Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
✝ Kristján ÓlafurKristjánsson
fæddist 15. ágúst
1958. Hann lést á
LHS 3. maí 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Ásta Egilsdóttir, f.
1936, og Kristján
Ólafsson, f. 1935, d.
1959. Síðari eig-
inmaður Kristínar
Ástu var Daníel
Williamsson, f. 1935, d. 1988.
Daníel gekk börnum Kristínar
Ástu í föðurstað. Systkini Krist-
jáns eru Ásthildur, Egill og
Vignir Kristjánsbörn og Ágústa
Daníelsdóttir.
Fyrri eiginkona Kristjáns er
Þóra G. Benediktsdóttir. Börn
þeirra eru: 1) Ólöf Kristín, mað-
ur hennar er Ólafur Gunnarsson
og sonur þeirra er
Gabríel. 2) Bene-
dikt, synir hans eru
Egill Ólafur og
Kormákur Hjalti.
Seinni eiginkona
Kristjáns er Kristín
Konráðsdóttir.
Dóttir þeirra er
Margrét. Fyrir átti
Kristján soninn
Friðrik og Kristín
dótturina Evu
Björgu, maður hennar er Finn-
ur Björn Harðarson, börn þeirra
eru Daníel Arnar, Hildur Elva,
Atli Már og Kristín Ásta.
Kristján vann til sjós og lands
en síðari áratugi bjó hann og
vann sem verktaki í Grímsnesi.
Vegna aðstæðna hefur bálför
farið fram en útför hans verður
síðar.
Elsku fallegi, yndislegi pabbi
minn. Ég á svo erfitt með að
trúa því að þú sért farinn frá
okkur allt of snemma, eða aðeins
62 ára gamall. Eftir sit ég með
tárin í augunum og fullan banka
af góðum minningum sem hlýja
mér um hjartarætur.
Lífið okkar saman byrjaði á
Sólheimum, en árið 1998, þegar
ég var sjö ára, byggðir þú húsið
okkar í Háagerði í Grímsnesi
þar sem ég ólst upp. Þú byggðir
hús, bílskúr, tengibyggingar,
plantaðir trjám m.m., eins og þú
hefðir aldrei gert neitt annað, og
bjóst þar með til okkar fallegu
sveit sem ég elska svo mikið.
Hugmyndaflug þitt var ótrúlegt
og þú bjóst til svo margt fallegt í
bílskúrnum þínum. Ef mig lang-
aði í eitthvað gastu búið það til
handa mér.
Þú varst svo góður pabbi og
ekki síst góður vinur, sem ég gat
spjallað við endalaust þó svo að
við hefðum ekkert sérstakt að
tala um. Þú varst sá sem ég gat
alltaf leitað til, sama hvað.
Ef mig vantaði hjálp, sama
hvað það varðaði, þá kunnir þú
allt. Mikið af því sem ég kann í
dag kenndir þú mér í gegnum
ævina með öllum ferðunum í bíl-
skúrinn, í veiðitúrana og í vinn-
una svo eitthvað sé nefnt. Ég
held ég hefði aldrei keypt mér
hús í öðru landi og ákveðið að
gera upp allt húsið hefði það
ekki verið fyrir þína kunnáttu,
hjálp, áhuga og stuðning sem
alltaf var til staðar. Við töluðum
saman nánast daglega og þú
varst alltaf svo spenntur að sjá
hvað við vorum búin að gera
nýtt. Við fórum í mörg ferðalög
saman á facetime; ég að sýna
þér framkvæmdir í húsinu, garð-
inn og útsýnið og þú að sýna
mér öll tæki og tól sem þú
keyptir og varst svo ánægður
með.
Elsku pabbi, ég er svo þakk-
lát fyrir þann tíma sem við höfð-
um, þótt ég vildi óska þess að sá
tími hefði orðið tvöfalt lengri, en
því miður neyddumst við til að
kveðja alltof fljótt. Takk fyrir
allt. Ég á eftir að sakna þín
óendanlega mikið.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Margrét Kristjánsdóttir.
Þrátt fyrir að foreldrar mínir
hafi ekki verið komnir af tán-
ingsaldri þegar ég fæddist finnst
mér þeim hafa tekist ágætlega
til við uppeldi okkar Benna
bróður og það var ekki langt að
sækja til þeirra sem eldri voru,
til ömmu og afa, svo æskan var
góð og við bjuggum við öryggi.
