Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 1
DB Schenker er að hefja beint flug með lax og aðrar sjávarafurðir frá Íslandi til Kína. Fyrsta ferðin verður farin á morgun, föstudag, með 25 tonn af laxi og hvítfiski, og er upp- selt í hana, báðar leiðir. Notaðar eru þrjár farþegaþotur Icelandair sem annars stæðu ónotaðar á Keflavíkur- flugvelli en vélarnar hefur flutnings- miðlunin haft á leigu frá því í apríl. Flutningur á ferskum afurðum er hagkvæmari með þessum hætti en flugi í gegnum Evrópu en mikilvæg- ara er þó fyrir eldisfyrirtækin og viðskiptavini þeirra að afurðirnar komast á skemmri tíma til viðskipta- vina. Ísland er með fríverslunarsamn- ing við Kína og er eina landið í Evr- ópu sem getur selt lax, regnbogasil- ung og bleikju inn á þennan stóra og vaxandi markað án þess að tollar séu lagðir á verðið. »2 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flutningar Eldislax er meðal afurða í beina fluginu frá Íslandi til Kína. Beint flug með afurð- ir til Kína F I M M T U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  125. tölublað  108. árgangur  HOLLT FYRIR HEIMILIÐ Í NÆSTU NETTÓ! Kjúklingabringur Grillmarineraðar 1.971KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG Vatnsmelóna 230KR/KG ÁÐUR: 329 KR/KG -32% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 28. maí - 1. júní -30% -25% Heilsuvara vikunnar! FRAMLEITT SÆLGÆTI Í HUNDRAÐ ÁR SPAÐABANI MEÐ PLÖTU NÝJAR GAM- ANMYNDIR Á LEIÐINNI PÖNK-KVENNAHLJÓMSVEIT 12 MENNING 61NÓI-SÍRÍUS  Meirihluti íbúa á höfuð- borgarsvæðinu er andvígur því að Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustíg- ur verði gerð að göngugötum allt árið um kring. Eins segist meiri- hluti íbúa vera ólíklegri til að heim- sækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötum. Er þetta niðurstaða könnunar Maskínu. Formaður skipulags- og sam- gönguráðs segir niðurstöðuna vera ákall um að kynna betur kosti göngugatna. Borgarfulltrúi segir hana hins vegar falleinkunn fyrir borgarstjóra og meirihlutann. »10 Götulokanir fara illa í höfuðborgarbúa Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaráðuneytið áætlar að halli á ríkissjóði verði alls 490 milljarðar í ár og á næsta ári. Miðað er við af- komu á rekstrargrunni. Þessi uppsafnaði halli samsvarar 5,35 milljónum króna á hverja fjög- urra manna fjölskyldu. Talan gæti hækkað. Þannig er óvissa um skattskil og hugsanlegar afskriftir af stuðnings- og viðbótar- lánum ríkissjóðs til fyrirtækja. Telur ráðuneytið þetta geta kostað ríkis- sjóð 62 milljarða. Að auki spáir ráðu- neytið því að halli á ríkissjóði, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), geti numið 3-4% 2022-25. Skuldirnar aukast mikið Fyrir vikið kunni skuldir hins opinbera að verða 50-55% af VLF í lok tímabilsins. Þær voru til saman- burðar komnar niður í 28% áður en kórónuveirufaraldurinn braust út. Ef spáin gengur eftir hefur árang- ur síðustu ára við að lækka ríkis- skuldir þurrkast út. Þar með talið ávinningur ríkissjóðs af afnámi hafta, sem skilaði hundruðum millj- arða. Vaxtakjör eru þó allt önnur. Spáin birtist í frumvarpi vegna laga um opinber fjármál en óvissa er sögð um framvindu efnahagsmála. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki sé ráð- legt að hækka skatta í núverandi ástandi. Leggja verði höfuðáherslu á að skapa ný störf og stöðva þurfi þá útþenslu ríkisútgjalda sem verið hafi síðustu ár. Spáir 490 milljarða halla  Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir miklum halla á ríkissjóði árin 2020 og 2021 MSpá miklum hallarekstri »28 490 milljarðar kr. er áætlaður halli ríkissjóðs í ár og á næsta ári, eða sem svarar til 5,35 milljóna króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu Þessar ungu konur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ völsuðu um gráleitan miðbæ Reykjavík- ur í gær með ekki alls kostar óhliðstæðum hætti og bakkynjur til forna. Framhaldsskólar hafa sumir þegar haldið útskriftir og þar er orðið hefð- bundið að allt fari fram með óhefðbundnum hætti. Aðeins er farið að sjá til sólar um samkomutak- markanir, þannig að þegar FG útskrifar um helgina hafa stúdentar svigrúm til ellefu til að mála bæinn áfram rauðan á vettvangi næturlífs- ins. Hvort tveggja lendir á sömu helgi, útskriftir fjölda skóla og opnun skemmtistaða eftir lokun. Morgunblaðið/Eggert Máluðu bæinn rauðan af ærnu tilefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.