Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
Það er erfitt að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að hitta
frænda aftur. Stjána frænda
eins og önnur systkini mömmu
hef ég verið svo lánsöm að eiga
gott samband við alla mína tíð.
Við Olla frænka jafn gamlar og
því mikið saman á okkar yngri
árum og var ég alltaf mikið inni
á þeirra heimili alveg frá því að
ég var lítil stelpa og svo þegar
ég var orðin fullorðin fyrir aust-
an hjá Stínu og Stjána þar sem
alltaf var tekið vel á móti manni
og alltaf var maður meira en vel-
kominn með alla sína fjölskyldu.
Verslunarmannahelgarnar í
Grímsnesinu hjá Stínu og Stjána
voru ófáar og skemmtilegar með
allri stórfjölskyldunni þar sem
systkini mömmu komu saman
ásamt börnum, mökum og
barnabörnum með tilheyrandi
gleði. Þar var raðað upp í lang-
borð í partítjaldi eða bara undir
berum himni og þvílíkar kræs-
ingar reiddar fram fyrir allan
fjöldann sem þeir bræður töfr-
uðu fram af sinni alkunnu snilld.
Ef ekki var til nógu stórt eða
nógu mörg borð til að við gætum
setið öll saman var Stjáni ekki
lengi að hendast í skúrinn og
smíða eitt stykki borð enda snill-
ingur í höndunum. Í hvert sinn
sem maður kom í heimsókn
hafði hann alltaf eitthvað að
sýna manni í skúrnum sem allir
höfðu gaman af.
Alltaf gat hann sagt manni
skemmtilegar sögur en oftar en
ekki tók tíma að segja þær því
hann hló svo mikið sjálfur inn á
milli sem endaði með því að
maður var sjálfur í hláturskasti.
Stjáni var mikill húmoristi og
hafði einstaklega gaman af því
að fíflast í fólki og svo hló hann
sínum einstaka kvikindishlátri
sem við sem þekktum hann
munum eftir um ókomna tíð.
Mjög minnisstætt er til dæmis
eina verslunarmannahelgina, við
gistum í okkar tjaldvögnum úti á
túni og farið seint að sofa enda
gamanið fram á nótt. Klukkan
fimm um morguninn byrjaði svo
haninn að gala og hænurnar að
gagga og það gekk svoleiðis
reglulega fram eftir morgni
þangað til maður gafst upp og
fór á fætur. Svo kom Stjáni
fram, settist út á pall með kaffi-
bollann sinn og pípuna. Ég
spurði hvort haninn og hænurn-
ar vöknuðu alltaf svona snemma.
Þá heyrist í honum með sínum
kvikindishlátri: „Æ, gleymdi ég
að setja þau inn í kofann!“ Ef-
laust þótt fyndið að gera það
viljandi eingöngu til þess að
stríða mannskapnum.
Í gegnum Stjána eins og
reyndar Ágústu frænku öðlaðist
ég mikið tónlistaruppeldi enda
mikið hlustað á tónlist þar. Þar
lærði ég meðal annars að meta
Tracy Chapman, Megas, Van
Morrison, Leonard Cohen og
fleiri góða. Alltaf var eitthvað á
fóninum á þeim bænum enda
smekkmaður mikill þegar tónlist
var annars vegar. Hann kemur
til dæmis alltaf upp í hugann
þegar ég hlusta á Tracy Chap-
man, sem hann kenndi okkur
Ollu að meta og mikið hlustað á
hana á Vesturgötunni á sínum
tíma.
Ég gæti eflaust skrifað marg-
ar sögur um þennan mæta mann
en læt duga að koma þessu litla
frá mér og ylja mér við allar hin-
ar minningarnar. Ef ég hefði vit-
að síðasta sumar að það yrði í
síðasta skipti sem ég myndi
hitta hann hefði ég knúsað hann
fastar bless og þakkað honum
fyrir allt og allt.
Elsku frændi, far vel inn í
sumarlandið góða.
Kristín Ásta Ólafsdóttir
(Kiddý frænka).
Elskulegur frændi minn
Kristján er látinn eftir erfiða
baráttu við krabbamein. Það var
aðdáunarvert að sjá baráttuvilj-
ann, jákvæðnina og æðruleysið
skína í gegn hjá Stjána en hann
gaf aldrei upp vonina heldur var
sá allra bjartsýnasti fram á síð-
asta dag. Veikindin voru orðin
hluti af daglegu lífi hans en tóku
þó aldrei full völd af huga hans, í
staðinn var honum mikið í mun
að koma sér aftur á kreik og tal-
aði um verkefni og hugmyndir
sem hann ætlaði að framkvæma
sem allra fyrst.
