héraðsskólanum á Núpi
í Dýrafirði sem unglingur. Hann
hóf ungur að vinna við fisk-
verkun hjá afa sínum í Vörum,
Halldóri Þorsteinssyni. Hann
starfaði í nokkur ár hjá Íslensk-
um aðalverktökum og eitt ár
hjá Olíusamlagi Keflavíkur en
hóf störf sem leigubílstjóri hjá
Aðalstöðinni í Keflavík 1960,
sem var hans aðalstarf. Hann
gerði þó hlé á leigubílaakstri í
nokkur ár, fór á sjóinn, sigldi
með Aðalvíkinni, gerði út frá
Stóru milljón. Honum líkaði vel
á sjónum en sneri sér samt aftur
að leigubílaakstri og hætti
störfum þegar heilsan leyfði
ekki meira.
Eftir erfið veikindi fyrir
fimm árum fluttist Kristján á
Hrafnistu Hlévang í Keflavík.
Útför Kristjáns fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Sáttur og saddur lífdaga
kvaddi pabbi lífið eins og hann
helst vildi; sofnaði heima á
Hrafnistu Hlévangi. Vildi ekkert
vesen eða óþarfa umstang,
kvaddi í rólegheitum, sagði sitt
síðasta jæja. Þetta lýsir honum
ágætlega, hann var staðfastur og
ákveðinn, tók ákvörðun og stóð
við hana, þýddi lítið að suða í hon-
um sem barn og unglingur. En
hann var skemmtilegur, orð-
heppinn og glettinn, átti marga
skemmtilega frasa eins og „láttu
ekki eins og hestur í afmæli“.
Hann var ljúfur og rólegur, leið
best heima eða í vinnunni, hafði
gaman af því að horfa á boltann
og lesa með tóbaksdósina í vas-
anum.
En það var of mikið vín, sem
hafði áhrif á fjölskylduna og sam-
verustundir hennar, en hann kom
alltaf til dyranna eins og hann var
klæddur, hvort sem það var vín
eða ekki, ég virði það.
Hann var mjög stoltur af upp-
runa sínum og ættingjum, hafði
ánægju af því að hitta þá en var
ekkert partíljón og ekki manna
duglegastur að mæta á manna-
mót eða í fjölskylduboð, sá a.m.k.
ekki ástæðu til að stoppa of lengi
og þegar hann sagði „jæja“ viss-
um við fjölskyldan að komið var
að því að kveðja.
En stoltastur var hann af okk-
ur systkinunum og barnabörnun-
um, sagði það kannski ekki, en
við fundum það.
Elsku pabbi, ég veit að nú líður
þér vel og komið að því að segja
jæja og kveðja.
Anna Magnea.
Kristján Vilberg
Vilhjálmsson
Sigga frænka, ein
besta manneskja
sem ég hef kynnst.
Alltaf var Sigga til
staðar þegar maður
þurfti aðstoð. Hlýja, væntum-
þykja og húmor fylgdu henni
Siggu frænku.
Gaui, Svenni, Siggi, Ólöf og
börn, við höfum öll misst góða
Sigríður Kristín
Pálsdóttir
✝ Sigríður Krist-ín Pálsdóttir
fæddist 8. febrúar
1952. Hún lést 12.
maí 2020.
Útförin fór fram
27. maí 2020.
konu sem mun
fylgja okkur það
sem eftir er.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Kveð þig með sorg í hjarta.
Þinn
Gunnar Páll (Gunni
Palli) frændi.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar