Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 60 ára Snorri ólst upp í Reykjavík en býr í Winchburgh í West Lothian, Skotlandi. Hann er tölvunarfræð- ingur frá HÍ og rekur ferðaþjónustu- fyrirtækið Skotgöngu ásamt konu sinni. Auk þess starfar hann við hugbúnaðarráðgjöf hjá Orbis Tech. Maki: Inga Geirsdóttir, f. 1961, farar- stjóri hjá Skotgöngu. Börn: Margrét, f. 1982, Daði, f. 1985, og Bjarki, f. 1991. Barnabörnin eru Mikael Melberg, f. 2012, og Malín Ósk, f. 2019. Foreldrar: Guðmundur Magnússon, f. 1927, d. 1987, verkfræðingur, og Mar- grét Tómasdóttir, f. 1927, d. 2017, skrif- stofumaður. Þau voru búsett í Reykja- vík. Snorri Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vilt ekki vera steypt/ur í sama mót og aðrir og ferð þínar eigin leiðir í skoðunum og lífinu sjálfu. Einhver biður þig um hjálp. 20. apríl - 20. maí  Naut Oft er skammt á milli hláturs og gráts. Þú elskar að ferðast og kynnast nýju fólki. Þú skilur hvorki upp né niður í unglingnum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert með svo margt á þinni könnu að það er auðvelt að missa af því sem raunverulega þarfnast athygli. Treystu innsæi þínu í vissu máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Fylgdu hjartanu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynst best að láta hlutina hafa sinn gang um tíma. Þú breytir hvort sem er engu úr því sem komið er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vendu þig á að segja færra og gera meira. Sumir stinga höfðinu í sandinn þegar vandi steðjar að, en ekki þú. 23. sept. - 22. okt.  Vog Listræn sköpun getur veitt þér ánægju í dag. Gerðu fjárhagsáætlun og farðu eftir henni. Mundu að góð vinátta er gulli betri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vonandi getur þú glaðst á þessum degi og litið framtíðina björtum augum. Vertu börnunum þínum góð fyrir- mynd. Vinur á um sárt að binda. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við aðra í dag. Gefðu þér tíma fyrir þig á hverjum degi. Flutningar eru í kortunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er erfitt að sættast á það að maður hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. Ein- hver færir sig upp á skaftið gagnvart þér. Taktu bara nógu fljótt í taumana. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Notaðu tækifærið og gerðu áætlanir í tengslum við vinnuna. Dagurinn í dag hentar sérlega vel til að gera ein- hvers konar umbætur á heimilinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ákvarðanirnar sem þú tekur í vinnunni í dag hafa áhrif á framtíð þína. Þú hittir á snöggan blett á einhverjum sem bregst ekki vel við. nafnið Hof. Þangað finnst mér ótrúlega gott að koma og gleyma amstri dagsins og hlaða batteríin. Núna er verið að leggja lokahönd á sögu ömmu og afa sem bjuggu á Ytri-Á á Kleifum og 20 barna þeirra. Amma var konan sem varð fræg eftir sjónvarpsviðtal við Sig- rúnu Stefánsdóttur og sagðist aldr- ei hafa verið mikið fyrir börn en átti alls 20! Bróðir minn hefur ver- ið forsprakkinn í því verkefni og 2012, sat í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, í stjórn Vaðlaheiðarganga 2014-2015 og var stjórnarformaður Kæli- smiðjunnar Frosts 2007-2017. Hann hefur setið í sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar frá 2005. Jón Birgir hefur gaman af gönguferðum og spilar golf þegar tækifæri gefst. „Kleifar í Ólafsfirði eru uppáhaldsstaður minn og þar eigum við systkinin hús sem ber J ón Birgir Guðmundsson fæddist 28. maí 1970 í Borgarnesi og ólst þar upp. „Mamma og pabbi áttu heima á Akureyri til 1967 og þar fæddust fjögur systk- ini mín. Fjölskyldan fluttist öll til Borgarness þegar faðir minn tók við starfi hjá Vegagerðinni og var þar verkstæðisformaður allt þang- að til hann lauk starfsferli sínum. Þau fluttust síðan aftur til Akur- eyrar og náðu nokkrum árum í næsta húsi við mig og mína fjöl- skyldu.