Þetta lýsir honum Kristjáni
vel enda var hann svo duglegur,
þúsundþjalasmiður mikill og
með mörg járn í eldinum hverju
sinni. Hann var konungur í
sinni sveit, sinn eigin herra og
líkaði það vel. Það var alltaf svo
gaman að heimsækja hann og
Stínu, eiginkonu hans, sem tóku
ávallt svo vel á móti okkur með
skonsum og hógværri góðvild.
Ég á margar góðar minningar
um frelsið og róna sem umlykja
sveitina í Grímsnesi, eða sveit-
ina hans Kristjáns eins og ég
hugsa um hana. Samverustund-
irnar voru margar en eitt sum-
arið stendur þó upp úr, þar sem
ég fékk að njóta og dvelja með
fjölskyldunni ung að árum og
fannst það alveg dásamlegt.
Frelsið var á öðrum mælikvarða
en það sem þekkist í borginni
og þar var stunduð gróðurrækt,
farið á hestbak án hnakks og
hlaupið um engin berfætt.
Stjáni var alltaf á verði með
pípuna sína og skuggann sinn
hann Tígul, sem fylgdi honum
við hvert fótspor.
Einn leiðindavilliköttur var á
vappi þetta sumarið, sem var al-
ger plága og raskaði rónni hjá
mörgum í sveitinni. Stjáni var
ekki lengi að hafa uppi á honum
og tók málin í sínar hendur.
Stoltur kallaði hann á mig með
prakkarasvipinn á andlitinu og
leiddi mig að kerrunni á hlaðinu,
þarna lá kattarófétið eins og
uppstillt og stirð brúða sem
glennti augun í átt til mín. Krist-
ján var hreykinn og stoltur af
sér, enda búinn að bjarga mál-
unum.
Stjáni var veiðimaður mikill
og náttúrubarn af guðs náð, eitt-
hvað sem hann átti sameiginlegt
með bræðrum sínum, sem voru
einir af hans bestu vinum. Þegar
þeir komu saman var eins og
þeir breyttust í unga drengi sem
voru að leik, þeir týndust í heimi
sem var þeirra eigin. Sömuleiðis
var Kristján mikill fjölskyldu-
maður og unni Stínu sinni, börn-
unum sínum, tengdabörnum og
barnabörnum mikið. Missirinn
er því mikill og söknuðurinn sit-
ur eftir hjá okkur öllum.
Kristján fór sínar eigin leiðir
og var sjálfstæður alla tíð, hann
var mikill hugsuður og speking-
ur en kímnigáfan var aldrei
langt undan. Hann laðaði fólk að
sér með sinni góðu áru og góðri
lund.
Elsku Kristján minn, innileg-
ar þakkir fyrir minningarnar,
góðvildina, kímnigáfuna og
skemmtilegu brandarna þína.
Takk fyrir að vera hjartans vin-
ur pabba míns sem sá ekki sól-
ina fyrir þér.
Ég trúi því að þú sért kominn
í sumarlandið góða og sért herra
í þinni eigin sveit með Tígul þér
við hlið og þú umlykur og varð-
veitir fólkið þitt sem eftir situr.
Elsku fjölskylda, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur vegna
fráfalls Kristjáns, hugur minn er
hjá ykkur öllum á þessum erfiðu
tímum.
Ösp Egilsdóttir
(bróðurdóttir).
Þótt Kristján væri að sjá stór
og myndarlegur maður, þegar
þau Þóra systir kynntust, var
hann aðeins 15 ára. Á fáeinum
mánuðum fullorðnaðist hann í
einum grænum, varð kvæntur
fjölskyldufaðir með dótturina
Ólöfu og farinn að byggja á með-
an jafnaldrar hans voru enn að
bjástra við að svindla sér inn á
böll.
Vissulega var Kristján grall-
ari frá fæðingu og uppátækja-
semin eltist aldrei af honum en
þarna tóku þau Þóra nýja hlut-
verkið með trompi og fluttu í ný-
bygginguna þegar sonurinn
Benedikt fæddist. Kristján var
maður sem öllum líkaði við. Þótt
hjónabandi þeirra Þóru lyki
skildi leiðir ekki í bókstaflegri
merkingu því vináttan hélst, sem
er mikils virði þegar fólk á börn
saman.
