Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kórónuveirangerðiheims-
byggðinni lífið leitt
og náði of oft lengra
en það. Nú virðist
hún á undanhaldi.
Það er fagnaðar-
efni. En skilaboðin
sem berast eru þó enn misvís-
andi og það þótt einungis sé
horft til þeirra sem geta veitt
vönduð svör. Enn er það svo að
fróðleikur sem hefur vísinda-
lega stimplun inniheldur mörg
svör og ólík. Fáránlegt væri að
tortryggja vísindalega nálgun í
þessu stóra máli. En vísindin
þurfa tíma og fréttir með vís-
indalegan stimpil eru ekki enn
hafnar yfir vafa. Því hefur heim-
urinn brennt sig á þegar horft
er til deilna um loftslagsvísindi.
Mistökin þar voru að hefja þau
upp í trúarjátningar. Menn
skulu trúa og ekki efast. Forð-
um voru „efasemdarmenn“ um
Stóra sannleik útskúfaðir og
jafnvel brenndir á báli. Nú er
útskúfun látin duga og hitað
undir vantrúuðum með því að
úthýsa vísindalegum ritgerðum
þeirra. Ekki vegna rannsóknar-
aðferða heldur bannfærðra nið-
urstaðna.
Enn er ekki svo komið með
rannsóknir og þá einkum nið-
urstöður varðandi veirufarald-
urinn. Þar er viðurkennt að
opnir endar séu enn margir svo
fara verði varlega með fullyrð-
ingar. Síðustu daga hafa birst
upplýsingar byggðar á rann-
sóknum sem sýna að of mikið
hafi verið gert úr smitleiðum
veirunnar á föstum hlutum.
Þessar niðurstöður sýni að
smitleiðin sé nær alfarið tengd
öndunarfærum og berist veiran
helst með hósta, hnerra og raka
í lofti af nálægum samtölum
manna. Varhugavert væri þó
örugglega að draga úr áherslu á
vandaðan handþvott.
Önnur ný kenning er sú að
smitaður maður sé ekki líklegur
til að smita annan hafi hann
gengið með eigið smit í 11 daga
eða lengur. Hér er ekki lagður
neinn dómur á þessar eða aðrar
slíkar niðurstöður sem rann-
sóknir eru sagðar styðja. Jafn-
an er rétt að hafa meiri vara á
en minni. En þetta undirstrikar
að vísindin þurfa tíma. En tím-
inn var af skorum skammti því
útbreiðsla faraldursins var svo
hröð. Þá hefur og verið nefnd
sem niðurstaða rannsókna að
veiran veikist hratt eftir því
sem smitmilliliðum fjölgar. Allt
er þetta áhugavert og fólk er
sólgið í slíkan fróðleik. En
árétta ber að ekki er líklegt að
einn vísindalegur sannleikur
muni liggja fyrir um þessa veiru
fyrr en löngu eftir að farald-
urinn deyr út.
En svo er það hin hliðin. Sú
felst í uppgjörinu. Þá er ekki átt
við ýfingar stórvelda um hver
beri meginábyrgð.
Yfirvöld fjöl-
margra landa og þá
ekki síst í lýðræðis-
ríkjum Vesturlanda
hafa ausið fé úr
ríkiskössum sínum
og kastað á þann
vanda sem leiddi af
fyrirvaralausum björgunar-
aðgerðum. Og þá er ekki átt við
fjármuni sem settir voru í að
styrkja heilbrigðiskerfin sem
þó voru miklir. Ríkisvaldið í
fyrrgreindum löndum taldi sig
nauðbeygt til að skella löndum
sínum í lás og kasta lyklunum
eins og segir í bíómyndum. Ef
rýmri tími hefði gefist hefðu
andmælendur fullyrt að farið
væri langt út fyrir þær vald-
heimildir sem eru til staðar.
Sums staðar hafa nýjar heim-
ildir verið fengnar frá löggjaf-
anum en annars staðar hefur
neyðarréttur þótt duga.