Pabbi var stór og karlmannlegur
og sem barni fannst mér hann
geta allt og hann væri ekki
hræddur við neitt. Honum datt
ýmislegt í hug, t.d. eitt sinn þeg-
ar ég vildi ekki fara að sofa bauð
hann mér að vaka alla nóttina
með sér frammi í stofu. Mér
fannst það mjög spennandi þar
til ég gat ekki lengur haldið mér
vakandi en alltaf þegar ég var að
lognast úr af ýtti pabbi við mér
svo ég reyndi að fela mig á bak
við sófann en það gekk auðvitað
ekki.
Það endaði með því að ég fékk
að fara í rúmið og reyndi ekki
aftur svona samninga. Þetta
gerði hann á sinn hátt og það
virkaði, pabbi var aldrei strang-
ur, hann var ljúfur maður með
góða nærveru.
Pabbi var alltaf að grúska
eitthvað, ég man eftir honum í
bílskúrnum heima í Hafnarfirð-
inum þar sem hann breytti
gömlum bíl og hvað hann var út-
sjónarsamur að koma öllu þar
haganlega fyrir svo úr varð flott-
ur húsbíll.
Á leðurverkstæðinu sínu
hannaði hann, saumaði og yf-
irdekkti. Það lék allt í höndunum
á honum og þannig naut hann
sín best, innan um vélar sínar og
tæki og með tóbakið og kaffiboll-
ann við höndina. Og það breytt-
ist ekkert á lífsleiðinni, í sveit-
inni þeirra Stínu sést fagurt
handverkið í húsinu sem þau
byggðu og ræktarlegum garð-
inum.
Þegar pabbi varð afi var aug-
ljóst að þar var hann í rétta hlut-
verkinu. Sonur minn Gabríel, tíu
ára, sér nú eftir góðum afa og
sama á við um syni Benna bróð-
ur, þá Egil og Kormák, allir
sóttust þeir eftir að vera með
Stjána afa. Pabbi var áhugasam-
ur að kenna þeim og ræða sam-
eiginlegu áhugamálin þeirra
veiðar og smíðar. Egill orðaði
það svo vel þegar hann sagði að
afi talaði alltaf við hann eins og
hann væri fullorðinn. Börn finna
fljótt þegar komið er fram við
þau eins og jafningja.
Við hefðum öll viljað hafa svo
miklu lengri tíma með pabba.
En minningarnar standa eftir og
þær er auðvelt að rifja upp og af
mörgu að taka, skemmtilegar
sögur sem við systkinin og
strákarnir okkar munum og sög-
ur sem aðrir ættingjar og vinir
segja frá. Síðar í sumar ætlum
við að fagna lífinu sem við áttum
með pabba og þá förum við eftir
fyrirmælunum sem hann gaf
rétt fyrir andlátið: Enga væmni!
Enda var það ekki stíll pabba
heldur grín og gleði. Takk fyrir
tímann okkar saman á þessari
jörð elsku pabbi.
Ólöf Kristín Kristjánsdóttir.
Elsku pabbi minn.
Mínar minningar eru þannig:
Kom til ykkar í Sólheima þegar
ég var lítill og við fórum í veiði-
ferð. Ég kunni sko ekkert að
veiða en ég veiddi fyrsta fiskinn
og þú varst svo stoltur af mér.
Þetta var góð ferð.
Alltaf þegar ég kom til ykkar,
t.d. um jólin einu sinni, fann ég
fyrir ást, öryggi og léttu and-
rúmslofti. Ég gleymi aldrei þess-
um jólum. Við fórum í matarboð
til bróður þíns sem var yndis-
legt. Keyrðum svo á rauðum,
gömlum bíl heim í fallegu
vetrarveðri og gömul jólatónlist
var í útvarpinu, „let it snow“, og
úti var nákvæmlega þannig veð-
ur. Komum svo heim, kveikt var
upp í arninum… þessum jólum
gleymi ég aldrei.
Þú elskaðir að veiða enda
gafstu mér svoleiðis á ferming-
ardaginn og ég elskaði þessa
gjöf og fór beint að veiða.
Svo þegar ég kom fyrst var
bara farið beint í að hitta alla
fjölskylduna í bústað í Gríms-
nesi, sem var bara æði.
Ég vildi svo innilega kynnast
þér betur en ég ætla að vanda
mig núna og kynnast fjölskyld-
unni.
