Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 59
SELFOSS Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Draumur knattspyrnukonunnar Önnu Maríu Friðgeirsdóttur, 28 ára, varð að veruleika á síðasta ári þegar hún lyfti bikarnum á Laugardalsvelli sem fyrirliði uppeldisfélagsins Sel- foss. Hún er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi í efstu deild, enda hefur hún spilað með sveitarfélaginu frá því að deildin var stofnuð árið 2009. Hún er þó ekki hætt að láta sig dreyma; „Maður hættir ekkert þótt það sé búið að sækja eina dollu. Næsta markmið hlýtur að vera að sækja tvær,“ sagði Anna í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún tal- aði tæpitungulaust um markmið og metnað Selfyssinga á komandi Ís- landsmóti. Selfyssingar, sem og flest önnur lið, bíða í ofvæni eftir að tímabilið geti loks hafist eftir frestunina vegna kórónuveirunnar. Íþróttalið máttu byrja að æfa án takmarkana á mánudaginn og nýttu Selfyssingar sér það til fulls, spiluðu æfingaleik á fyrsta degi. „Það er mikil spenna að geta loksins verið saman aftur og við tókum mánudaginn af krafti og spil- uðum æfingaleik við Keflavík. Það varð bara að henda sér í djúpu laug- ina!“ sagði Anna. Þó að leikmenn hafi vissulega lagt sitt af mörkum til að halda sér í góðu standi jafnist ekkert á við að spila fótbolta. „Leikmenn voru auðvitað ryðg- aðir, við vorum ekki búnar að spila fótbolta í tíu vikur. Ég er búin að hlaupa, gera styrktaræfingar heima og nota allt sem ég hef til að halda í einhverja vöðva en þetta er nátt- úrulega tvennt ólíkt. Þú getur hlaup- ið eins og brjálæðingur en þegar það er kominn bolti í leikinn er þetta allt annað.“ Ekkert leyndarmál Selfoss hefur vakið mikla athygli undanfarið vegna þeirra leikmanna sem félagið hefur samið við. Þar ber einna helst að nefna landsliðskon- urnar Dagnýju Brynjarsdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur, sem eru báðar nýkomnar heim úr at- vinnumennsku. Báðar eru þær margreyndar, með yfir 100 lands- leiki sín á milli og hafa leikið í mörg- um af sterkustu deildum Evrópu. Það er því auðvelt að lesa á milli lín- anna og átta sig á hver markmiðin eru á Suðurlandinu. Anna er ekki feiminn við að ítreka þau. „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að verða Íslandsmeist- arar og við ætlum að halda bikar- meistaratitlinum. Það væri heimsku- legt að fara inn í mótið með einhver önnur markmið, sérstaklega miðað við gæðin í hópnum. Það væri asna- legt að ætlast til einhvers annars af okkur. Við höfðum stefnt að þessum bikartitli í mörg ár og loksins kom hann. Nú er bara að setja markmiðið á þann næsta,“ segir hún og bendir á að það sé mikill happafengur fyrir liðið að fá þessa sterku leikmenn sem hafa komið inn. „Þær koma inn í liðið með þvílík gæði og reynslu. Við erum með margar ungar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref, eins og í fyrra. Þá reyndist það gríðarlega dýrmætt að hafa Fríðu í hópnum og núna er- um við með einn reynslubolta í hverri línu. Það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð hvað það er mikilvægt að hafa svona stóra kar- aktera og flotta leikmenn. Þetta er frábær viðbót í hópinn.