Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
510 7900
Hlíðasmári 6 / 201 Kópavogur
www.FASTLIND.is
OPIÐ HÚS 28. MAÍ KL. 16:30-17:00
Urriðaholtsstræti 28
210 GARÐABÆR
STÆRÐ: 150,3 fm FJÖLBÝLI HERB: 5
Heyrumst
Magnús Már Lúðvíksson
Löggiltur fasteignasali
699 2010
magnus@fastlind.is
Glæsileg og ný íbúð á 3. hæð í lyftu-
húsi ásamt stæði í lokuðu bílastæða-
húsi, tengill fyrir hleðslustöð. Íbúðin
er fullbúin með gólfefnum, ísskáp
og uppþvottavél. Innréttingar eru af
vandaðri gerð frá GKS innréttingum.
Glæsilegt útsýni.
70.900.000
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Á fyrstu þremur dögum forseta-
kosninga utan kjörfundar hafa safn-
ast nokkru fleiri atkvæði en á jafn-
löngum tíma í síðustu kosningum
sumarið 2016. Síðdegis í gær höfðu
903 greitt atkvæði á öllu landinu, en
á sama tíma síðast voru atkvæðin
orðin um 370 á höfuðborgarsvæðinu,
að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur,
sviðsstjóra hjá Sýslumanninum á
höfuðborgarsvæðinu. Atkvæða-
greiðsla stendur yfir hjá sýslumönn-
um víða um land og í Smáralind.
Bergþóra telur sennilegt að mikill
hluti atkvæðanna sem hafi safnast
nú hafi verið greiddur í Smáralind,
þar sem hafi verið „stöðug traffík“.
Hún segir að meðal þess sem geti
haft áhrif sé að kjörstaðurinn sé í al-
faraleið. Fólk sé í Smáralind og fari í
leiðinni að kjósa, ólíkt því sem var
síðast, þegar atkvæðagreiðslan hófst
hjá sýslumönnunum en síðan var
kjörfundur í Perlunni um tíma.
Í gær var gengið frá skráningu
meðmæla, sem samtals voru ná-
kvæmlega 10.000 fyrir þessar kosn-
ingar. Sex framboð skiluðu inn með-
mælum en aðeins tvö framboð
standa eftir, Guðmundar Franklíns
Jónssonar og sitjandi forseta, Guðna
Th. Jóhannessonar. Í fyrsta sinn var
boðið upp á rafræna söfnun með-
mæla, nýmæli sem mæltist ekki verr
fyrir en svo að 87,5% meðmæla var
skilað inn með þeim hætti.
Fleiri atkvæði utan kjör-
fundar en á sama tíma í fyrra
903 komin Fólk nýtir ferðina í Smáralind til að kjósa
Morgunblaðið/Eggert
Kosningar „Stöðug traffík“ í Smáralind, þar sem kosið er utan kjörfundar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flutningsmiðlunin DB Schenker er
að hefja beint flug með lax og aðrar
sjávarafurðir frá Íslandi til Kína.
Fyrsta ferðin verður farin á morgun,
föstudag, og er
uppselt í hana, að
sögn Valdimars
Óskarssonar
framkvæmda-
stjóra. Flutning-
ur á ferskum af-
urðum er
hagkvæmari með
þessum hætti en
flugi í gegnum
Evrópu en mikil-
vægast er þó að afurðirnar komast á
skemmri tíma til viðskiptavina.
DB Schenker hefur verið með
þrjár 767-300 farþegaþotur Ice-
landair á leigu frá því í byrjun apríl.
Þær voru meðal annars notaðar til
að sækja vörur fyrir íslenska heil-
brigðiskerfið til Kína, bæði hlífðar-
fatnað og sýnatökusett, til að berjast
við kórónuveirufaraldurinn. Vélarn-
ar hafa einnig verið í samskonar
flutningum fyrir heilbrigðisstofnanir
annars staðar í Evrópu. Valdimar
segir að þörfin þar sé að minnka. Á
móti sé vaxandi þörf í Bandaríkjun-
um, Suður-Ameríku og Afríku og ef
önnur bylgja faraldursins ríði yfir
þurfi að flytja þessar vörur áfram.
Ísland er með fríverslunarsamn-
ing við Kína og er eina landið í Evr-
ópu sem getur selt lax, regnbogasil-
ung og bleikju inn á þennan stóra og
vaxandi markað án þess að tollar séu
lagðir á afurðaverðið. Lax og aðrar
sjávarafurðir sem fluttar hafa verið
til Kína hafa farið í gegnum Evrópu.