Vindlalykt og koníak kom oft
upp í huga mér, pípan, stelling-
arnar hjá þér, það rann varla
blóðið í þér, svo góður og róleg-
ur en ákveðinn og harðduglegur.
Ég votta fjölskyldu, vinum og
vandamönnum innilega samúð.
Góða ferð pabbi minn og
sjáumst aftur þegar minn tími er
kominn.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Árla ég aftur rísungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung mín
hefur mig, Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(M. Joh.)
Þinn sonur
Friðrik Halldór Kristjánsson.
Stjáni bróðir, minn besti vinur
og veiðifélagi, lést 3. maí á
Landspítalanum eftir baráttu við
krabbamein.
Kristján var þúsundþjala-
smiður en ég spurði hann fyrir
40 árum af hverju hann færi
ekki að læra bólstrun þegar
hann vann hjá Ragnari Björns-
syni. Hann svaraði: „Ég þarf
þess ekki, ég kann þetta“ og
þannig var það með allt sem
hann tók sér fyrir hendur, hann
meira að segja eldaði einn vetur
fyrir krakkana í Ljósafossskóla.
Þá vorum við matreiðslumeist-
ararnir bræður hans vissir um
að hann gæti allt, hann bara las
sér til og lærði það.
Við bræður og Gunni frændi
sem við segjum oft að sé einn af
okkur bræðrum höfum haft mik-
inn áhuga á stangveiði frá blautu
barnsbeini og höfum farið saman
í fjölda veiðitúra í gegnum tíð-
ina. Nú styttist í okkar árlegu
veiði í Flókunni sem við erum
búnir að veiða í yfir 25 ár alltaf á
sama tíma. Það verður erfitt að
hafa þig ekki lengur með en
Benni tekur núna við af þér.
Uppleið er veiðihópur sem þú
og Kristín tilheyrið auk 10 ann-
arra hjóna en við förum saman í
veiði árlega. Ég veit að þú verð-
ur áfram með okkur í huga í
gegnum Van Morrison sem við
spilum ávallt í þessum ferðum.
Ég held að allir sem þekktu
þig hafi fengið Van Morrisson-
heilkenni en það var ekkert
skemmtilegra en vera með þér í
pallbílnum þar sem við hlust-
uðum mikið á hann.
Þegar ég átti afmæli í haust
og Elísa og stelpurnar mínar og
tengdasynir gáfu mér óvissuferð
í afmælisgjöf þá vissir þú hvert
ég var að fara. Kvöldið áður en
við Elísa fórum fékk ég að vita
að ég væri að fara til Oxford á
Van Morrison-tónleika. Ég lifði í
voninni allan tímann á leið upp á
flugvöll að ég myndi sjá þig þar.
Við bræðurnir töluðum saman
nánast á hverjum degi og það
verður erfitt að fylla upp í það
skarð og skrítið að spyrja ekki
Egil og hann mig: „Ertu búinn
að heyra í Stjána í dag?“
Þegar maður fer í gegnum
myndir af Kristjáni þá er alltaf
fólk í kringum hann hlæjandi
enda alltaf gaman í kringum þig.
Dætrum mínum fjórum þótti
ekkert skemmtilegra en fara í
Háagerði og tjalda þar og sitja í
kringum varðeld með honum og
hlusta á sögur og góða tónlist.
Hann naut sín hvergi betur en
heima í sveitinni og ef það komu
rólegir tímar hjá honum, sem
var sjaldan, þá bjó hann sér til
vinnu við að smíða sumarhús
sem hann gæti selt seinna eða
við að smíða skurðarbretti sem
eru flottustu bretti sem ég hef
séð.
Ég talaði við þig síðast í síma
laugardaginn 2. maí. Kristín,
Olla og Magga voru hjá þér og
við vissum hvert stefndi, ég var
klökkur í símanum að segi við
þig: „Takk Kristján fyrir að vera
besti bróðir, veiðifélagi og vinur,
ég elska þig.“ Þú segir: „Sömu-
leiðis, við verðum í bandi.“
Eftir símtalið segir þú Stínu
og Ollu hvernig þú viljir hafa út-
förina þína og segir að þú viljir
enga væmni eins og Viggi bróð-
ir.
Endum þetta þá á einum af
þínum veiðibröndurum: „Viggi,
bakkaðu að veiðistaðnum, þá
heldur laxinn að þú sért að
fara.“
Elsku Kristín, Magga, Benni,
Olla Stína, Friðrik, Eva, makar
og barnabörn, þvílíkur missir að
Stjána bró. Hugur minn er hjá
ykkur.