Ég naut góðs af því, það var
alltaf jafn gaman að hitta Krist-
ján og öll fjölskylda hans hefur
verið sérstaklega trygg við Þóru
og okkur fjölskylduna. Og það
vildi svo vel til að við systur
þekktum Stínu, seinni eiginkonu
Kristjáns, löngu áður en þau
kynntust, svo þetta er eins lítið
flókið og mest getur verið.
Eflaust hafa allir þá sömu
sögu að segja um Kristján að
hann var mjög skemmtilegur,
fljótur til svars og maður sér
núna fyrir sér þennan glettna
svip sem færðist yfir andlit hans
þegar hann kom með smellnar
athugasemdir. Kristján var
vinnusamur og með eindæmum
handlaginn.
Hann gekk ekki menntaveg-
inn en hafði ómælda meðfædda
hæfileika, hann fiktaði sig áfram
og fann út úr öllu sem nöfnum
tjáir að nefna og maður varð svo
vanur því að ég man ekki eftir
að hafa nokkurn tímann orðið
hissa á öllu því sem hann leysti
vel af hendi nema eitt sinn þegar
hann bakaði góða köku án upp-
skriftar og gat eftir á ekki með
nokkru móti sagt hvaða hráefni
hann hafði notað, það var eins og
með annað; hann hafði þetta í
sér.
Kristján starfaði við ýmislegt
til sjós og lands og nú síðari ár
sem verktaki í sveitinni sinni í
Grímsnesi.
Hann hafði þessi týpísku
karlaáhugamál; var veiðimaður,
svolítið tækjaóður, laginn á vélar
og átti fínan bílskúr þar sem
hann sinnti bæði áhugamálum
og vinnu því eflaust rann það
tvennt svolítið saman, hann hafði
gaman af að hanna hluti og
vandaði sig og sýndi hreykinn
það sem hann útbjó. En þótt
Kristjáni væri margt til lista
lagt verður honum seint hrósað
fyrir sönghæfileika. Tónlistar-
smekkur hans fór þó ekki á milli
mála svo samferðafólk hans veit
hvað á að setja á fóninn til að
minnast hans.
En í mínum huga er allt önn-
ur tónlist sem minnir mig alltaf
á hann, lag sem hann söng hér
áður fyrr en sem kannski fáir
aðrir tengja við hann en það er
lagið: „Verst af öllu er í heimi
einn að búa í Reykjavík.“
Gæfa Kristjáns var að eiga
stóra fjölskyldu, geta sinnt
margvíslegum áhugamálum sín-
um og geta búið í sveitinni með
Stínu en þar leið honum best.
Svo hann var alls ekki í einsemd
og volæði eins og segir í söng-
textanum heldur vinsæll og vin-
margur maður sem átti gott líf
þótt allra síðustu árin væru erfið
vegna veikinda hans. Jafn lag-
laus og Kristján syng ég með
þegar ég heyri Ríó tríó flytja
lagið og þakka fyrir að hafa
fengið að þekkja þann góða
mann öll þessi ár.
Hólmfríður Ben
Benediktsdóttir.
Hann kvaddi of fljótt, vinur
okkar allra. Veiðimaðurinn og
eldhuginn, hagleikssmiðurinn og
sögumaðurinn, náttúrubarnið og
ræktandinn, bróðirinn og pabb-
inn og síðast en ekki síst hann
Kristján hennar Kristínar sem
dansaði við hana undir síðsum-
arshimni við tóna frá Van Morr-
ison eða Dylan og nóttin var
ung.
Við söknum vinar okkar og
þökkum fyrir fylgdina, sögurnar,
ástina og tónlistina. Þangað til
næst, kæri vinur.
Fjölskyldunni sendum við
dýpstu samúð.
Fyrir hönd veiðifélaganna í
Uppleið,
Rúna Kristinsdóttir.
✝ Guðrún Stef-anía Jóhanns-
dóttir fæddist 24.
desember 1921 í
Meðallandsþingi, V-
Skaftafellssýslu.
Hún lést á Hrafn-
istu, Nesvöllum í
Reykjanesbæ, 15.
maí 2020. Foreldrar
hennar voru Jó-
hann Sigurðsson, f.
