Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 42
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, á framleiðslan sér langan aðdraganda en íslenskir bændur hafi unn- ið að því síðustu ár að auka gæði íslensks nauta- kjöts. Farið var í kynbætur og áhersla lögð á þau afbrigði sem talin voru henta best hér á landi. „Fyrir valinu urðu Galloway- og Limousin-kyn sem eru gríð- arlega flott. Kjötið kemur frá Bessa í Hofstaðaseli og ég leyfi mér að fullyrða að útkoman er eitt flottasta og besta nautakjöt sem komið hefur í verslanir hér á landi.“ Ferskar kjötvörur sáu um verkun á kjötinu en það var látið meyrna í þrjár vik- ur sem gerir það að verkum að það er fullfitusprengt og tilbúið beint á grillið eða pönnuna. „Gripirnir hafa verið séraldir við bestu mögulegu aðstæður síðustu 24 mánuði og má segja að það sé að hefjast nýr kafli í íslenskri naut- griparækt með þessu. Þetta eru stórtíðindi fyrir okkur því þetta er í fyrsta skipti sem við getum boðið þetta kjöt í einhverju magni og við reiknum með að eiga þetta kjöt að minnsta kosti í tvær vikur. Síðan eigum við von á því aftur síðar í sumar en stóru fréttirnar eru þær að það styttist í að við getum verið með það á boðstólum árið um kring,“ segir Sigurður. Afurðir þessara gripa eru tölu- vert ólíkar því sem neytendur eru vanir. Nautgripirnir eru næstum tvöfaldir að stærð miðað við hefð- bundin íslensk naut og því allar steikur stærri. Til að mynda vegur lundin 2,2 kíló. Að sögn Sigurðar mun kjötið vera tilbúið í neytendapakkningum í öll- um verslunum Hagkaups og verður hægt að velja um ribeye, lundir, filet og entrecote. Þá verða einnig sérstakir ribeye-hamborgarar fáan- legir úr kjötinu. Sigurður staðfestir að það verði því sannkölluð nauta- veisla í verslunum Hagkaups um helgina og hvetur matgæðinga landsins til að missa ekki af þeirri veislu. Þau tíðindi berast úr herbúðum Hagkaups að væntanlegt sé í verslanir fyrirtækisins íslenskt ungnautakjöt af séröldum holdagripum af Galloway- og Limousin-kyni. Ljósmynd/Aðsend Alvöru Galloway- og Limousin- nautasteikur í Hagkaup Sigurður Reynaldsson Tilbúið á grillið Kjötið verður selt tilbúið í neytenda- pakkningum í öll- um verslunum Hag- kaups og verður hægt að velja um rib-eye, lundir, file og entrecote. Sig- urður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir þetta marka tíma- mót í sölu nauta- kjöts hér á landi. Timi kokteila rennur upp af aukn- um krafti með yl og hækkandi sól. Barir landsins mega nú hafa opið aftur eftir langt hlé. Afgreiðslutím- inn er þó skertur og því ekki slæmt að geta hrist fram úr erminni góm- sæt hanastél heimavið, enda gleður hóflega drukkið vín mannsins hjarta. „Kaupum íslenskt“ er eitt af slag- orðum ársins og eftir því fer Þór- hildur Kristín Lárentsínusdóttir, margverðlaunaður barþjónn. „Pælingin er að hafa þetta kok- teila sem auðvelt er að gera heima,“ segir Þórhildur, sem hefur meðal annars verið yfirbarþjónn í Perlunni og á Tapasbarnum og meðlimur í Barþjónaklúbbi Íslands. „Spírinn í Ólafsson-gininu er mjög mjúkur, ólíkt ýmsu öðru gini þar sem maður fær smá skell í fyrsta sopa. Í negroni-uppskriftinni hef ég því aðeins meira af honum en í hefðbundinni upskrift, auk smá viðbótarsnúnings. Þannig fær hann að blómstra vel.“ Ólafsson með skyri og límónu Ólafsson-gin 45 ml límónusafi 30 ml sykursíróp* 30 ml hreint skyr 1 tsk. Ólafsson með límónu og myntu Ólafsson-gin 45 ml sykursíróp* 30 ml límónusafi 30 ml mynta, 3 laufblöð Báðir drykkir eru hristir og svo síaðir tvöfalt þegar þeim er hellt í glas (sigti með fínofnu neti er þá sett fyrir stút kokteilhristarans) *Sykursíróp er 50/50 sykur og vatn soðið þar til blandan fer að þykkna. Negroni með snúningi Ólafsson-gin 45 ml ljós og þurr vermouth 30 ml (til dæm- is Dolin Vermouth Dry) Campari 30 ml Aperol 10 ml Ólafsson með skyri og límónu Ginkokteill með skyri og límónu Negroni með snúningi Ólafsson með límónu og myntu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Ostakaka Caramel-Brownie Handunnar Falafel bollur Ljúffengar franskar makkarónur Mini Beyglur með fyllingu Mini Club samlokur Petit Four sælkerabitar Vegan samósur Canape snittur Vefjur með fyllingu Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Veitingahús - Mötuneyti Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.