Tekur það augljóslega lengri tíma,
sérstaklega ef varan þarf að bíða yfir
nótt, heldur en 12-13 klukkustunda
beint flug frá Íslandi.
25 tonn í ferð
Fram kom á vef SalmonBusiness í
fyrradag að DB Schenker væri að
hefja beint flug með lax til borganna
Nanjing í Jiangsu-héraði og
Shanghai. Valdimar staðfestir þetta
og upplýsir að uppselt sé í fyrstu
ferðina sem verður á föstudag með
25 tonn af sjávarafurðum. Þar verði
fragtin lax og hvítfiskur til helminga.
Valdimar segir að vélin komi full
til baka með vörur fyrir heilbrigð-
isstofnanir í Evrópu. Næsta ferð
verður síðan á laugardag.
Valdimar segir að þessir flutning-
ar verði í boði eitthvað fram eftir
júnímánuði og alls verði farnar um
50 ferðir til Kína á samningstíma-
bilinu.
Ánægðir með Icelandair
DB Schenker hefur verið að vinna
að þessu fiskflutningaverkefni um
tíma og beðið hefur verið eftir leyfi
frá stjórnvöldum í Kína. Leyfið
fékkst síðdegis á mánudag og þá var
allt sett í gang.
Valdimar segir að yfirmenn DB
Schenker í Evrópu séu ánægðir með
samstarfið við Icelandair. Þeir séu
ekki vanir því að sjá flugmenn taka
jafn virkan þátt í hleðslu og vinnu
um borð og hjá flugmönnum Ice-
landair. Út frá reynslu DB Schenker
af þessu samstarfi sé Icelandair nú
einn af fyrstu kostum þeirra.
Beint flug með lax og fisk til Kína
DB Schenker er með þrjár farþegaþotur Icelandair á leigu og notar þær til vöruflutninga
Fyrsta beina flugið til Kína er á morgun og er uppselt báðar leiðir Fjöldi ferða áætlaður í júní
Ljósmynd/Aðsend
Vöruflutningar Leiguþotur DB Schenker eru merktar báðum félögunum.
Valdimar
Óskarsson
Geitungar eru
vaknaðir af vetr-
ardvala og komn-
ir á ferðina hér á
landi. Voru þeir
jafnframt eilítið
fyrr á ferðinni í ár
en síðustu ár.
Matthías Al-
freðsson skor-
dýrasérfræð-
ingur segir að geitungar láti iðulega
sjá sig um miðjan maímánuð.
„Þeir eru mögulega eitthvað fyrr
á ferðinni í ár, en drottningarnar
vakna oftast af dvala vetrarins upp
úr miðjum maí. Það kann þó að vera
fyrr ef vorar snemma,“ segir Matt-
hías og bætir við að tíðarfar skipti
máli. „Tíðarfar getur vissulega haft
áhrif á geitungastofna en það koma
góð ár og slæm ár þannig að á end-
anum jafnast þetta nokkurn veginn
út,“ segir Matthías.
Geitungar
vaknaðir
Vetrardvala lauk
fyrr en síðustu ár
Geitungabú.
Íbúar og starfsfólk hjúkrunarheim-
ilisins Seljahlíðar gengu saman í
kringum húsið í gær og slógu þannig
skjaldborg um heimilið. Skjaldborg-
in var táknræn fyrir þann árangur
sem náðist í kórónuveiru-
faraldrinum, en enginn íbúi smitaðist
af veirunni. Einn af starfsmönnunum
greindist með veiruna en þökk sé
sóttvarnaráðstöfunum og aðgát rat-
aði veiran aldrei til íbúanna.
Þessu var fagnað í gær, um leið og
skjaldborginni var slegið upp til
heiðurs þríeyki landlæknis, sótt-
varnalæknis og yfirlögregluþjóns.
Íbúar og starfsfólk höfðu þá keypt
stuttermaboli frá Von, hjálpar-
samtökum fyrir gjörgæsluna, og var
skjaldborgin þannig einnig virðing-
arvottur við störf gjörgæslustarfs-
fólks. Fólk skellti sér því í bolina,
söng kórónuveirulagið um góðar
ferðir inni á heimilum og að lokum
var grillað.
Veirulaust
í gegnum
veiruna
Morgunblaðið/Eggert