23. maí 1882, d. 19.
ágúst 1959 og Margrét Stef-
ánsdóttir, f. 7. desember 1883, d.
18. desember 1959.
Systkini Guðrúnar voru: Mar-
mars 1944, d. 27. júní 2012, faðir
hennar var Guðmundur S. Sig-
urðsson, f. 1. okt. 1916, d. 30. júní
1984. Erla giftist Sigurði Vil-
hjálmssyni, f. 11. mars 1941. Börn
þeirra eru: 1) Brynjar Hólm, f. 27.
mars 1965, giftur Önnu Maríu
Sveinsdóttur, f. 22. nóv. 1969, þau
eiga tvo syni: Hafliða Má, f. 21.
apr. 1993, sambýliskona Arna
Hlín Daníelsdóttir, f. 22. ág. 1986
og eiga þau Daníel Hólm, f. 7. des.
2017 og Hugrúnu Önnu, f. 14. júní
2019; og Sigurð Hólm, f. 20. feb.
2001. 2) Guðrún Lilja, fædd 6.
desember 1972, sambýlismaður
Víðir Pétursson, f. 1. júlí 1969.
Guðrún bjó á Bakkakoti í Með-
allandi allt þar til hún fluttist á
Hrafnistu, Nesvelli í Reykja-
nesbæ, árið 2014.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju 28. maí 2020 kl.
13.
teinn Jóhannsson, f.
16. nóv. 1915, d. 2.
des. 1991, Jóhanna
Margrét Jóhanns-
dóttir, f. 20. des.
1916, d. 16. jan.
1988, Sigurgeir Jó-
hannsson, f. 26. nóv.
1918, d. 21. des.
1997, Halldóra Guð-
laug Jóhannsdóttir,
f. 6. des. 1925, d. 11.
okt. 2017 og Sig-
urður Jóhannsson, f. 26. apríl
1927, d. 23. des. 2008.
Guðrún eignaðist eina dóttur,
Erlu Guðmundsdóttur, f. 27.
Elskuleg amma mín hefur nú
kvatt þennan heim á 99. aldursári.
Ég man fyrst eftir mér í sveitinni
hjá henni í Bakkakoti þegar tíminn
var annar en í dag, það var sveita-
sími „löng, stutt, löng“, ljósavélin
fór í gang á morgnana og vistir
voru pantaðar sem komu einu
sinni í viku. Ég var í sveit hjá
ömmu á hverju sumri frá því ég
var sex ára og til 13 ára aldurs og
mótaði hún mín uppvaxtarár. Það
var oft mikið um að vera hjá okkur
krökkunum í sveitinni á sumrin við
öll almenn bústörf, oft var farið á
hestbak og riðið suður á Leirur,
farið í ferð niður á fjöru á traktor
að sækja rekavið og ýmislegt ann-
að sem rak á fjöru.
Samband okkar ömmu var mjög
kært og var alltaf jafn notalegt að
koma í sveitina. Við mamma fórum
oft saman austur í Bakkakot til að
setja niður sumarblóm og kart-
öflur eða sækja hana fyrir ýmis til-
efni. Þær voru líka ófáar ferðirnar
sem við vinirnir fórum til hennar
til að skjóta gæs á túnunum í Með-
allandinu.
Amma fylgdist vel með okkur
öllum og hafði áhuga á því sem við
vorum að gera, hvort sem það var
hjá Önnu Maríu, strákunum okkar
eða barnabörnum, og gladdist þeg-
ar vel gekk.
Það var gaman að spjalla við
ömmu um allt milli himins og jarð-
ar, hún var mjög víðlesin og mundi
allt fram á síðasta dag þannig að
það var gaman að láta hana segja
sér sögur.
Þegar mamma lést árið 2012
kom amma suður til Keflavíkur og
dvaldi á Hrafnistu, Nesvöllum síð-
ustu æviárin sín, þar fékk ég tæki-
færi til að umgangast hana meira,
taka hana heim í mat eða kaffi, af-
mælisveislur og það sem til féll,
sem var okkur báðum mjög kært.
Ég vil þakka ömmu fyrir sam-
fylgdina í gegnum lífið, ég veit að
mamma hefur tekið vel á móti
henni.
Hvíl í friði.
Brynjar Hólm Sigurðsson.
