Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi fyrir ferðalagið í sumar Startaðu ferðasumarið með Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Ég skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig velferð þjóðarinnar að ein- hverju varða að efla strandveiðikerfið svo um munar, þjóðin á það skilið,“ segir Vigfús Ásbjörnsson, formaður Smábátafélagsins Hrollaugs á Horna- firði. Hann segir að þorskur sem ætl- aður er strandveiðimönnum hafi verið skertur um þúsund tonn milli ára án skýringa, en áætlað er að strandveiði- menn veiði um 10 þúsund tonn á þessu ári. „Árið 2017 voru ætluð 9.200 tonn af þorski til strandveiða og aukn- ingin er á þessum tíma frá 2017 hvorki meira né minna en heil 800 tonn af þorski handa um það bil 700 smábát- um, sem er skammarlega lítið.“ Vigfús telur miklum verðmætum sóað með ónýttum veiðiheimildum þeirra sem stunda fiskveiðar innan kvótakerfisins. „Í strandveiðikerfinu má veiða þúsund tonn af ufsa, en þess ber að geta að þúsundir tonna af óveiddum ufsa brenna inni í fiskveiði- kerfinu á ári hverju sem enginn nýtir og er sóun á tækifærum og verð- mætasköpun. Það eru 20% af afla- verðmæti ufsans sem renna til ríkis- ins við strandveiðar auk veiðigjalda þegar allar strandveiðiútgerðir þurfa á hverri einustu krónu að halda til að reka sig. Allt í einu eru þarna líka 100 tonn af karfa sem enginn veit neitt um né nokkrar skýringar hafa verið gefn- ar á.“ Þrengt að smábátum Hann segir tilhögun veiðanna draga úr getu strandveiðimanna til þess að sækja aflann sem þeim er út- hlutað og bendir á að strandveiði- menn hafa heimild til þess að veiða fjóra daga í viku, fjórtán klukku- stundir á dag og 12 daga í mánuði. „Ef við erum einstaklega heppin með veð- urfar þá næst það, annars ekki. Tólf dagar ýta okkur út í að róa í allskonar veðrum til þess að ná í þær krónur sem við mögulega get- um náð inn til að reka útgerðir okkar, svona þröngt er okkur stakkurinn sniðinn. Við megum hafa fjórar handfæra- rúllur um borð í bátunum, því ekki má nú vera hægt að ná skammtinum of fljótt í bátinn. Þetta megum við stunda heila fjóra mánuði á ári. Strandveiðipotturinn er allt of lítill fyrir svo gott byggðarfestukerfi sem strandveiðikerfið getur orðið verði það eflt svo um munar. Þorsk- skammtur er 650 þorskígildi. Við er- um látin greiða 72.000 krónur í rík- issjóð til þess að geta hafið veiðar sem er gríðarlega mikill peningur fyrir jafn smáar útgerðir og strandveiði- útgerðir eru. Það er alveg ljóst að strandveiðisjómönnum er gert eins erfitt fyrir og mögulegt er að gera út sína báta.“ Vigfús telur það orka tvímælis að „á sama tíma og þurft hefur að berj- ast fyrir tilverurétti smábáta og efl- ingu á strandveiðikerfinu, geta menn sem hafa yfir að ráða aflamarki nú fært 25% af því á milli fiskveiðiára. Stimpilgjöld hafa verið afnumin á skipasölum sem kemur stórútgerð- inni gríðarlega vel. Þessi gjöld voru 1,2 milljarðar árin 2008-2017. Alveg greinilegt að ríkisstjórnin leggur sig þarna virkilega mikið fram við að styðja þessa gerð útgerðar en sama er ekki hægt að segja um strandveiði- útgerðir.“ Byggðir landsins eiga mikið undir því að strandveiðikerfið verði eflt svo um munar, að sögn Vigfúsar sem bætir við að verði kerfið eflt geti það fært ungu fólki tækifæri til sjósóknar og nýtingar „á sinni eigin auðlind þannig að til verði sanngjarnt og al- vöru tækifæri fyrir þjóðina til þess að dafna sem fiskveiðiþjóð. Atvinnustig myndi stóraukast.