En þótt mikil alvara hafi blas-
að við, sjálf dauðans óvissa, hef-
ur því ekki verið breytt að það
mun koma að skuldadögum.
Sagan sýnir að fljótt getur
myndast gott samkomulag um
að ganga rösklega á opinbera
sjóði, og jafnvel í fé sem er þar
ekki að finna en skal útvegað
síðar. En þegar sú stund kemur
geta ástir hinna samlyndu
eyðsluseggja verið ótryggari en
var í upphafi. Þá mæta góð-
kunningjarnir. Það eru ekki
vitringarnir frá Austurlöndum
eða aðrir jafn snotrir. Þá mæta
eftirávitringarnir, sem eru bæði
vitrastir allra og leiðinlegastir.
En þeir munu ekki missa niður
leik núna.
ESB óttast að angistin mikla
sem sveið það inn að beini eftir
fjármálaáfallið 2007-8 og rætt
var á óteljandi neyðarfundum
nótt eftir nótt verði illvígari
núna. Það verða mörg Grikk-
löndin þá, stærri ríki sem finna
til sín. Bankastjóri seðlabanka
evrunnar óttast um tilveru
myntarinnar.Veikleikar hennar
afhjúpuðust í fyrri kreppunni,
þegar hún ýtti undir vandræðin
og þvældist fyrir endurreisn-
inni.
Fullyrt var í upphafi fársins
nú að einstök lönd gætu ekki
tekið á móti veirunni nú og
hefðu ekki heimildir til þess. En
í dauðans ofboði gáfu einstök
lönd frat í úrræðaleysi ESB,
enda væri ella enn ekki búið að
bregðast við. Bullandi uppnám
er út af „fjárhagslegri björgun“
gagnvart Ítalíu, Spáni og fleiri
löndum. Leiðinni sem spírur
búrókratanna í Brussel völdu
hefur þegar verið hafnað af fjór-
um smáríkjum ESB og hefðin
segir að ekki verði á þau hlustað
fremur en endranær. En
Stjórnlagadómstóll Þýskalands
hefur sett sinn hnefa í borðið og
líklega óhjákvæmilegt að taka
mark á honum. Framhaldið get-
ur því orðið athyglisvert.
Slagurinn við veir-
una er eitt. Uppgjör
heimatilbúins efna-
hagsöngþveitis er
annað}
Óviss endalok
Þ
á er ljóst að nú á að flytja veiruna
sem veldur Covid-19-sjúkdómnum
aftur til landsins. Það á að opna
landamærin að öllu óbreyttu 15.
júní nk. Allt á að gera til að laða til
okkar ferðamenn. Sú góða frelsistilfinning sem
við höfum fengið að njóta í skamman tíma er
ekki eitthvað sem við getum tekið sem sjálf-
sagðan hlut.
Þetta gerist þótt slakað sé á varðandi sam-
komubann og fjöldatakmarkanir og við eigum
sjálfval um tveggja metra fjarlægðarregluna.
Þrátt fyrir að við höfum öll lagst á árarnar í
aðdáunarverðri samstöðu í baráttunni gegn út-
breiðslu veirunnar ætla sjórnvöld að taka
áhættuna á því að við lendum aftur á byrj-
unarreit.
Rétti tíminn?
Það er ekkert óeðlilegt við að teiknaðar séu allar hugs-
anlegar sviðsmyndir af því hvenær mögulega sé rétti tím-
inn til að opna fyrir flæði ferðamanna á ný. Við erum aug-
ljóslega að fara í gegnum mikla og djúpa efnahagslægð.
Óvissustigið er algert og erfitt að spá um nokkurn hlut.
Eitt er þó hafið yfir allan vafa: Veiran finnst varla í landinu
lengur. Við höfum náð þakkarverðum árangri í baráttunni
gegn þessum óútreiknanlega banvæna djöfli sem er að
setja alla heimsbyggðina á hliðina; – hefur sýkt hátt í sex
milljónir manna og drepið um 360 þúsund.