Gunna ömmusystir er síðust
fæddra barna foreldra sinna,
bænda á Bakkakoti í Meðallandi,
til að kveðja. Eftir lifir uppeldis-
systir þeirra og frænka, Mæja,
sem tilheyrir eiginlega tveimur
kynslóðum; fóstruð af langömmu
og –afa en á aldri við elsta barna-
barnið; Erlu, dóttur Gunnu. Með
Gunnu hverfa atriði úr minni og
sögu fjölskyldunnar sem ekkert
okkar eftirlifandi þekkjum af eigin
raun; heim sem eðli máls sam-
kvæmt hverfur okkur öllum.
Í æsku fylgdi ég ömmu til sum-
ardvalar á Bakkakoti hjá Mara og
Gunnu, sem héldu heimili saman
öll sín fullorðinsár. Hjá þeim bjó
bróðursonur þeirra, Jóhann Grét-
ar, og á sömu bújörð Sigurgeir,
bróðir þeirra, með fjölskyldu sinni.
Systkinin hjálpuðust að við bú-
reksturinn með dyggri aðstoð
skylds og óskylds sumardvalar-
fólks á öllum aldri. Ekkert systk-
inanna naut langrar, formlegrar
skólagöngu en öll voru þau víðlesin
og fróð; sýn þeirra náði langt út
fyrir þeirra eigin sjóndeildarhring.
Eflaust hefði Gunna ekki síður
unað sér í þéttbýlinu, en einhvern
veginn varð það ekki svo. Hún fór
til Reykjavíkur í vist ung kona og
sneri aftur með einkadótturina og
augasteininn Erlu, nýfædda. Upp
frá því var hún heimilisföst á
Bakkakoti, fyrst með foreldrum
sínum og systkinum og svo ein í
rúma tvo áratugi frá því að Mari
dó 1991. Eftir andlát Erlu báðu
barnabörnin hana um að flytja
suður og hún var alveg hissa að
einhver vildi hafa sig. Ævikvöld-
inu varði hún með nýjum kunn-
ingjum á Hrafnistu í Reykja-
nesbæ og fjölskyldunni sinni.
Ánægð sem hún var með nálægð-
ina við fólkið sitt, velti hún sér
aldrei upp úr því að hafa ekki farið
fyrr; einhvernveginn varð það
bara ekki svo.
Gunna var margslungin mann-
eskja. Hún keðjureykti í hálfa öld
og lifði af stórar hjartaaðgerðir,
beinbrot og áratuga ómeðhöndlað-
an skjaldkirtilsvanda. Hún var
handavinnukona, las út í eitt og
gekk í öll störf á búinu. Hún vissi
bókstaflega allt, líka það sem hún
vissi kannski ekki og stundum
hvein í á milli systkinanna. Hún
var tilfinningavera og gekk að ein-
hverju leyti með hjartað utan á
sér; gat rokið upp út af einhverju
sem öðrum fannst smávægilegt,
en hélt rónni þegar mest gekk á.
Erla var ankerið hennar og átta-
vitinn, henni treysti hún fyrir lífi
sínu og líðan og þegar Erla dó eftir
langvinn og erfið veikindi var okk-
ur öllum brugðið. Bóndinn Gunna
var hins vegar löngu búinn að átta
sig á því að svona hlyti þetta að
fara og væri best fyrir Erlu. Sem
var það eina sem skipti Gunnu
máli. Með árunum og betra atlæti
mildaðist hún og var undir það síð-
asta orðin sú æðrulausa, þakkláta
og hlýja manneskja sem hún hefur
líklega alltaf verið í kjarnann.
Ljósin slokkna hvert af öðru á
bæjunum í Meðallandi og lífið eins
og stelpa í sveit á áttunda og ní-
unda áratug síðustu aldar þekkti
það er liðið. Ég er þakklát fyrir að
hafa verið samferða Gunnu og fyr-
ir að hafa kynnst henni betur og á
annan hátt í seinni tíð. Ég votta
frændsystkinum mínum, Brynjari
og Guðrúnu Lilju, uppáhalds-
tengdasyninum Sigga, sem voru
augu hennar og eyru síðustu árin,
og yndi hennar alla tíð, samúð
mína.
Tinna
Ferðirnar austur í Meðalland
gátu oft verið langar fyrir ungan
krakka eins og mig, að sitja aftur í
bíl allan þennan tíma og spyrja
nánast á mínútu fresti hvort við
værum komin eða ekki. Þær
gleymdust hinsvegar fljótt þegar
komið var heim í hlað í Bakkakot.