“ Góðir leikmenn fara í önnur lið Á síðustu leiktíð höfðu Íslands- meistarar Vals og Breiðablik mikla yfirburði í úrvalsdeildinni og þótt þau lið séu áfram feykilega sterk eru önnur lið að gera sig líkleg til að blanda sér í baráttuna. Auk Selfyss- inga hafa bæði KR og Fylkir styrkt leikmannahópa sína og á Anna von á spennandi tímabili. „Síðustu ár hefur þetta svolítið verið eitt eða tvö lið sem stinga af. Í fyrra var þetta svolítið þægilegt í þriðja sætinu, það var langt í bæði liðin fyrir ofan og neðan okkur,“ seg- ir Anna, en Selfoss endaði 16 stigum á eftir Völsurum á toppnum og sex stigum fyrir ofan Þór/KA í 4. sætinu. „Við viljum minnka þetta bil og það er frábært að sjá góða leikmenn fara í önnur lið en bara Val og Breiðablik. Það gerir öllum gott, sérstaklega deildinni í heild sinni.“ Að lokum vék hún sér aftur að Selfossi, heimabænum og uppeldis- félaginu. „Það hefur verið draumur síðan ég var lítil stelpa að fagna Ís- landsmeistaratitlinum með Selfossi, það yrði kirsuberið á toppinn. Þetta er uppeldisfélagið og það sem ég hef alltaf viljað spila fyrir, ég hef aldrei haft áhuga á að spila annars staðar. Selfosshjartað er bara það stórt og það yrði draumur að koma með titil- inn yfir brúna.“ Yrði kirsuberið á toppnum  Anna María segir Selfosshjartað stórt  Ekkert leyndarmál að liðið stefnir á Íslandsmeistaratitilinn  Happafengur að fá öflugar landsliðskonur í Selfoss Morgunblaðið/Árni Sæberg Bikarmeistari Anna Björk varð bikarmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð eftir sigur gegn KR á Laugardalsvelli. ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Helena Ólafsdóttir lét af störfum sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis í knattspyrnu í vikunni. Það ætlar ekki af Fjölnis- mönnum að ganga því fyrirliði karlaliðs félagsins, Bergsveinn Ólafsson, hætti einnig óvænt í fótbolta fyrir stuttu. Ástandið er því ansi sérstakt í Grafarvog- inum þessa dagana þótt það sé reyndar ekki efni þessa bak- varðar. Alls eru 108 félög skráð til leiks á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu í sumar. Í meistaraflokki karla eru 79 félög skráð til leiks en 29 í meistaraflokki kvenna. Helena var eini kvenkyns þjálf- arinn fyrir viku en það var vef- miðillinn fótbolti.net sem vakti fyrst athygli á þessu í febrúar á þessu ári þegar teknar voru saman skráningar í deildabik- arinn, Lengjubikarinn, sem fer iðulega af stað í byrjun febrúar. Eftir því sem undirritaður kemst næst starfar því engin kona í dag sem aðalþjálfari þótt það séu vissulega nokkrar sem eru aðstoðarþjálfarar, kvenna- megin í það minnsta. Kollegi minn á Morgunblaðinu, Kristján Jónsson, benti á skemmtilega staðreynd í blaðinu í apríl síð- astliðnum þegar hann taldi upp átta leikmenn úr karlaliði KR 1991 sem hafa þjálfað lið í efstu deild. Af þessum átta þjálfurum sem Kristján taldi upp þjálfa fimm þeirra í efstu deild í dag. Kvennalið KR árið 1999 er eitt öflugasta lið sem spilað hefur í efstu deild frá upphafi. Liðið tapaði ekki leik allt sumarið, vann tvöfalt það ár, en þó er engin kona úr því liði að þjálfa í dag. Edda Garðarsdóttir, Guð- rún Jóna Kristjánsdóttir, Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jóns- dóttir hafa að vísu allar þjálfað en gera það ekki í dag, sem er ansi sorgleg þróun. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Arnór Borg Guðjohnsen æfir þessa dagana með úrvalsdeildarliði Fylk- is í knattspyrnu en það var vefmið- illinn fótbolti.net sem greindi fyrst frá þessu. Arnór verður tvítugur í september á þessu ári en hann er að jafna sig á erfiðum meiðslum sem héldu honum frá keppni í þrettán mánuði. Arnór hefur verið á mála hjá B-deildarliði Swansea á Eng- landi og lék síðast með U23 ára liði félagsins í febrúar. Hann er fram- herji að upplagi og er sonur Arnórs Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðs- manns