Ef
Hvað ef við hefðum gripið til róttækra aðgerða tveimur
til þremur vikum fyrr og tekið mark á þeim
hörmungum sem aðrar þjóðir voru þegar að
ganga í gegnum varðandi faraldurinn? Jú, það
hefði botnfrosið í ferðamannaiðnaðinum og af-
leiddum störfum út frá honum. Annað hefði
gengið sinn vanagang hér heima. Stjórnvöld
hefðu gripið til efnahagsbjörgunaraðgerða. En
þær hefðu kostað íslenska skattgreiðendur
tugum milljarða minna. Við hefðum ekki þurft
að loka neinu. Eldri borgarar á hjúkrunar-
heimilum og elliheimilum hefðu ekki þurft að
vera einangraðir frá ástvinum sínum. Við vær-
um ekki að greiða fúlgur fjár í óteljandi björg-
unaraðgerðir til að reyna að halda fyrir-
tækjum á floti sem ekki hefðu þurft að skerða
þjónustu sína við okkur á nokkurn hátt.
Nú er nóg komið
Það á þó ekki einungis að opna landið fyrir ferðamönn-
um eftir rúman hálfan mánuð með allri þeirri áhættu sem
því fylgir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar eiga
íslenskir skattgreiðendur líka að greiða fyrir skimun á
Covid fyrir þá alla. Kostnaður er áætlaður allt að 50.000
krónur fyrir hverja sýnatöku.
Flokkur fólksins er skýr í sinni afstöðu. Ef landið skal
opnað fyrir ferðamönnum þá skulu þeir greiða fyrir komu
sína sjálfir hvort sem rætt er um sýnatöku, sóttkví eða
annað uppihald. Gengi krónunnar er þeim mörgum veru-
lega hagstætt nú. Íslenskir skattpíndir skattgreiðendur
hafa fengið meira en nóg.
Inga
Sæland
Pistill
Borga fyrir skimunina sjálfir!
Inga Sæland er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Forsvarsmenn nokkurra fá-mennari sveitarfélaga, semmótfallnir eru því sem kall-að er lögþvinguð sameining
sveitarfélaga, gagnrýna vinnubrögð
stjórnenda Sambands íslenskra sveit-
arfélaga (SÍS) harðlega í tölvupóstum
til sambandsins. Í blaðagrein sem fyr-
irhugað var að birta opinberlega og
sem send var til SÍS í apríl segja fimm
oddvitar og sveitarstjórar „sorglegt að
fylgjast með hvernig forysta hins
gamalgróna Sambands íslenskra
sveitarfélaga er að bregðast“.
Yfirskrift greinarinnar er Sam-
band í krísu og þar segir m.a. að
stjórn SÍS hafi lengi hunsað og látið
ósvarað erindum minni sveitarfélaga
og vinni áfram gegn þeirra hags-
munum. ,,Stjórn velur að sigla sam-
bandinu löskuðu í brimrótinu í stað
þess að stíga eitt skref til baka og
kalla eftir samstöðu,“ segir í þessum
skrifum sveitarstjóra og oddvita á
Grenivík, Skagaströnd, Skorradal,
Grímsnes- og Grafningshreppi og
Fljótsdalshreppi.
Þessi erindi, tölvubréfa-
samskipti og bókanir fylgja bréfi
Þrastar Friðfinnssonar, sveitarstjóra
Grýtubakkahrepps, sem tekið var
fyrir á seinasta stjórnarfundi SÍS og
eru öll gögnin birt opinberlega í fund-
argerð stjórnar SÍS. Þar fer Þröstur
ítarlega yfir samskiptin á undan-
förnum vikum og mánuðum og gagn-
rýnir harðlega að engin viðbrögð hafi
borist við þessum erindum. Þögn og
aðgerðaleysi stjórnar SÍS hafi vakið
nokkra furðu meðal sveitarstjórnar-
fólks.