Þegar stigið var út úr bílnum tók á
móti manni þessi undurfagra nátt-
úra, tún svo langt sem augað eygir
og að sjálfsögðu elsku langamma
Gunna sem var alltaf jafn ánægð
að sjá mann.
Með hverju skrefi sem maður
tók að bænum stigmagnaðist þessi
dýrindis lykt af allskonar kræs-
ingum sem kraumuðu í svarta
steikarpottinum í ofninum sem
búið var að nostra við síðan við
lögðum af stað, oftar en ekki var
fyrsta stopp hjá mér og langömmu
frystirinn inni í þvottahúsi en þar
var hún alltaf, og þá meina ég allt-
af, búin að koma fyrir ferskum,
stútfullum kassa af ís frá ísbílnum
sem hafði komið fyrr í vikunni, og
þar með var bílferðin úr sögunni.
Dagarnir sem tóku við í Bakka-
koti voru yfirleitt frekar anna-
samir. Það þurfti að skoða bæinn
hátt og lágt, hlaupa um túnin,
setjast í gamla traktorinn fyrir ut-
an fjósið og svo að sjálfsögðu að
tína sól- og rifsber með ömmu og
langömmu til að skella í sultu til
að eiga með pönnukökunum svo
fátt eitt sé nefnt.
Þetta breyttist nánast ekkert
með árunum nema kannski það að
langamma var lögblind síðustu
árin sem hún bjó á bænum, það
bitnaði þó ekki á gestrisninni né
hæfileikum hennar í eldhúsinu,
hún tók alltaf á móti manni með
opnum örmum, dró mann í gegn-
um steikarlyktina, beint að fryst-
inum til að gefa manni ís.
Ég vil þakka þér fyrir þann
tíma sem við fengum saman, öll
samtölin, alla íspinnana, alla ást-
ina og væntumþykjuna til mín og
nú í seinni tíð barnanna minna og
ég vona að ferðin þín heim til
ömmu Erlu í Bakkakot verði frið-
sæl og að þar taki á móti þér sama
fegurð og væntumþykja og mér
var sýnd þegar ég kom í heim-
sókn.
Ég bið að heilsa ömmu Erlu og
ég hlakka til að koma í íspinna
þegar röðin kemur að mér.
Góða ferð, elsku langamma
Gunna.
Hafliði Már Brynjarsson.
Það var fastur liður hjá okkur
Binna að fara á hverju ári og oftar
en einu sinni, austur í Bakkakot til
„ömmu“ Gunnu. Það var iðulega
farið að vori til í því skyni að snú-
ast aðeins í vorverkunum og taka
rúnt um sveitina og sýna mér
„borgarbarninu“ um hvað sveita-
lífið snerist. Alltaf var vel tekið á
móti okkur, Gunna spennt að fá
okkur og þá sérstaklega strákana
okkar Hafliða og Sigga, hún var
búin að baka bestu snúðana og
allskonar bakkelsi þannig að eng-
inn væri nú svangur meðan á
dvölinni stóð, mesta sportið hjá
mér og strákunum var þegar ís-
bíllinn kom meðan við vorum á
staðnum, alltaf keypti amma nóg
af ís. Það var gaman að spjalla við
Gunnu, hún vissi svo mikið og
mundi allt, kunni sögur og ljóð al-
veg fram á síðasta dag. Árið 2012
missti Gunna dóttur sína Erlu úr
erfiðum veikindum, hún tók því af
æðruleysi en missir hennar var
mikill, eftir það fannst Binna
ómögulegt að hafa ömmu sína
svona langt í burtu og það var orð-
ið erfitt fyrir hana að vera ein þar
sem sjónin var orðin lítil sem eng-
in. Hún fluttist suður til Keflavík-
ur árið 2014 og bjó á Nesvöllum
þar til hún lést. Binni hugsaði vel
um ömmu sína fram á síðasta dag,
þeirra samband var einstakt. Ég
vil þakka „ömmu“ Gunnu fyrir
samfylgdina, hún var hvíldinni
fegin og Erla tengdamamma hef-
ur tekið vel á móti henni.
Blessuð sé minning „ömmu“
Gunnu.
Anna María Sveinsdóttir.
Guðrún Stefanía
Jóhannsdóttir