“ Jón Birgir var mikið í íþróttum í Borgarnesi og spilaði badminton og lék knattspyrnu með Skallagrími. „Ég á nokkra eftirminnilega leiki að baki í meistaraflokki t.d. með æskuvini mínum, Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra.“ Jón Birgir gekk í Grunnskóla Borgarness og fór síðan í Verk- menntaskólann á Akureyri þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Jón Birgir varð stúdent 1990, lauk tveggja ára viðskiptafræðinámi við Háskólann í Trier í Þýskalandi 1995 og B.Sc.-námi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst 1996. Hann hefur síðan tekið ýmis nám- skeið eins og í starfsmanna- stjórnun. Eftir útskrift frá Bifröst hóf Jón Birgir störf sem ráðgjafi í ráðn- ingar- og starfsmannamálum hjá Ráðgarði hf./Gallup 1996 sem sam- einaðist síðan IMG. Hann hafði umsjón með stofnun útibús fyrir fyrirtækið á Akureyri og veitti því forstöðu frá ársbyrjun 1998. Hann var verkefnastjóri bæjarráðs Akur- eyrar og aðstoðarmaður þáverandi bæjarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, 2002-2005, en hóf þá störf hjá Sjóvá sem útibússtjóri á Akur- eyri og frá 2008 var hann forstöðu- maður allra útibúa og umboða Sjó- vár utan Reykjavíkur. Frá 2016 hefur Jón Birgir verið útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri og er yfir Fyrirtækjamiðstöð Norðurlands og Austurlands hjá Íslandsbanka. Jón Birgir hefur m.a. verið for- maður Arctic Open-nefndarinnar hjá Golfklúbbi Akureyrar 2002- við nokkur frændsystkinin að- stoðað hann í þessu skemmtilega verkefni sem verður gefið út í haust og er orðið að merkilegri bók. Ég er mikill áhugamaður um ís- lenska matarmenningu og held í heiðri að borða reglulega svið, sviðalappir, siginn fisk, svartfugl- segg og tek slátur svo eitthvað sé nefnt. Ég var því með víkingaþema á 40 ára afmælinu en 50 ára af- mælið verður í anda Covid og hald- ið aðeins með mínum nánustu.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns Birgis er Þórunn Guðlaugsdóttir, f. 2.11. 1970 á Akureyri, starfsmaður Samherja. Þau eru búsett á Akureyri. For- eldrar Þórunnar eru hjónin Guð- laugur Arason, f. 14.3. 1947, á Þórshöfn, fv. húsasmíðameistari, og Snjólaug Aðalheiður Baldvins- dóttir, f. 26.2. 1948, í Viðarholti á Árskógsströnd, fv. verslunarmaður. Þau eru búsett á Akureyri. Börn Jóns Birgis og Þórunnar eru: 1) Guðlaugur Ari, f. 14.9. 1994, háskólanemi. Maki: Harpa Ósk Björnsdóttir, f. 12.4. 1994, háskóla- nemi. Þau eru búsett í Reykjavík; 2) Stefanía Elsa, f. 5.12. 1996, há- Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Stefanía Elsa, Elenóra Mist, Jón Birgir, Guðmundur Ari, Þórunn og Guðlaugur Ari í garðinum heima í Giljahverfi á Akureyri. Sviðalappir og svartfuglsegg 40 ára afmælið Jón Birgir ásamt eiginkonu, systkinum og mökum þeirra. Íslensk matarmenning Jón Birgir að borða svartfuglsegg. 40 ára Steinunn er úr Kópavogi en býr í Hafnarfirði. Hún er með kandídatspróf í sálfræði frá HÍ og er sálfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Litlu kvíðameðferðarstöð- inni og einn af eigendum hennar. Stein- unn er einnig stundakennari við LHÍ og HR og athafnastjóri hjá Siðmennt. Dætur: Halldóra Ísold, f. 2004, og Áróra Gunnvör, f. 2007, Þórðardætur og stjúp- sonur er Kári Alexander Þórðarson, f. 1999. Foreldrar: Sigurjón Pétur Stefánsson, f. 1955, sölustjóri hjá Vélfangi, búsettur í Grafarvogi, og Halldóra Þorgerður Leifs- dóttir, f. 1957, ritari á Litlu kvíðameðferð- arstöðinni, búsett í Kópavogi. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir Til hamingju með daginn Garðabær Benedikt Líndal Einarsson fæddist 16. mars 2020 kl. 21.51. Hann vó 4.448 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Dana Björk Erlings- dóttir og Einar Líndal Aðalsteinsson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.