í knattspyrnu. Arnór Guðjohn- sen æfir í Árbæ Ljósmynd/Breiðablik Feðgar Arnór Borg Guðjohnsen ásamt föður sínum Arnóri eldri. Handknattleiks- markvörðurinn Íris Björk Sím- onardóttir hefur ákeðið að leggja skóna á hilluna en þetta kom fram á facebooksíðu Valsara í gær. Í apríl tilkynnti Íris Björk, sem er 32 ára gömul, að hún ætlaði að taka sér frí frá hand- bolta í óákveðinn tíma en nú hefur hún ákveðið að segja þetta gott. Hún er uppalin hjá Gróttu á Sel- tjarnarnesi og lék með liðinu á ár- unum 2003 til ársins 2009. Hún gekk svo til liðs við Fram og lék í Safa- mýrinni til 2012. Þá fór hún aftur til Gróttu og lék þar til 2018. Þá samdi hún við Valskonur og spilaði með lið- inu í tvö tímabil áður en hún ákvað að leggja skóna á hilluna. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari með Gróttu á ferlinum, 2015 og 2016, og einu sinni Íslandsmeistari með Val árið 2019 en það ár unnu Valskonur þre- falt. Þá varð hún fjórum sinnum bik- armeistari á ferlinum, með Fram 2010 og 2011, með Gróttu 2015 og loks með Val 2019. Þá lék hún 69 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hún skoraði fjögur mörk. Íris Björk leggur skóna á hilluna Íris Björk Sím- onardóttir Evrópska knattspyrnusambandið hefur gefið út nýja leikdaga fyrir þá leiki sem eftir eru í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna sem fram fer á þarnæsta ári. Ísland er í F-riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi en þeir leikir sem eftir eru fara fram í haust, á tímabilinu 17. september til 1. des- ember. Ísland er ásamt Svíþjóð á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en liðin eiga eftir að mætast innbyrðis. Ísland vann Ung- verjaland í fyrstu umferðinni, 4:1, og Slóvakíu næst 1:0 á Laugardalsvell- inum í haust. Liðið vann svo 6:0 stór- sigur á Lettlandi á útivelli. Ísland átti að mæta Svíum í síðustu tveimur umferðunum en nú hefur orðið breyting á því. Síðustu þrír leikir á útivöllum Efsta liðið í hverjum riðli fer beint á EM sem haldið verður í Englandi eftir tvö ár en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Þau þrjú lið sem verða með besta árang- urinn í 2. sæti í riðlunum níu fara einnig beint á mótið en hin sex liðin mætast í umspili sem fram fer á næsta ári. Vert er að taka fram að breyt- ingar geta orðið á þessum leikdögum eftir aðstæðum en sem stendur fara leikirnir fram á eftirtöldum dögum og mun Ísland leika síðustu þrjá leiki sína á útivöllum. Leikirnir sem Ísland á eftir 17. september: Ísland – Lettland 22. september: Ísland – Svíþjóð 27. október: Svíþjóð – Ísland 26. nóvember: Slóvakía – Ísland 1. desember: Ungverjaland – Ísland. Nýir leikdagar fyrir undankeppni EM Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undankeppnin Landsliðskonurnar þurfa að spila landsleik í desember. Knattspyrnumaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir úr- valsdeildarliðs FH en þetta kom fram á Twitter-síðu félagsins í gær. Hörður Ingi, sem er 21 árs gamall og uppalinn í Hafnarfirði, kemur til félagsins frá ÍA á Akranesi þar sem hann hefur leikið frá því árið 2018. Hörður Ingi á að baki 28 leiki í efstu deild með Víkingi Ólafsvík og ÍA. Í þessum 28 leikjum hefur hann skorað tvö mörk en hann getur spil- að bæði sem vinstri og hægri bak- vörður. Þá á hann að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands. Frá Akranesi í Hafnarfjörð Morgunblaðið/Ómar Mark Hörður Ingi Gunnarsson fagnar marki með Skagamönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.