Verðum í bandi, elsku bróðir.
Vignir.
Með sárum söknuði og þungu
hjarta kveð ég Kristján bróður
og hjartans vin.
Við erum þrír bræður, hver á
sínu ári. Fyrstur kom ég, síðan
Kristján og svo Vignir, 14 mán-
uðir á milli allra, Ásthildur er
elst og Ágústa yngst. En
bræðrabandið var sterkt og
órjúfanlegur strengur á milli
okkar.
Við Kristján vorum sem einn
maður því sjaldan vorum við
hvor í sínu lagi fyrstu árin.
Margt var brallað og mikið sem
þurfti að kanna í uppbyggingu
Breiðholts en þar vorum við
frumbyggjar. Indíánar og land-
könnuðir í Elliðaárdalnum og
gröfustjórar í nýbyggingunum.
Sannkölluð paradís fyrir pjakka
eins og okkur bræðurna þrjá. Ef
eitthvað bjátaði á eða einhver
fékk eitthvað, þá vorum við allt-
af saman um það, deildum jafnt
því ekki var miklu til að dreifa.
Við þurftum oft að reiða okkur
hver á annan og vorum ungir
þegar við þurftum að taka
ábyrgð. Tölum við aldrei hver
um annan öðruvísi en að bróðir
komi aftan við nafnið, Kristján
bróðir, Egill bróðir, Viggi bróðir.
Einstakt bræðralag.
Kristján fór á sjó 15 ára og sá
um sig sjálfan upp frá því. Harð-
ger, duglegur, sjálflærður, sjálf-
stæður ungur maður sem fór
ótroðnar slóðir. Kristján varð
ungur faðir, aðeins 16 ára gam-
all.
Eignaðist hann Ólöfu Kristínu
og Benedikt með Þóru, þau
skildu. Þá kom Friðrik og að
lokum Margrét sem hann átti
með Kristínu sinni, eiginkonu og
lífsförunaut. Kristjáni var afar
umhugað um börnin sín og
barnabörn, sem áttu hug hans
og hjarta og fylgdist stoltur með
þeim. Kristján bjó sér til sitt ríki
í Grímsnesinu ásamt Kristínu
konu sinni þar sem mikill bragur
er á öllu.
Þar gerðu þau sér sælureit,
bjuggu til og sköpuðu himneskt
umhverfi þar sem þau nutu sín í
leik og starfi. Ávallt gaman að
koma þangað. Börnin mín eiga
margar ómetanlegar minningar
þaðan og á Kristján heiðursess í
hjörtum þeirra. Hann var góður
vinur, réttsýnn, sanngjarn, list-
rænn og skapandi, skemmtileg-
ur með mikinn húmor og glampa
í augum.
Hafði sig ekki mikið í frammi
en það var hlustað þegar hann
talaði því hann þoldi ekki bull.
Kristján hafði yndislega nær-
veru, gat verið þver á köflum en
alltaf náðum við saman þrátt
fyrir mismunandi skoðanir. Við
vorum miklir sálufélagar og átt-
um samtal hvern einasta dag og
stundum fleiri en eitt því við
gátum rætt um allt endalaust.
Fréttir, heimsmálin, veðurfar,
veiðimennsku, vélar og tæki, bíla
og báta og tækin og tólin sem
hann var að fá sér og verkefnin
sem hann var í. Söknuður að
geta ekki átt þessi góðu samtöl
með honum.
Þúsundþjalasmiður, allt lék í
höndum hans. Það var ekki
sjaldan sem ég fékk að njóta
þess og endalaust af góðum upp-
lýsingum. Vinnusamur, velum-
talaður, duglegur, bóngóður.
Mikið tómarúm og söknuður er í
brjósti mínu.
Síðustu fjögur ár barðist
Kristján við ólæknandi krabba-
mein og fór reisn hans ekki fram
hjá neinum í þeim hildarleik.
Húmorinn vantaði aldrei allt
til síðustu stundar. Þannig var
Kristján!
Ég væri ekki hissa á því að
Kristján myndi sitja við hlið
æðsta höfuðsmiðs himins og
jarðar og segja skemmtisögur.
Egill bróðir.
Lífsbróðir minn, mágur minn,
bróðir mannsins míns, hjartkær
vinur minn.