Fram kemur í skrifum sveitar-
stjóranna að þrátt fyrir að Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga hafi boðað
lækkun framlaga vegna tekjufalls og
þrátt fyrir að öll fyrirheit um nýtt
fjármagn inn í sjóðinn vegna samein-
ingarframlaga hafi verið svikin, sem
hafi þó verið skýr krafa um í bókun
landsþings sl. haust, þá hafi stjórnin
ekki bakkað með ,,sína ofbeldisstefnu
í sameiningarmálum. Fjölmörg minni
sveitarfélög líta nú vart á stjónina
sem sína, telja hana vinna gegn hags-
munum sínum en ekki fyrir.“
Í erindi sem sveitarstjórarnir og
oddvitarnir sendu Aldísi Hafsteins-
dóttur, formanni SÍS, og Karli
Björnssyni framkvæmdastjóra 22.
apríl með drögum að fyrrnefndri
blaðagrein segir að þeim sé ennþá,
þrátt fyrir allt, afar hlýtt til SÍS og
einnig til þeirra persónulega. „Það er
því hár þröskuldur fyrir því að setja
eftirfarandi skrif í opinbera birtingu,
einkum við þær aðstæður sem nú eru
í samfélaginu. Með viðbragðsleysi
ykkar síðustu daga og vikur verður
það þó æ erfiðara að sitja þegjandi
hjá. Viljum þó gefa ykkur enn örlítið
svigrúm til viðbragðs og sendum
þetta skrif því fyrst til ykkar. Hvort
það fer síðan í opinbera birtingu velt-
ur á ykkar viðbrögðum.“
Fram kemur að erindið hafi ver-
ið rætt á stjórnarfundi 24. apríl en
þegar engin viðbrögð bárust voru
ítrekaðar óskir um viðbrögð. Tekur
Þröstur fram að erindið sé ekki sent
til að efna til ófriðar heldur sé það
ákall um samstöðu á erfiðum tímum.
„Auðvelt hefði verið að fara beint í
fjölmiðla sem hefðu sumir tekið mál-
inu fagnandi með krassandi fyrir-
sögnum.
Við hefðum haldið að áform um
lögþvingaðar sameiningar væru út af
borðinu í bili við þær hamfara-
aðstæður sem nú ríkja. Yfirlýsingar
ráðherra í Landsbyggðunum á N4
um að hann vildi keyra frumvarpið í
gegnum þingið í vor komu okkur því í
opna skjöldu og eru að hluta tilefni
okkar erinda,“ segir m.a. í póstinum.
Segja SÍS í krísu og
gagnrýna vinnubrögð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grenivík Gagnrýni á vinnubrögð stjórnenda SÍS kemur fram í tölvupóstum
og öðrum skrifum sveitarstjóra og oddvita fimm minni sveitarfélaga.
Gagnrýnt er í skrifum sveitar-
stjóra og oddvita minni sveitar-
félaganna að eyða eigi stórfé í
sameiningarframlög til lög-
þvingaðra sameininga.
Í tölvupósti sveitarstjóra
Grýtubakkahreps 17. maí til SÍS
er lýst ánægju með að stjórn
SÍS hafi tekið hressilega við sér
24. apríl og haldið þó nokkra
fundi en ekki hafi þó neitt verið
gefið eftir gagnvart minni sveit-
arfélögum. „Það er í senn ótrú-
legt og sorglegt við þær að-
stæður sem ríkja í okkar sam-
félagi um þessar mundir, að
stjórn og formaður hvetji í orði
kveðnu til samstöðu sveitar-
félaga, en á sama tíma vinni
harkalega gegn vilja mun stærri
hluta þeirra en marga grunar.
Að stjórn brjóti þannig gegn
skýrum samþykktum sam-
bandsins sem henni ber þó aug-
ljóslega að fara eftir,“ segir í
pósti Þrastar Friðfinnssonar,
sveitarstjóra á Grenivík.
„Ótrúlegt og
sorglegt“
SVEITARSTJÓRI Á GRENIVÍK