Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 12

Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is S paðabani byrjaði sem sviðslistaverk en hélt svo áfram sem hljómsveit. Til að byrja með vorum við fimm stelpur en núna erum við bara þrjár,“ segja þær Oona María Mara, Steinunn Vikar Jónsdóttir og Álfheiður Karlsdóttir, en þær skipa pönk-kvennahljóm- sveitina Spaðabana sem sendir nú frá sér sína fyrstu plötu, Rokkara- bíó. „Við höfum verið á tveimur safnplötum, Myrkfælni og Drullumalli, en nýja platan kemur fyrst út á netinu, á Spotify,“ segja þær vinkonurnar sem all- ar eru á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Þetta á upp- haf sitt í því að Brynhildur systir mín var að vinna verkefni á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum fyrir tveimur ár- um, en þá vorum við allar í níunda bekk í Austurbæjarskóla. Hún ákvað í sínu verkefni að setja upp verk með okkur stelpunum,“ segir Álfheiður og bætir við að á þessum tíma hafi þeim vinkon- unum ekki liðið nógu vel í skólanum, þar sem strákar tóku mikið pláss en stelpur sátu þegjandi hjá. „Brynhildur gerði að verkefni sínu að valdefla okkur og byggja upp samstöðu á milli okkar stelpn- anna. Hún fræddi okkur um femin- isma og lét okkur prufa mismunandi hluti. Við áttum ekkert endilega að verða hljómsveit, hún lét okkur líka dansa og syngja, en við komum að lokum fram sem hljómsveit í sviðs- verki. Planið var ekki að halda áfram sem hljómsveit, en Brynhild- ur reddaði okkur giggi á Húrra sem var geggjað gaman. Við fengum æf- ingahúsnæði og í framhaldinu hélt fólk áfram að bóka okkur. Þetta var snjóbolti sem rúllaði. Við kunnum ekki allar á hljóðfæri og það er í raun enn ákveðinn sviðslista-andi í hljómsveitinni. Við viljum fyrst og fremst taka pláss og hafa hátt, koma okkar hugmyndum á framfæri, vera smá óþægilegar, öskra og syngja mátulega illa. Við skiptumst líka á hlutverkum í hljómsveitinni, með hljóðfæri og söng. Við skilgreinum okkur sem pönkhljómsveit, en við erum alltaf að víkka sviðið og það er alltaf að breytast hvernig tónlist við semjum. Við viljum ekki festast í einhverjum einum stíl, núna höfum við til dæmis líka gert lög með raf- tónlist og meira popp. Við viljum gera alls konar tilraunir í tónlistinni okkar.“ Miklu meira sjálfstraust Þegar stelpurnar voru í tíunda bekk kynntust þær listasamlagi ungra listamanna, Póstdreifingu, og hafa spilað mikið með þeim og feng- ið mörg gigg. „Við höfum fengið jákvæð við- brögð og hrós og þá eflist sjálfs- traust okkar sem hljómsveitar. Það tók okkur tíma að fatta að við erum að gera góða hluti. Við erum núna komnar með miklu meira sjálfs- traust, þetta er hljómsveitin okkar, hugmyndirnar okkar og við vitum alveg að við erum að gera gott með þessu. Samstaða okkar hefur eflst mjög síðan við byrjuðum með Spaðabana, okkur finnst mikilvægt að stelpur standi saman. Margar stelpur í grunnskóla átta sig ekki á því hversu illa er komið fram við þær, hvort sem það eru kennarar eða bekkjarfélagar, fyrr en þær eru orðnar eldri. Þær þora oft ekki að standa upp og halda að svona eigi þetta að vera.“ Þegar Oona byrjaði í níunda bekk í Austurbæjarskóla var hún nýflutt aftur til Íslands frá Banda- ríkjunum. „Ég hafði aldrei áður upplifað svona skrýtna stemningu eins og var í bekknum. Ég var mjög með- vituð um það ef fólk kom illa fram við mig, af því ég var vön allt öðru í Bandaríkjunum, en ég vissi ekkert hvernig ég átti að breyta því. Við stelpurnar byrjuðum að tala um þetta og þá komst ég að því að margir höfðu ekkert áttað sig á því hvað væri slæm framkoma. Að tala saman, vekja til meðvitundar og efla samstöðuna skiptir miklu máli.“ Spaði er líka orð yfir dólg Þegar stelpurnar eru spurðar hvaðan nafnið Spaðabani komi segja þær það eiginlega hafa komið óvart á hljómsveitaræfingu. „Systir mín var með okkur og hún sagði við Oonu: þú ert nú meiri spaðabaninn, af því trommukjuðinn var alltaf að brotna, en hún hafði gleymt nafninu kjuði og notaði spaði. Okkur fannst þetta viðeigandi af því spaði er líka orð yfir dólg. Við vorum að spá í að breyta nafninu, en það var orðið svo mikill hluti af ímynd okkar að við ákváðum að halda því,“ segir Álfheiður og Oona bætir við að þegar fólk frá öðrum löndum komi til þeirra eftir tónleika og spyrji hvað nafnið merki, þá segi þær oftast: „douchebag-killer.“ Þegar þær eru spurðar um fyrirmyndir í tónlist segjast þær eiga margar slíkar, bæði innlendar og erlendar. „Við getum nefnt Sykurmolana, Sonic Youth og Bikini Kill. Okkur finnst Blondie líka æðisleg. Við lít- um upp til kvenrappara, Rico Nasty, M.I.A. og fleiri kvenna sem hafa hátt og eru dónalegar. Okkur finnst geggjað að sjá stelpur í tón- list sem eru jafn dónalegar og strákar geta verið í tónlist, stelpur með sterkar meiningar. Við viljum ögra og vekja. Við viljum hvetja all- ar stelpur til að stofna hljómsveit, það er rosalega gaman. Það er mikilvægt að koma sínum hug- myndum á framfæri og tjá sig í gegnum tónlist eða aðrar listir.“ Stelpur sem vilja hafa hátt og vekja „Við viljum vera smá óþægilegar, öskra og syngja mátulega illa. Okkur finnst geggjað að sjá stelpur í tónlist sem eru jafn dónalegar og strákar geta verið í tónlist, stelpur með sterkar meiningar,“ segja stelp- urnar í hljómsveitinni Spaðabana. Oonu, Steinu og Álfheiði finnst mikilvægt að stelpur standi saman. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Komnar til að vera Pönk- hljómsveitin Spaðabani, f.v. Oona, Steina ogÁlfheiður. Bass- inn hennar Steinu í forgrunni. Ljósmynd/Finnur KaldiLjósmynd/Finnur Kaldi Kraftur Álfheiður syngur hér af mikilli innlifun á tónleikum í fyrrasumar. Einbeitt Oona plokkar bassann og ekkert vantar upp á einbeitinguna. Stelpurnar í Spaðabana senda nýju plötuna formlega frá sér á netinu á morgun, föstudag. Þær munu halda útgáfutónleika seinna. Plötuumslag Nýja platan þeirra heitir Rokkarabíó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.