“ Vill að strandveiðar verði efldar til muna  Formaður Hrollaugs segir veiðarnar bæta atvinnustigið Smábátasjómenn Formaður Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði seg- ir skilyrði strandveiða vera of þröng og telur að efla þurfi veiðarnar. Vigfús Ásbjörnsson Kórónuveirufaraldurinn hafði veru- leg áhrif á sölu sjávarafurða, sér- staklega í Evrópu, en nú virðist sem markaðir séu hægt að taka við sér og er búist við að þeir geti verið komnir í eðlilegra horf í haust, segir Bjarni Ármanns- son, forstjóri Ice- land Seafood. „Þetta er allt að koma. Al- mennt hefur sala í smásölu verið betri á þessu Co- vid-tímabili en ella og gegn- umgangandi kannski um 10- 15% meiri sala. En auðvitað hefur matvælaþjónustan, sem sagt veit- ingahúsa- og hótelgeirinn, skólar og hjúkrunarheimili og allt það, verið nánast núll. Þessi hluti markaðarins hefur alveg dottið út,“ segir Bjarni. Um páska selst talsvert af fiski til Suður-Evrópu en ekkert varð úr því í ár vegna samkomubanns víða um álfuna sökum faraldursins, að sögn Bjarna. „Það er alveg rétt að páska- vertíðin í ár kom ekki. Það er auðvit- að högg, en það er ekkert sem bend- ir til þess að neysluvenjur hvað þetta varðar séu að breytast svo að það sé til þess að hafa áhyggjur af.“ Þá hafi verð gefið eftir á mörkuðum að undanförnu en Bjarni segir verð hafa verið mjög hátt áður en það tók að lækka og fátt bendi til þess að verð fari lækkandi til lengri tíma lit- ið. Séð fyrir endann á ástandinu Mörg ríki hafa á undanförnum dögum tilkynnt að takmörkunum sem settar voru á til að hefta út- breiðslu kórónuveirunnar verði af- létt með sumrinu. Spurður hvort kaupendur séu í auknum mæli farnir að panta afurðir segir hann svo vera. „Við finnum að það er mun meira um fyrirspurnir. Þetta er að gerast.“ Bendir hann á að byrjað hafi verið að opna útisvæði þar sem veit- ingaþjónusta fer fram, en að mikið af opnunaráformum í Evrópu sé svæð- isbundið innan ríkja og gerist á mis- munandi hraða. „Almennt séð erum við að sjá veit- ingastaði opna innisvæði í byrjun júní. Til dæmis á Írlandi í lok júní en í Frakklandi og á Spáni er þetta að gerast núna. Þar sjáum við hreyf- ingu á þessu. […] Þetta fer rólega af stað. […] Okkar grunnsviðsmynd gengur út á að í júní, júlí og águst fari þetta vaxandi og verði komið á eðlilegt skrið í haust, um september eða október. En þá er hætta á að komi önnur alda, en það auðvitað veit enginn.“ gso@mbl.is AFP Opnað Veitingagerinn í Evrópu opnast eftir því sem takmörkunum er aflétt. Finna fyrir auknum áhuga kaupenda  Smásala betri á faraldurstímum Bjarni Ármannsson Afurðaverð á markaði 26. maí 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 313,60 Þorskur, slægður 367,39 Ýsa, óslægð 262,32 Ýsa, slægð 266,78 Ufsi, óslægður 74,99 Ufsi, slægður 90,82 Gullkarfi 169,55 Blálanga, óslægð 215,47 Blálanga, slægð 300,35 Langa, óslægð 90,01 Langa, slægð 93,26 Keila, óslægð 18,45 Keila, slægð 81,76 Steinbítur, óslægður 55,83 Steinbítur, slægður 99,23 Skötuselur, slægður 437,97 Grálúða, slægð 369,16 Skarkoli, óslægður 94,00 Skarkoli, slægður 177,77 Þykkvalúra, slægð 396,83 Langlúra, óslægð 207,00 Bleikja, flök 1.442,00 Gellur 954,73 Hlýri, óslægður 80,62 Hlýri, slægður 90,77 Kinnfiskur/þorskur 670,00 Lúða, slægð 630,31 Lýr, óslægður 22,00 Lýsa, óslægð 15,15 Lýsa, slægð 53,95 Rauðmagi, óslægður 169,00 Skata, slægð 36,70 Stóra brosma, óslægð 25,00 Stóra brosma, slægð 53,00 Stórkjafta, slægð 142,22 Undirmálsýsa, óslægð 48,88 Undirmálsýsa, slægð 89,55 Undirmálsþorskur, óslægður 104,72 Undirmálsþorskur, slægður 84,72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.