Kristján var orginali, náttúru-
barn, veiðimaður, húmoristi, völ-
undur, músíkelskandi, listamað-
ur, garðyrkjumaður, fallegur
maður. Hann fór sínar eigin leið-
ir í öllu, kunni illa við að láta
stýra sér og vildi hafa hlutina
eftir sínu höfði. Hann var mikill
karakter og lýsti það sér í öllu
sem hann gerði.
Kristján var mikill hagleiks-
maður, allt lék í höndum hans og
varð að einhverju fallegu og not-
hæfu. Hann naut þess að skapa,
laga, gera upp hluti og nýta.
Kristján var konungur í eigin
ríki sem hann bjó sér til á Hæð-
arenda í Grímsnesinu með Krist-
ínu, sinni hjartans eiginkonu og
lífsförunaut. Kristján elskaði
sína sveit. Heimsóknir þangað
voru tíðar og þau hjónin miklir
höfðingjar heim að sækja.
Kristján var góður bróðir
bræðra sinna og áttu þeir sér-
stakt samband svo eftir var tek-
ið. Egill minn á eftir að vera
vængbrotinn því á milli hans og
Kristjáns ríkti einstakt bræðra-
lag.
Kristján var ekki mikið að
bera tilfinningar sínar á borð en
var með stórt hjarta. Hann var
æðrulaus með mikið jafnaðargeð
og seinþreyttur til leiðinda. Var
ekki að æsa sig yfir hlutunum,
pollrólegur með pípuna. Hann
hafði húmorinn alltaf með og var
sögumaður af guðs náð. Forvit-
inn og lét sig flest mál varða,
skemmtilegur grúskari. Þótti
gaman að ræða allt milli himins
og jarðar. Þægilegur með nota-
lega nærveru.
Kristján elskaði góða músík
og pældi mikið, áttum við mörg
góð uppáhaldslög saman sem við
spiluðum þegar við hittumst og
þá var oft spilað hátt: Etta
James, B.B. King, Johnny Lee
Hooker, Van Morrison, Leonard
Cohen o.fl.
Kristján átti flottasta bílskúr í
heimi fannst honum. Risastór
með öll tól og tæki sem hann
elskaði, bíla sem voru í viðgerð
eða breytingum að ógleymdum
leikföngum af ýmsu tagi. Þar
eyddi hann drjúgum stundum og
bauð ávallt gestum þar inn. Síð-
ustu stundirnar hans voru að
mestu í bílskúrnum því þar var
allt sem hann þurfti og þar undi
hann sér best. Gleðistundir.
Kristján var mikill veiðimaður
og elskaði að vera úti í nátt-
úrunni. Marga góða veiðitúra og
ferðalög fórum við saman með
fjölskyldunni og alltaf jafn gam-
an.
Síðari ár fórum við hjónin í
marga eftirminnilega túra. Þeir
eru dýrmætir og ógleymanlegir í
minningabankann.
Kristján og ég unnum að
nokkrum verkefnum saman,
smíða- og hönnunarvinnu.
Fannst okkur gaman að pæla í
húsum og breytingum og ætlaði
hann að taka að sér að byggja
með mér hús í sveitinni á Ís-
landi, en ekki náðist það. Alltaf
bóngóður og hjálpsamur.
Kristján var barnakarl og
elskaði að hafa unga fólkið í
kringum sig og sá ekki sólina
fyrir sínum börnum og barna-
börnum.
Börnunum mínum var hann
alltaf góður og á stórt pláss í
þeirra hjarta.
Kristján var kallaður burt frá
þessari jörð allt of fljótt og verð-
ur hans sárt saknað af mörgum,
sérstaklega Kristínu og börnum.
Votta ég þeim mína dýpstu sam-
úð.
Hvíl í friði.
Ást og friður.
Þín vinkona,
Guðbjörg Vilhjálms-
dóttir (Gullý).
Kristján Ó.
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
Afi var mjög góður mað-
ur. Hann var skemmtileg-
ur, klár og traustur. Hann
afi var aldrei óþolinmóður
eða reiður. Hann leyfði mér
og Kormáki frænda mínum
að gera allt sem við vildum.
Hann hjálpaði mér að
smíða koll sem ég gaf
ömmu og líka flotta hring-
brauðbrettið sem mamma
notar alltaf. Hann var besti
afi í heiminum.
Gabríel, 10 ára.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar